Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 85
 Þjóðmál VOR 2009 83 skóla Íslands, mastersgráðu í sama fagi frá háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum og loks doktors gráðu þaðan 1995 . Að auki nam hann í Frankfurt og München í Þýskalandi, en þar í landi kennir hann einmitt um þessar mundir – nánar tiltekið í Dortmund, þar sem hann hefur gegnt stöðu prófessors frá 2006 . Umfjöllunarefni Stiga Wittgensteins er einmitt Tractatus Logico­Philosoph icus, sem var raunar eina bók Wittgen steins sem kom út á meðan hann var á lífi. Eftir andlát hans árið 1951 hafa hins vegar allmargar bækur eftir hann verið gefnar út, þar á meðal Rannsóknir í heim speki (e . Philosophical Investigations), sem að margra mati er þess eðlis, að heimspekin sem fræðigrein verður aldrei söm . Sumir telja að fyrri og síðari heimspeki Wittgensteins lýsi tveimur gerólíkum sjónarhornum og samkvæmt því er oft rætt um höfund Tractatusar sem fyrri Wittgenstein . Aðrir hafna hins vegar því að skörp skil séu í heim speki hans og líta fremur á síðari skrif hans sem eðlilegt framhald af hans fyrstu bók . Logi skrifar Stiga Wittgensteins ekki í eigin nafni, ef svo má segja, heldur saman stendur bók in af rit smíð um tveggja skáldaðra per­ sóna, frænd anna Jóhann esar Philologusar og Jó hann esar Commentariusar . Valið á Jó­ hann esar­nafn inu kallast á við framsetning­ ar aðferð Dan ans Sørens Kierkegaards, sem notaðist til dæmis við nöfnin Jóhannes de Silentio og Jóhannes Climacus í útgáfu á bókum sínum . Philologus viðskeytið vísar til þess að viðkomandi Jóhannes er texta­ fræð ing ur, en Commentarius­viðskeytið lýsir þeim Jóhannesi sem ritskýranda . Í yfirlýsingu í upphafi bókarinnar leggur Logi áherslu á að skoðanir hinna skálduðu frænda endurspegli ekki hans eigin sjónar­ mið (bls . 7): „Ég er jafn langt frá því að vera Jóhannes Comm ent arius og að vera Jóhannes Philologus . Ekkert einasta orð í riti Philologusar eða skrif um Comm entariusar er mitt . Ég kem fram sem ‘höfund ur’ þessarar bókar einungis vegna þeirra form­ krafna sem gilda um birtingu á opinberum vettvangi .“ Af þessum sökum má segja að bókin sé á mörkum þess að vera fræðirit annars vegar og heimspekileg skáldsaga hins vegar . Rétt eins og á við um heimspeki­ leg ar skáldsögur setur Logi ekki beinlínis fram eigin kenningu, heldur reynir hann óbeint að koma einhverju sjónarmiði á framfæri í gegnum skáldaðar persónur bók­ a r innar . Tilgangur höfundarins er þannig að miðla ein hverju til les­ andans með því að sýna fram á það, frekar en að segja það berum orðum . Ástæða þess að heimspekingur notar slíka aðferð, kann að vera sú skoðun hans að ekki sé mögulegt að tjá viðkomandi hugsun með beinum hætti . Eftir yfirlýsingu Loga kemur forspjall Jóhann es ar Commentariusar, þar sem hann segist hafa fund ið ritgerðina „Rannsókn á tveimur textabrotum“ í tölvu sem hann erfði eftir Jóhannes Philologus . Ritgerðin reynist vera rannsókn á fyrstu fjórum efnisgreinunum í formála Tractatusar og tveimur síðustu tölusettu greinum bókarinnar, án þess að Jóhannes heit inn virðist hafa vitað að um væri að ræða texta brot úr bók Wittgensteins . Skipta má Tractatusi í ramma og meginmál og viðkomandi textabrot eru rammi verksins . Ritskýrandanum fannst rannsóknin athyglisverð, sérstaklega í ljósi þess aðferðarlega forskots að geta túlkað rammann án þess að hengja sig í meginmálið eins og flestir túlkendur hafa freistast til að gera . Hann ákvað því að birta ritgerð hins látna textafræðings með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.