Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 63
 Þjóðmál VOR 2009 61 Hvað er „lítið“? Gott og vel, hverjir eru þessir beinu skattar? Alcan á Íslandi hf ., sem rekur álverið í Straumsvík, greiðir sama tekjuskatt til ríkisins og önnur fyrirtæki í landinu og nýtur engra sérkjara í því sambandi . Árið 2007 greiddi fyrirtækið 1,4 milljarða króna í tekjuskatt . Indriði telur þetta lítið, enda samsvari það „einungis um 0,1% af þjóðarframleiðslunni“ . Látum vera að hann undanskilur fast­ eigna gjöld með þeim rökum að þau séu að hluta til þjónustugjöld, en þau námu 230 milljónum þetta sama ár . Hugum heldur að því hvort 1,4 milljarðar sé lítið . Fjárhæðin er um 3% af öllum tekju­ sköttum ríkisins af lögaðilum þetta ár . Hún er hærri en allur tekjuskattur af fisk veið um, sem var rúmur milljarður . Hærri fjár hæð kom sem sagt frá þessu eina fyrirtæki . Hún er líka hærri en tekjuskattur allra fyrirtækja í hótel­ og veitingahúsa­ rekstri, hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf, og lögfræðiþjónustu – sam an lagt . Öll verslun í landinu greiddi 4,8 milljarða í tekjuskatt, þannig að álverið í Straums­ vík greiddi meira en fjórðung af tekju skatti allra verslunarfyrirtækja á Íslandi . – Hafa þau fyrirtæki kannski litla efnahagslega þýð ingu? Vissulega veita þau fleira fólki atvinnu en álverið, en það felur væntanlega ekki í sér neinn „raunverulegan“ ávinning fyrir landsmenn því störfin hefðu orðið til hvort sem er, svo notuð sé vinsæl röksemd . Litið fram hjá milljörðum Þetta var um vanmat á þýðingu þess „litla“ ávinnings sem Indriði telur að sé sannarlega fyrir hendi . Skoðum næst ávinning sem hann lítur fram hjá . Samkvæmt mælistiku Indriða eru laun og hagnaður innlendra aðila sem eiga viðskipti við álfyrirtækin einn af fimm þáttum sem segja til um efnahagslegan ávinning af starfsemi þeirra, og raunar einn af fjórum þáttum sem ekki er fram úr hófi flókið að mæla . Hann aflaði sér hins vegar ekki upplýsinga um aðkeypta þjónustu innanlands og því var honum „ekki unnt að meta laun og hagnað þeirra sem þá þjónustu seldu“, eins og segir í greininni . Hann treystir sér hins vegar til að fullyrða að sú fjárhæð sé lág í samanburði við hina þættina . – Er það svo? Álverið í Straumsvík keypti á liðnu ári vörur og þjónustu af rúmlega 800 innlendum aðilum fyrir 5,4 milljarða króna, fyrir utan orkukaup . Þetta skapar hundruð starfa . Til að setja þessi útgjöld í samhengi – og gefa um leið nokkra hugmynd um umfang þeirrar þjónustu sem álverið kaupir – má nefna að fyrir þessa fjárhæð mætti reka allt í senn Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Þjóð minja ­ safnið, Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann á Akureyri . Eða allt lög­ reglu lið höfuðborgarsvæðisins og Suður­ nesja, með ríflegum afgangi fyrir nokkur sýslu manns embætti . Aðrir segja „of stór“ Fleira mætti nefna hér, svo sem þann ávinning sem ætla má að landsmenn hafi haft af því að þurfa ekki að byggja upp raforkukerfið í litlum og óhagkvæmum skrefum, þá miklu verkfræðiþekkingu sem stóriðjan hefur lagt grundvöllinn að, nýsköpunarfyrirtæki sem sprottin eru úr jarðvegi álveranna (íslenskur hátækni­ búnaður er seldur í álver um allan heim), og þá staðreynd að stóriðjan hefur jafnan greitt hærri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði og felur þess vegna í sér „raunverulegan ávinning“ í hagfræðilegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.