Þjóðmál - 01.03.2006, Page 34

Þjóðmál - 01.03.2006, Page 34
32 Þjóðmál Vor 2006 þeirra .. Austurríski. vísindaheimspekingur- inn.Karl.Popper.læsti.þau.í.eina.höfuðreglu. á.árunum.1919–1920,.þá.að.vísindakenn- ing.yrði.að.vera.mögulega.hrekjanleg ..Þetta. virðist. mörgu. óupplýstu. fólki. vera. þver- sögn:. Er. ekki. óhrekjanleiki. höfuðkostur. vísindakenningar?. Nei,. Popper. benti. á. að. engin.alvöru.kenning.í.raunvísindum.væri. (mögulega). óhrekjanleg:.Við. getum. aldrei. útilokað.að.næsti.hrafn.sem.við.fyrirhittum. verði. hvítur. þó. að. við. teljum. okkur. hafa. sterk.reynslurök.fyrir.kenningunni.að.allir. hrafnar.séu.svartir ..Því.sannar.engin.mergð. svartra.hrafna.kenninguna,. en.einn.hvítur. nægir. hins. vegar. til. að. hrekja. hana .. Góð. vísindakenning. er. svipuð. alkóhólista. sam- kvæmt.skilningi.SÁÁ:.Hann.er.aldrei.endan- lega.læknaður.þó.að.hann.drekki.ekki.–.en. einn.sopi.nægir.til.að.fella.hann! Höfuðkrafan.sem.gera.verður.til.raunvís- indakenningar.K.er.sú.að.höfundur.henn- ar.bendi. á. einhverja.mögulega. tilraun. eða. athugun. sem. gæti. afsannað. K. ef. niður- staðan. bryti. í. bága. við. K .. Takmarkaða. afstæðiskenningin.hans.Einsteins. frá.1905. var. alvöru. vísindakenning. vegna. þess. að. samkvæmt.henni.átti.tiltekin.reikistjarna.að. vera.á.tilteknum.stað.á.tilteknum.tíma ..Ef. sú.hefði.ekki.orðið.raunin.hefði.kenningin. verið. fallin .. En. hún. hélt. velli. og. heldur. enn ..Kenningar. sem.ekki.eru.vísindalegar,. heldur.látast.vera.það,.eru.þá.ýmist.reistar. á.óhrekjanlegum.staðhæfingum.(t .d ..kenn- ing.Freuds.um.þrískiptingu.sálarlífsins).eða. staðhæfingum. sem. reynt. er. að. halda. lífi. í. og. lappa. upp. á. eftir. að. þær. eru. hraktar. (svo. sem. marxisminn. sem. var. upphaflega. vísindaleg. tilgáta.um. sögulega.þróun.hag- kerfa.er.stóðst.ekki.próf.sögunnar.en.samt. er.reynt.að.halda.til.streitu.með.skóbótum. hér.og.þar) .. Ástæðan. fyrir.því. að. skipulagskenningin. er. ekki. raunvísindakenning,. í. sama. skiln- ingi.og.til.dæmis.þróunarkenningin,.er.til- tölulega.auðsæ:.Ef.við.fyndum,.svo.að.dæmi. sé. tekið,. steingerðar. leifar. einstaklinga. af. ættinni. homo. sapiens. sapiens. sem. uppi. hefðu. verið. fyrir. hundrað. milljónum. ára. væri.þróunarkenningin.fallin ..Það.er.á.hinn. bóginn.ekki.unnt.að.benda.á.neina.mögu- lega.tilraun.eða.athugun.sem.afsannað.gæti. skipulagskenninguna .. Ef. náttúran. hagar. sér.á. einn.hátt.getur.það.verið.vísbending. um.guðlega.forsjón.og.fyrirhyggju;.ef.hún. hagar.sér.á.einhvern.annan.hátt.og.þveröf- ugan.getur.það.jafnframt.verið.vísbending. um.hið.sama ..Því.er.krafan.um.að.skipulags- kenningin.sé.kennd.samhliða.þróunarkenn- ingunni.í.hreinni.raunvísindagrein.eins.og. líffræði. illbrosleg. ef. ekki. grátbrosleg .. Að. því. leyti. til. er. niðurstaða. alríkisdómarans. á.góðum.rökum.reist ..Hins.vegar.er.hæpið. hjá.honum.að.agnúast.út.í.skipulagskenn- inguna.vegna.þess.að.hún.sé.ekki. sannan- leg .11. Gallinn. við. skipulagskenninguna. er. ekki.sá.að.hún.er.ósannanleg.–.það.eru.allar. raunvísindakenningar.–.heldur.sá.að.hún.er. óafsannanleg . III ..Hverjar.eru.öfgar skipulagsafneitara? Sumt.af.því.sem.andstæðingar.skipulags-kenningarinnar. hafa. látið. frá. sér. fara. einkennist.af.síst.minni.búralegri.einþykkni. en.rök.talsmannanna ..Tökum.dæmi: (a). „Skipulagskenningin. er. í. raun. ekki. annað.en.nýtt.nafn.á.sköpunarkenningunni. sem. þróunarkenningin. hefur. fyrir. löngu. afsannað .“. Þetta. er. önnur. forsenda. dóm- arans,. sem. um. leið. leggur. skipulagskenn- inguna. að. jöfnu. við. sköpunarsögu. Biblí- unnar.sem.reynt.sé.að.smygla.til.nemenda .. En.hér.er.dómarinn.á.hálum.ís:.Skipulags- rökin.eru,. eins.og. fyrr. segir,. ekki.endilega. rök.fyrir. tilvist.kristilegs.guðs.sem.skapara. himins.og.jarðar ..Sköpunarkenningin.gerir. ráð.fyrir.því.að.hver.lífverutegund.hafi.verið.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.