Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 40
38 Þjóðmál VOR 2009 burða rás efnahagslífsins og í umræðu um fram tíð íslensku þjóðarinnar . Þingið væri „mátt laust“ eins og einn þingmaður orðaði það . Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði hins vegar að það skipti máli: „… fyrir þingmenn að taka þátt í umræðum á þinginu eins og kostur er jafnvel þótt um sé að ræða fyrirspurnir af ýmsum toga . Fyrir fólkið í landinu skiptir verulegu máli að þingmenn séu aktífir í störfum sínum og ávallt vakandi fyrir því sem hér er að gerast . Sú umræða sem snúast mun um framtíð íslensku þjóðarinnar og þau stefnumið sem þar verða í hávegum á að fara fram í þessum sal . Til þess erum við kjörin og undan því skulum við ekki víkjast .“ Varla er ofsögum sagt að þingmenn voru því margir hugsandi yfir hlutverki sínu á þessum örlagaríku haustdögum . Hver eru meginhlutverk þingmanna? Alþingi gegnir í meginatriðum þrenns konar hlutverki: 1 . Þingmenn eru fulltrúar fólksins í land­ inu og eiga að endurspegla sjónarmið þess í umræðum á þinginu . Það felur m .a . í sér að þingmenn hlusti og leiti eftir sjónarmiðum borgaranna . 2 . Þingið er aðalhandhafi löggjafarvalds­ ins í landinu og hefur það hlutverk að setja landinu lög, meðal annars þau sem sett voru til að bregðast við aðstæðum sem við stóðum frammi fyrir . 3 . Þingið hefur eftirlitshlutverk með fram k væmdavaldinu sem það getur gegnt með umræðu í þinginu og nefndum þings ins og með spurningum til ráðherra sem æðstu yfirmanna framkvæmda valds ins .1 Hvernig gegndu þingmenn þessum skyld­ u m sínum haustið 2008? Voru þeir beinir þátt takendur í umræðu og ákvarðana töku eða voru þeir afgreiðslustofnun fyrir fram­ kvæmda valdið eins og hafði verið haldið fram . Þingmenn sem fulltrúar fólksins Þessa daga mæddi mikið á Geir H . Haarde forsætisráðherra í kjölfar bankahrunsins . Hann lagði þó mikla áherslu á að sækja fundi þingflokksins, sem voru haldnir daglega, jafnvel tvisvar á dag ef svo bar við og jafnvel um helgar ef á þurfti að halda . Fundirnir voru afar mikilvægir til að miðla upplýsingum til og frá ráðherrum flokksins . Á þeim fóru fram umræður um stöðu mála, ákvarðanir, stefnumótun, framtíðarsýn og síðast en ekki síst misbrest í upplýsinga­ miðlun til almennings sem þingmenn höfðu þungar áhyggjur af . Strax á fyrstu dögum eftir bankahrunið tók stjórn þingflokksins ákvörðun um að skipa öllum þingmönnum flokksins í hópa . Þeir hefðu fyrst og fremst það hlutverk að tala við fulltrúa umbjóðenda sinna, hlusta, koma upplýsingum áfram til þingflokks og ráðherra ef þörf væri á að bregðast við með einhverjum hætti . Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, var formlegur tengiliður þingmanna flokksins við ráðherra beggja stjórnarflokkanna til að fylgja eftir þeim viðbrögðum sem þingflokk­ urinn taldi nauðsynleg . Eftirfarandi hópar voru settir á laggirnar: 1 Gunnar Helgi Kristinsson (2007): Íslenska stjórnkerfið, bls . 169 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.