Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 5 Þetta gefur tilefni til að velta vöngum yfir hvernig heilbrigðiskerfið muni líta út eftir 10 til 20 ár. Ljóst er að atvinnutækifærum hjúkrunarfræðinga er að fækka á opinberum sjúkrahúsum. Kreppan hefur hraðað þessu ferli en alveg óháð kreppunni er tími sjúkrahússins, eins og hjúkrunarfræðingar hafa þekkt það á síðustu öld, á þrotum. Florence Nightingale hélt að sjúkrahúsið sem skipulagsform myndi hverfa á 20. öld en þróunin í heilbrigðiskerfinu hefur gengið eitthvað hægar en hún gerði ráð fyrir. Nú fara sjúklingar heim eftir einn eða tvo sólarhringa, jafnvel eftir flóknar skurðaðgerðir, og greining, meðferð og umönnun fara æ oftar fram á göngudeild eða á heimili sjúklingsins. Hugsanlega mun fólk ekki leggjast inn á sjúkrahús framtíðarinnar nema þörf sé fyrir gjörgæslu. Önnur starfsemi fer fram annars staðar. Tímabil sjúkrahúsanna í sögu heilbrigðisþjónustunnar verður því einungis nokkrar aldir. Það er ekki langt síðan fólk fór bara á sjúkrahús í ýtrustu neyð og þannig mun það verða aftur. Hjúkrunarfræðinemar hafa tekið eftir þessu og farið að hugsa sinn gang. Síðastliðin tvö ár hafa nemar í hjúkrunarfræðideild HÍ kynnt sér hvaða störfum hjúkrunarfræðingar geta sinnt utan hinna hefðbundnu deilda sjúkrahúsanna. Afraksturinn, í formi opinberrar kynningar, er glæsilegur eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. En hvar munu þá hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar starfa? Flestir munu eflaust starfa við heimahjúkrun, við heilsugæslu, á móttökum ýmiss konar og við forvarnir, eins og reyndar flestir hjúkrunarkonur gerðu fyrir síðustu öld. Hins vegar verða störfin talsvert sérhæfðari en þau voru þá. Það má spyrja sig hvort menntun og endurmenntun hjúkrunarfræðinga búi hjúkrunarfræðinga undir þessi framtíðarstörf eða hvort takmark námsins sé legu- deildarhjúkrunarfræðingurinn. Það er annarra að svara því, gjarnan með umræðu- og fræðslugreinum í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir Ljósmyndir: Christer Magnusson, Jóhannes Long, Sigurður Bogi Sævarsson, Þorsteinn Jónsson o.fl. Próförk og yfirlestur: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið ENDALOK SJÚKRAHÚSSINS Nýlega heyrðist í fréttum að starfs- mönnum Landspítala hefði fækkað um 600 á nokkrum árum. Verið er að sam- eina Landspítala og St. Jósefspítala í Hafnarfirði og er eflaust gert ráð fyrir að starfsmönnum fækki í kjölfarið. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.