Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 84
82 Þjóðmál VOR 2009 áhrif Evrópusambandsaðildar á efnahag landsmanna . Ég held að umræða um Evrópusambands­ mál haldi áfram að vera óttalegur vaðall meðan deilt er um hvort aðild töfri burt hagstjórnarvanda . Það þarf að ræða önnur rök með og á móti aðild heldur en þau efnahagslegu og sú rökræða þarf að horfa til miklu lengri tíma en líklegt er að núverandi kreppa standi . Einn mikilvægasti kosturinn við greina­ safn Björns er einmitt að hann skoðar málin í tals vert víðara samhengi en þeir gera sem aðeins hugsa um núverandi stöðu efnahagsmála . Skrif af þessu tagi eru að mínu viti vel til þess fallin að koma umræðunni upp úr hjólförum innihalds lausra slagorða um lausn á efnahagsvanda . Hvað er Íslandi fyrir bestu? er því þarft rit og tímabært . Stigi Wittgensteins Logi Gunnarsson: Stigi Wittgensteins, Elmar Geir Unnsteinsson og Viðar Þorsteinsson þýddu, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005, 112 bls . Eftir Ásgeir Jóhannesson Ekki er á allra vitorði að einn áhrifamesti hugsuður síðari tíma, austurríski heim spekingurinn Ludwig Wittgenstein, steig á land í Reykjavík árið 1912, þá 23 ára að aldri . Erindi hans var þó ekki að kynna hugmyndir sínar fyrir afskekktri þjóð, heldur að ferðast um landið og njóta nátt úrunnar . Hann fór meðal annars í tíu daga hestaferð um hálendið, sem hefur ef til vill veitt honum innblástur . Alltént trúði Wittgenstein því fljótlega upp úr þessu að óbeisluð náttúran fóstraði best hugmynda­ líf hans . Hann reisti sér því afskekktan kofa á norð urslóðum, nánar tiltekið í Noregi . Honum þótti sjóferðin til Íslands erfið, sem skýrir kannski staðarvalið . Tveimur árum eftir Íslandsferð Wittgen­ steins urðu þáttaskil í lífi hans . Fyrri heims­ styrjöldin braust út . Hann bauð sig fram til þjónustu í austurríska hernum og vann frækil eg afrek á vígvellinum . Hörmungar stríðsins léku Wittgenstein hins vegar grátt og skildu eftir varanleg ummerki í sálarlífi hans . En mitt í blóðbaðinu páraði hann stundum nokkrar línur í rissbók sem hann hafði meðferðis og þegar hann var tekinn til fanga gafst honum næði til að ljúka við uppkast að sinni fyrstu bók . Hún kom þó ekki út fyrr en rúmum þremur árum eftir lok stríðsins, undir nafninu Tractatus Logico­Philosophicus. Sennilega hafa fleiri bækur verið skrifaðar um heimspeki Wittgensteins en nokkurs annars 20 . aldar heimspekings og verk hans hafa verið túlkuð á afar margvíslegan hátt . Það er engu líkara en að hinir ólíkustu menn sjái að einhverju leyti sjálfa sig í hugmynd um hans . Í því ljósi má nefna að Wittgenstein sjálfur skrifaði eitt sinn hjá sér, að hann leitaðist við að gegna einungis hlutverki spegils, það er að segja, að lesandi verka hans sæi í þeim sína eigin afmynduðu hugsun og gæti þannig komið skikki á hana . Á meðal athyglisverðra bóka um heim­ speki Wittgensteins, sem komið hafa út á undanförn um árum, er ein eftir íslenskan höfund, bókin Stigi Wittgensteins eftir Loga Gunnarsson . Hún kom upphaflega út á þýsku um aldamótin undir nafninu Wittg­ en steins Leiter: Betrachtungen zum Tractatus, en var laglega þýdd á hið ástkæra yl hýra af Elmari Geir Unnsteinssyni og Við ari Þorsteinssyni, og gefin út af Heimspeki­ stofnun og Háskólaútgáfunni um miðjan þennan áratug . Logi er fæddur árið 1963 í Reykjavík . Hann lauk BA gráðu í heimspeki frá Há­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.