Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 29
 Þjóðmál VOR 2009 27 vammlaus embættismaður verið hrakinn úr starfi fullkomlega að ósekju . Allt lagt í að knésetja Davíð Sunnudaginn 9 . febrúar sendi Davíð Odds son, formaður bankastjórnar Seðla­ bankans, bréf til Jóhönnu þar sem hann gagnrýndi málsmeðferð forsætisráðherra og sagði lög sem tryggja ættu sjálfstæði bankans og forða pólitískri aðför að bankanum hafa verið þverbrotin . Bréf sitt endaði Davíð á að segja að hann hefði aldrei hlaupist frá neinu verki sem hann hefði tekið að sér og myndi ekki heldur gera það nú . Jóhanna Sigurðardóttir sendi frá sér tilkynningu þá um kvöldið þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu Davíðs . „Greinilegt er að bankastjórinn er ósam­ mála því mati ríkisstjórnarinnar að manna­ breytingar í Seðlabankanum nú, séu til þess fallnar að auka traust og trúverðugleika bankans,“ sagði í yfirlýsingu Jóhönnu . „Það er hans afstaða og verður hann að taka ábyrgð á henni .“ Þá kom jafnframt fram í tilkynningunni að forsætisráðherra myndi að öðru leyti ekki bregðast við einstökum atriðum sem fram komu í bréfi Davíðs en það vakti furðu því Jóhanna hafði nánast ekki talað um annað í fjölmiðlum alla þá viku . Þá lagði hún loks áherslu á að Seðlabankafrumvarpið fengi „eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og unnt er“ eins og það var orðað í tilkynningunni . Mánudaginn 23 . febrúar gerðust þau tíðindi að Höskuldur Þórhallsson, þing­ maður Framsóknarflokksins, kom í veg fyrir að seðlabankafrumvarpið svokallaða yrði afgreitt úr viðskiptanefnd Alþingis þegar hann myndaði meirihluta með sjálfstæðis­ mönnum í nefndinni . Höskuldur kaus að bíða eftir skýrslu frá Evrópusambandinu, sem von var á tveimur dögum síðar, og vogaði sér að kjósa ekki eftir fyrirmælum Samfylkingarinnar og VG . Allt bendir til þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafi gleymt því um stund að þeir eru saman í minnihlutastjórn sem Framsóknar­ flokkurinn hefur kosið að verja falli á Al­ þingi . Ríkisstjórnarflokkarnir virðast þó al mennt ganga út frá því að Framsóknar­ flokkur inn hlýði þeim í einu og öllu . Það kom öllum í opna skjöldu að þessi framsóknarþingmaður skyldi láta sann­ fær ingu sína ráða og lúta ekki vilja fram­ kvæmda valdsins í þesu máli . Skapaðist mik il ringul reið í stjórnarherbúðum . Allt þing hald var slegið af þann daginn . Ekki virtist liggja neitt á öðrum málum hjá þeirri ríkis stjórn sem ætlaði að láta verkin tala . Ráðherrar minnihlutastjórnarinnar leyndu ekki reiði sinni í fjölmiðlum . Með dyggri aðstoð fréttamanna Ríkis útvarps ins voru búnar til hinar ýmsu sam særis kenn­ ingar, sem allar snerust um allt annað en að þing mað urinn hefði einfaldlega viljað skoða málið betur og bíða eftir skýrslu Evrópu­ sam bandsins . Þessi galna hugmynd þingmannsins um að hlýða ekki fyrirmælum setti málið sem fyrr segir í uppnám enda búið að flytja Norðmanninn Svein Harald Øygard til landsins til að taka við Seðlabankanum . Minnihlutastjórnin var svo viss um að Alþingi myndi hlýða henni umbúðalaust . Eftir að ráðherrar og fréttamenn RÚV höfðu úthúðað þingmanninum tóku hótanirnar við . Þessar hótanir lýstu sér best í ummælum Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ og iðnaðarráðherra, í samtali við mbl .is 24 . febrúar . Össur sagði Höskuld vera kominn út í „mikla hættuför“ . Það verður gaman að rifja þetta allt saman upp næst þegar vinstri flokkarnir fara að þenja sig um sjálfsstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu . Svo fór þó að lokum að Framsóknar­ flokk urinn lét undan þrýstingnum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.