Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál VOR 2009 óeðlilegt nema fyrir þá sök að á þeim tíma var Þorsteinn M . stjórnarformaður Glitnis, eins af helstu samkeppnisaðilum Landsbank ans . Þessi staðreynd gefur til kynna að tengslin milli stóru viðskiptabankanna þriggja í gegnum félög af ýmsum toga, hafi verið orðin óeðlilega mikil og þar með veikt íslenskt fjármálakerfi sem byggði meira og minna á viðskiptabönkunum tveimur . Ýmsir trúðu því á tímabili að stjórnendur og helstu eigendur FL Group væru töfra­ menn á sviði fjárfestinga og var Hannes Smárason m .a . valinn maður ársins af Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins . Síðustu árin hefur rekstur félagsins hins vegar sýnt að þar virðast illa ígrundaðar ákvarðanir hafa verið teknar trekk í trekk og áætlanir sjaldnast staðist . Gengur höfundur bókarinnar svo langt að fullyrða að engin fjárfesting fyrirtækisins hafi skilað hagnaði frá árinu 2005 að undanskildum kaupum á hlutabréfum í breska lágfargjaldaflugfé­ laginu EasyJet . Hið mikla tap fyrirtækisins og þverrandi trú á snilligáfu forstjórans olli því að leitað var nýrra leiða til þess að auka hróður félagsins . Þannig stóðu áætlanir til þess að koma til leiðar sameiningu fyrirtækisins Geysis Green Energy og REI, en fyrrnefnda félagið var að stórum hluta í eigu FL Group . Voru miklir spádómar uppi um að sameinað félag gæti margfaldast í verði og þar með orðið mikil gullnáma fyrir eigendur . Svo fór að gríðarlegar deilur risu um sameininguna og meirihlutasamstarf Sjálf stæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar stjórn sprakk vegna þess . Ekkert varð af sameiningu félaganna og við það má segja að veldi Hannesar Smárasonar hafi riðað til falls . Hann lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins hinn 4 . desember 2007 . Þegar rekstrarafkoma ársins 2007 var opinberuð rak marga í rogastans . Félagið hafði á einu ári tapað tæpum 80 milljörðum fyrir skatta og þá urðu margir hissa þegar í ljós kom að rekstrarkostnaður félagsins á sama tíma hafði farið með himinskautum og reyndist rúmar sex þúsund milljónir . Enn þann dag í dag virðist margt á huldu um hvað bjó að baki hinum gríðarlega rekstrarkostnaði og fróðlegt verður að sjá hvort það kemur nokkru sinni í ljós hvað olli honum . Eitt er víst, að þó völlurinn hafi verið mikill á stjórnendum fyrirtækisins á flestum sviðum, þá geta þeir lifnaðarhættir vart skýrt hinn mikla kostnað . Nú þegar hrunið er að mestu um garð gengið hafa menn með gagnrýnni hætti en áður horft til þeirra fyrirtækja sem tengdust bönkunum þremur með beinum og óbein um hætti . Bók Óla Björns sýnir svo ekki verður um villst að mikilvægt verður að fara nánar ofan í saumana á framgöngu þeirra manna sem hvað harðast gengu fram í íslensku viðskiptalífi á síðustu árum . Í raun má segja að bókin varpi fram þeirri áleitnu spurningu hvort heil brú hafi verið í því sem þar átti sér stað í miklum meginatriðum . Í niðurlagi bókarinnar segir Óli Björn: „Saga FL Group – Stoða – er dapur legur vitnisburður um framgöngu íslenskra auðjöfra á undanförnum árum, áfellis­ dómur yfir sinnulausum almennum hluthöfum, varpar ljósi á dómgreindarleysi greiningardeilda bankanna og sýnir vel hve veikburða íslenskir fjölmiðlar hafa verið gagnvart ráðandi öflum í viðskiptalífinu .“ Óhætt er, eftir lestur Stoðir FL bresta að taka undir þessi orð . Bókin er viðleitni höfundar til þess að varpa ljósi á hluta þeirrar atburðarásar sem olli því að íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir nær óleysanlegum vandamálum . Þakka ber framtak af þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.