Þjóðmál - 01.03.2009, Page 90

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 90
88 Þjóðmál VOR 2009 óeðlilegt nema fyrir þá sök að á þeim tíma var Þorsteinn M . stjórnarformaður Glitnis, eins af helstu samkeppnisaðilum Landsbank ans . Þessi staðreynd gefur til kynna að tengslin milli stóru viðskiptabankanna þriggja í gegnum félög af ýmsum toga, hafi verið orðin óeðlilega mikil og þar með veikt íslenskt fjármálakerfi sem byggði meira og minna á viðskiptabönkunum tveimur . Ýmsir trúðu því á tímabili að stjórnendur og helstu eigendur FL Group væru töfra­ menn á sviði fjárfestinga og var Hannes Smárason m .a . valinn maður ársins af Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins . Síðustu árin hefur rekstur félagsins hins vegar sýnt að þar virðast illa ígrundaðar ákvarðanir hafa verið teknar trekk í trekk og áætlanir sjaldnast staðist . Gengur höfundur bókarinnar svo langt að fullyrða að engin fjárfesting fyrirtækisins hafi skilað hagnaði frá árinu 2005 að undanskildum kaupum á hlutabréfum í breska lágfargjaldaflugfé­ laginu EasyJet . Hið mikla tap fyrirtækisins og þverrandi trú á snilligáfu forstjórans olli því að leitað var nýrra leiða til þess að auka hróður félagsins . Þannig stóðu áætlanir til þess að koma til leiðar sameiningu fyrirtækisins Geysis Green Energy og REI, en fyrrnefnda félagið var að stórum hluta í eigu FL Group . Voru miklir spádómar uppi um að sameinað félag gæti margfaldast í verði og þar með orðið mikil gullnáma fyrir eigendur . Svo fór að gríðarlegar deilur risu um sameininguna og meirihlutasamstarf Sjálf stæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar stjórn sprakk vegna þess . Ekkert varð af sameiningu félaganna og við það má segja að veldi Hannesar Smárasonar hafi riðað til falls . Hann lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins hinn 4 . desember 2007 . Þegar rekstrarafkoma ársins 2007 var opinberuð rak marga í rogastans . Félagið hafði á einu ári tapað tæpum 80 milljörðum fyrir skatta og þá urðu margir hissa þegar í ljós kom að rekstrarkostnaður félagsins á sama tíma hafði farið með himinskautum og reyndist rúmar sex þúsund milljónir . Enn þann dag í dag virðist margt á huldu um hvað bjó að baki hinum gríðarlega rekstrarkostnaði og fróðlegt verður að sjá hvort það kemur nokkru sinni í ljós hvað olli honum . Eitt er víst, að þó völlurinn hafi verið mikill á stjórnendum fyrirtækisins á flestum sviðum, þá geta þeir lifnaðarhættir vart skýrt hinn mikla kostnað . Nú þegar hrunið er að mestu um garð gengið hafa menn með gagnrýnni hætti en áður horft til þeirra fyrirtækja sem tengdust bönkunum þremur með beinum og óbein um hætti . Bók Óla Björns sýnir svo ekki verður um villst að mikilvægt verður að fara nánar ofan í saumana á framgöngu þeirra manna sem hvað harðast gengu fram í íslensku viðskiptalífi á síðustu árum . Í raun má segja að bókin varpi fram þeirri áleitnu spurningu hvort heil brú hafi verið í því sem þar átti sér stað í miklum meginatriðum . Í niðurlagi bókarinnar segir Óli Björn: „Saga FL Group – Stoða – er dapur legur vitnisburður um framgöngu íslenskra auðjöfra á undanförnum árum, áfellis­ dómur yfir sinnulausum almennum hluthöfum, varpar ljósi á dómgreindarleysi greiningardeilda bankanna og sýnir vel hve veikburða íslenskir fjölmiðlar hafa verið gagnvart ráðandi öflum í viðskiptalífinu .“ Óhætt er, eftir lestur Stoðir FL bresta að taka undir þessi orð . Bókin er viðleitni höfundar til þess að varpa ljósi á hluta þeirrar atburðarásar sem olli því að íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir nær óleysanlegum vandamálum . Þakka ber framtak af þessu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.