Þjóðmál - 01.03.2009, Page 40

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 40
38 Þjóðmál VOR 2009 burða rás efnahagslífsins og í umræðu um fram tíð íslensku þjóðarinnar . Þingið væri „mátt laust“ eins og einn þingmaður orðaði það . Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði hins vegar að það skipti máli: „… fyrir þingmenn að taka þátt í umræðum á þinginu eins og kostur er jafnvel þótt um sé að ræða fyrirspurnir af ýmsum toga . Fyrir fólkið í landinu skiptir verulegu máli að þingmenn séu aktífir í störfum sínum og ávallt vakandi fyrir því sem hér er að gerast . Sú umræða sem snúast mun um framtíð íslensku þjóðarinnar og þau stefnumið sem þar verða í hávegum á að fara fram í þessum sal . Til þess erum við kjörin og undan því skulum við ekki víkjast .“ Varla er ofsögum sagt að þingmenn voru því margir hugsandi yfir hlutverki sínu á þessum örlagaríku haustdögum . Hver eru meginhlutverk þingmanna? Alþingi gegnir í meginatriðum þrenns konar hlutverki: 1 . Þingmenn eru fulltrúar fólksins í land­ inu og eiga að endurspegla sjónarmið þess í umræðum á þinginu . Það felur m .a . í sér að þingmenn hlusti og leiti eftir sjónarmiðum borgaranna . 2 . Þingið er aðalhandhafi löggjafarvalds­ ins í landinu og hefur það hlutverk að setja landinu lög, meðal annars þau sem sett voru til að bregðast við aðstæðum sem við stóðum frammi fyrir . 3 . Þingið hefur eftirlitshlutverk með fram k væmdavaldinu sem það getur gegnt með umræðu í þinginu og nefndum þings ins og með spurningum til ráðherra sem æðstu yfirmanna framkvæmda valds ins .1 Hvernig gegndu þingmenn þessum skyld­ u m sínum haustið 2008? Voru þeir beinir þátt takendur í umræðu og ákvarðana töku eða voru þeir afgreiðslustofnun fyrir fram­ kvæmda valdið eins og hafði verið haldið fram . Þingmenn sem fulltrúar fólksins Þessa daga mæddi mikið á Geir H . Haarde forsætisráðherra í kjölfar bankahrunsins . Hann lagði þó mikla áherslu á að sækja fundi þingflokksins, sem voru haldnir daglega, jafnvel tvisvar á dag ef svo bar við og jafnvel um helgar ef á þurfti að halda . Fundirnir voru afar mikilvægir til að miðla upplýsingum til og frá ráðherrum flokksins . Á þeim fóru fram umræður um stöðu mála, ákvarðanir, stefnumótun, framtíðarsýn og síðast en ekki síst misbrest í upplýsinga­ miðlun til almennings sem þingmenn höfðu þungar áhyggjur af . Strax á fyrstu dögum eftir bankahrunið tók stjórn þingflokksins ákvörðun um að skipa öllum þingmönnum flokksins í hópa . Þeir hefðu fyrst og fremst það hlutverk að tala við fulltrúa umbjóðenda sinna, hlusta, koma upplýsingum áfram til þingflokks og ráðherra ef þörf væri á að bregðast við með einhverjum hætti . Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, var formlegur tengiliður þingmanna flokksins við ráðherra beggja stjórnarflokkanna til að fylgja eftir þeim viðbrögðum sem þingflokk­ urinn taldi nauðsynleg . Eftirfarandi hópar voru settir á laggirnar: 1 Gunnar Helgi Kristinsson (2007): Íslenska stjórnkerfið, bls . 169 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.