Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál VOR 2009 Dagskrá hádegisfyrirlestranna hefur verið þverfagleg frá upphafi og hér eru því ekki eingöngu sagnfræðingar sem tala, erindi þeirra eru átta af 14 . Segja má í grófum dráttum að fyrri hluti ritsins fjalli meira um rannsóknir og skilgreiningar á sagnfræði, en síðari hlutinn um miðlunina . Mér finnast öll erindin í ritinu fróðleg, en kannski ekki öll eins auðveld aflestrar . Ég verð t .d . að viðurkenna að grein Árna Daníels Júlíussonar, míns ágæta vinar, er nokkuð tyrfin og talsvert af erlendum hugtakaslettum sem ég átti í mesta baksi með . Eflaust er bara við sjálfa mig að sakast þar og áheyrendur í hádeginu hafa hugsanlega allir verið með á nótunum . Sú hugsun læðist þó oft að mér að það sé alveg mögulegt að klæða flókið umræðuefni í einfaldan búning ef vilji er fyrir hendi . Þetta er ekkert einskorðað við sagnfræðinga, í núverandi starfi mínu sit ég oft bæði fundi og ráðstefnur og verður oft hugsað um ein­ mitt þetta atriði . Ég hef hlustað á fyrir lesara segja frá flóknum viðfangsefnum, sem ég hef ekki hundsvit á, með svo einföldum og skýrum hætti að allir hljóta að skilja það . Á sama hátt hef ég líka hlustað á fyrirlestra þar sem einfaldir hlutir eru gerðir svo flóknir og óspennandi að maður tapar þræði og jafnvel sofnar . Þá finnst mér líka léttleiki og gamansemi vera eitthvað sem er stórkostlega vanmetið oft og tíðum . Þessari gagnrýni er alls ekki beint sérstaklega að áðurnefndum greinarhöfundi . Mér finnst grein Þórarins Eldjárns óneitanlega mesta skemmtilesningin í ritinu . Hún nefnist því forvitnilega nafni „Ljúgverðugleiki“ og fjallar m .a . um mörk skáldskapar og sagnfræði . Það er ekki nóg með að Þórarinn sé snillingur í meðferð tungumálsins, heldur er hugsun hans svo frumleg og skemmtileg . Þá grein las ég tvisvar mér til ánægju og komst að þeirri niðurstöðu að það væri eftirsóknarvert að vera „ljúgverðugur“ karakter . Í áðurnefndri grein Árna Daníels Júlíussonar fjallar hann um klofna sjálfsmynd sagnfræðinnar og átök um empir íska, marxíska eða póstmóderníska sagnfræði . Þótt ég hafi hér að framan verið að kvarta undan tyrfinni efnismeðferð, þá finnst mér þó niðurstaða höfundar nokkuð skýr og skorinorð, að klofningur sé óhjákvæmilegur þar sem forsendur þessara nálgana séu ólíkar . Sigrún Sigurðardóttir er ungur sagnfræðingur sem snemma sýndi að hún nálgaðist fræðin á nýjan og ferskan hátt . Hún fjallar um notkun munnlegra heimilda og þá möguleika sem það gefur, m .a . til að gefa fleiri þjóðfélagshópum rödd en verið hefur til þessa . Grein hennar vakti mig virkilega til umhugsunar, m .a . um það hvernig við nálgumst heimildir . Agnes S . Arnórsdóttir fjallar um íslenska söguhefð, um sögu sveitamenningar sem gæti fengið nýtt líf með notkun munnlegra heimilda og kvenlegs menningararfs . Við lestur á grein Guðmundar Jónssonar rifjuðust upp fyrir mér námsárin í sögunni þegar hann fjallar um pósitífismann, hughyggju og póstmódernisma . Hann útskýrir m .a . mun á flóknum hugtökum eins og hlutlægni og huglægni . Þorsteinn Helgason skrifar um „kanón“ í sagnfræði og sögukennslu . Með „kanón“ á Þorsteinn við það hvað í sögunni ráðamenn vilja draga fram og hvernig á að fjalla um það . Hann rekur m .a . mjög furðulegt og jafnframt svolítið skoplegt dæmi frá Danmörku, þar sem danski menntamálaráðherrann setti fram „sögukanón“ með 28 atriðum sem þar með voru mikilvægust í sögunni . Og þetta var árið 2006! Róbert Haraldsson heimspekingur fjallar um sjónarhorn í sagnfræði, um efasemdir um tungumálið og takmarkanir þess, um sann leiksgildi o .s .frv . Mér fannst þessi grein talsvert flókin, en samt áhugaverð – eins og reyndar allar greinarnar . Þegar ég las grein Sverris Jak obssonar, „Hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.