Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 8
6 Þjóðmál VOR 2009 hún treysti sér ekki til að mynda ríkis­ stjórn . Ólafur Ragnar fól strax Jóhönnu Sigurðar dóttur umboðið og myndaði hún samdægurs minni hlutastjórn með Stein­ grími J . og tveimur ut an þingsmönnum en fram sóknarmenn hétu að verja stjórnina vantrausti . Vorum við ráðherrar í fráfarandi ríkis­ stjórn boðaðir til ríkisráðsfundar á Bessa­ stöð um klukkan 17 .00 þennan sunnudag og klukkan 19 .00 afhenti ég Rögnu Árna­ dóttur, sem verið hafði skrifstofustjóri í dóms­ og kirkjumálaráðuneytinu ráðherra­ tíma minn þar frá 2003, lyklana að ráðuneytinu og ráðherraskrifstofunni, en Ragna var valin annar utanþingsmanna í ríkisstjórnina . Hinn var Gylfi Magnússon úr hagfræðideild Háskóla Íslands . II . Okkur sjálfstæðismönnum kom í opna skjöldu, þegar Ingibjörg Sólrún sagði í útvarpsþætti laugardaginn 13 . desember, að leiðir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kynni að skilja í ríkisstjórn, ef sjálfstæðis­ menn tækju ekki upp nýja Evrópustefnu á landsfundi sínum, sem þá hafði verið boðaður 29 . janúar 2009 . Hún sagði flokka með ólíka stefnu í peningamálum ekki geta starfað saman . Sjálfstæðisflokkurinn hafði ákveðið hinn 14 . nóvember 2008, þegar landsfundi flokks­ ins var flýtt og hann boðaður í lok janúar 2009, að taka Evrópumálin til sérstakrar skoðunar og ákvörðunar á landsfundinum og var því í miðju umræðuferli, þegar Ingibjörg Sólrún setti flokknum þessa kosti . Atburðarás innan Sjálfstæðisflokksins tók óvænta stefnu föstudaginn 23 . janúar 2009, þegar miðstjórn og þingflokkur sjálf stæðismanna komu saman í hádegi til að ræða væntanlegan landsfund . Geir H . Haarde gerði grein fyrir því, að staðan í stjórnmálum væri á þann veg, að hann teldi öll rök hníga að því að boða til kosninga annan laugardag í maí, hinn venjulega kjör­ dag hin síðari ár, að þessu sinni 9 . maí . Í ljósi þessa væri skynsamlegt að fresta landsfundi flokksins til síðustu helgarinnar í mars . Fyrir utan þessi stjórnmálarök væri annað persónulegra, sem mælti með frestun landsfundarins, það er að hann hefði þriðjudaginn 20 . janúar greinst með krabbamein í vélinda og yrði að ganga undir aðgerð erlendis um aðra helgi, það er fyrirhugaða landsfundarhelgi . Þetta hefði komið í ljós við reglulega skoðun lækna . Hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundinum . Sama dag og Geir skýrði miðstjórn sinni og þingflokki frá þessu, sneri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heim frá Stokkhólmi, þar sem hún hafði verið til lækninga vegna heilaæxlis . Sunnudaginn 25 . febrúar gengu þau Ingi björg Sólrún og Össur Skarphéðins ­ son fyr ir hönd Samfylkingarinnar á fund þeirra Geirs og Þorgerðar Katrínar Gunnars dóttur, varaformanns Sjálf stæðis­ flokks ins, á heimili Geirs . Var rætt um stjórnarsamstarfið og það, sem þau Össur nefndu „verkstjórn“ í ríkisstjórninni, það er forsætisráð herra em bættið, en Sam fylk­ ing in vildi, að Geir léti af verkstjórninni . Hann bauðst til að víkja og Þorgerður Katrín tæki við embætti forsætis ráðherra . Það vildu þau Ingibjörg Sólrún og Össur ekki en létu að því liggja, að einhver utan þings yrði kallaður til að leiða ríkisstjórnina . Sjónvarpsmenn sátu um heimili Geirs þennan dag og fluttu fréttir af manna ferð­ um . Var sýnt þegar Össur leiddi Ingibjörgu Sól rúnu á brott eftir fyrri fund þeirra, en þau hittu Geir og Þorgerði Katrínu tvisvar þennan dag . Engum, sem fylgdist með þessum fréttum, gat dulist, að Ingibjörg Sólrún glímdi við erfið veikindi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.