Þjóðmál - 01.03.2009, Page 85

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 85
 Þjóðmál VOR 2009 83 skóla Íslands, mastersgráðu í sama fagi frá háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum og loks doktors gráðu þaðan 1995 . Að auki nam hann í Frankfurt og München í Þýskalandi, en þar í landi kennir hann einmitt um þessar mundir – nánar tiltekið í Dortmund, þar sem hann hefur gegnt stöðu prófessors frá 2006 . Umfjöllunarefni Stiga Wittgensteins er einmitt Tractatus Logico­Philosoph icus, sem var raunar eina bók Wittgen steins sem kom út á meðan hann var á lífi. Eftir andlát hans árið 1951 hafa hins vegar allmargar bækur eftir hann verið gefnar út, þar á meðal Rannsóknir í heim speki (e . Philosophical Investigations), sem að margra mati er þess eðlis, að heimspekin sem fræðigrein verður aldrei söm . Sumir telja að fyrri og síðari heimspeki Wittgensteins lýsi tveimur gerólíkum sjónarhornum og samkvæmt því er oft rætt um höfund Tractatusar sem fyrri Wittgenstein . Aðrir hafna hins vegar því að skörp skil séu í heim speki hans og líta fremur á síðari skrif hans sem eðlilegt framhald af hans fyrstu bók . Logi skrifar Stiga Wittgensteins ekki í eigin nafni, ef svo má segja, heldur saman stendur bók in af rit smíð um tveggja skáldaðra per­ sóna, frænd anna Jóhann esar Philologusar og Jó hann esar Commentariusar . Valið á Jó­ hann esar­nafn inu kallast á við framsetning­ ar aðferð Dan ans Sørens Kierkegaards, sem notaðist til dæmis við nöfnin Jóhannes de Silentio og Jóhannes Climacus í útgáfu á bókum sínum . Philologus viðskeytið vísar til þess að viðkomandi Jóhannes er texta­ fræð ing ur, en Commentarius­viðskeytið lýsir þeim Jóhannesi sem ritskýranda . Í yfirlýsingu í upphafi bókarinnar leggur Logi áherslu á að skoðanir hinna skálduðu frænda endurspegli ekki hans eigin sjónar­ mið (bls . 7): „Ég er jafn langt frá því að vera Jóhannes Comm ent arius og að vera Jóhannes Philologus . Ekkert einasta orð í riti Philologusar eða skrif um Comm entariusar er mitt . Ég kem fram sem ‘höfund ur’ þessarar bókar einungis vegna þeirra form­ krafna sem gilda um birtingu á opinberum vettvangi .“ Af þessum sökum má segja að bókin sé á mörkum þess að vera fræðirit annars vegar og heimspekileg skáldsaga hins vegar . Rétt eins og á við um heimspeki­ leg ar skáldsögur setur Logi ekki beinlínis fram eigin kenningu, heldur reynir hann óbeint að koma einhverju sjónarmiði á framfæri í gegnum skáldaðar persónur bók­ a r innar . Tilgangur höfundarins er þannig að miðla ein hverju til les­ andans með því að sýna fram á það, frekar en að segja það berum orðum . Ástæða þess að heimspekingur notar slíka aðferð, kann að vera sú skoðun hans að ekki sé mögulegt að tjá viðkomandi hugsun með beinum hætti . Eftir yfirlýsingu Loga kemur forspjall Jóhann es ar Commentariusar, þar sem hann segist hafa fund ið ritgerðina „Rannsókn á tveimur textabrotum“ í tölvu sem hann erfði eftir Jóhannes Philologus . Ritgerðin reynist vera rannsókn á fyrstu fjórum efnisgreinunum í formála Tractatusar og tveimur síðustu tölusettu greinum bókarinnar, án þess að Jóhannes heit inn virðist hafa vitað að um væri að ræða texta brot úr bók Wittgensteins . Skipta má Tractatusi í ramma og meginmál og viðkomandi textabrot eru rammi verksins . Ritskýrandanum fannst rannsóknin athyglisverð, sérstaklega í ljósi þess aðferðarlega forskots að geta túlkað rammann án þess að hengja sig í meginmálið eins og flestir túlkendur hafa freistast til að gera . Hann ákvað því að birta ritgerð hins látna textafræðings með

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.