Þjóðmál - 01.03.2009, Page 29

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 29
 Þjóðmál VOR 2009 27 vammlaus embættismaður verið hrakinn úr starfi fullkomlega að ósekju . Allt lagt í að knésetja Davíð Sunnudaginn 9 . febrúar sendi Davíð Odds son, formaður bankastjórnar Seðla­ bankans, bréf til Jóhönnu þar sem hann gagnrýndi málsmeðferð forsætisráðherra og sagði lög sem tryggja ættu sjálfstæði bankans og forða pólitískri aðför að bankanum hafa verið þverbrotin . Bréf sitt endaði Davíð á að segja að hann hefði aldrei hlaupist frá neinu verki sem hann hefði tekið að sér og myndi ekki heldur gera það nú . Jóhanna Sigurðardóttir sendi frá sér tilkynningu þá um kvöldið þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu Davíðs . „Greinilegt er að bankastjórinn er ósam­ mála því mati ríkisstjórnarinnar að manna­ breytingar í Seðlabankanum nú, séu til þess fallnar að auka traust og trúverðugleika bankans,“ sagði í yfirlýsingu Jóhönnu . „Það er hans afstaða og verður hann að taka ábyrgð á henni .“ Þá kom jafnframt fram í tilkynningunni að forsætisráðherra myndi að öðru leyti ekki bregðast við einstökum atriðum sem fram komu í bréfi Davíðs en það vakti furðu því Jóhanna hafði nánast ekki talað um annað í fjölmiðlum alla þá viku . Þá lagði hún loks áherslu á að Seðlabankafrumvarpið fengi „eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og unnt er“ eins og það var orðað í tilkynningunni . Mánudaginn 23 . febrúar gerðust þau tíðindi að Höskuldur Þórhallsson, þing­ maður Framsóknarflokksins, kom í veg fyrir að seðlabankafrumvarpið svokallaða yrði afgreitt úr viðskiptanefnd Alþingis þegar hann myndaði meirihluta með sjálfstæðis­ mönnum í nefndinni . Höskuldur kaus að bíða eftir skýrslu frá Evrópusambandinu, sem von var á tveimur dögum síðar, og vogaði sér að kjósa ekki eftir fyrirmælum Samfylkingarinnar og VG . Allt bendir til þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafi gleymt því um stund að þeir eru saman í minnihlutastjórn sem Framsóknar­ flokkurinn hefur kosið að verja falli á Al­ þingi . Ríkisstjórnarflokkarnir virðast þó al mennt ganga út frá því að Framsóknar­ flokkur inn hlýði þeim í einu og öllu . Það kom öllum í opna skjöldu að þessi framsóknarþingmaður skyldi láta sann­ fær ingu sína ráða og lúta ekki vilja fram­ kvæmda valdsins í þesu máli . Skapaðist mik il ringul reið í stjórnarherbúðum . Allt þing hald var slegið af þann daginn . Ekki virtist liggja neitt á öðrum málum hjá þeirri ríkis stjórn sem ætlaði að láta verkin tala . Ráðherrar minnihlutastjórnarinnar leyndu ekki reiði sinni í fjölmiðlum . Með dyggri aðstoð fréttamanna Ríkis útvarps ins voru búnar til hinar ýmsu sam særis kenn­ ingar, sem allar snerust um allt annað en að þing mað urinn hefði einfaldlega viljað skoða málið betur og bíða eftir skýrslu Evrópu­ sam bandsins . Þessi galna hugmynd þingmannsins um að hlýða ekki fyrirmælum setti málið sem fyrr segir í uppnám enda búið að flytja Norðmanninn Svein Harald Øygard til landsins til að taka við Seðlabankanum . Minnihlutastjórnin var svo viss um að Alþingi myndi hlýða henni umbúðalaust . Eftir að ráðherrar og fréttamenn RÚV höfðu úthúðað þingmanninum tóku hótanirnar við . Þessar hótanir lýstu sér best í ummælum Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ og iðnaðarráðherra, í samtali við mbl .is 24 . febrúar . Össur sagði Höskuld vera kominn út í „mikla hættuför“ . Það verður gaman að rifja þetta allt saman upp næst þegar vinstri flokkarnir fara að þenja sig um sjálfsstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu . Svo fór þó að lokum að Framsóknar­ flokk urinn lét undan þrýstingnum og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.