Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 20116 Þorsteinn Jónsson, Orri Jökulsson og Ásgeir Valur Snorrason, thorsj@hi.is HERMINÁM Í HEILBRIGÐISVÍSINDUM – GAGN EÐA BARA GAMAN? Tölvustýrðir sýndarsjúklingar eru enn fáir en þeim á eflaust eftir að fjölga. Þeir geta nú líkt vel eftir raunverulegum aðstæðum og koma að hluta til í staðinn fyrir klínískt nám. Að mörgu leyti henta þeir betur til kennslu en raunverulegir sjúklingar en eru dýrir í innkaupum og rekstri. Hér verður sagt frá því hvernig hægt er að nota sýndarsjúklinga við herminám. Framfarir á sviði heilbrigðisvísinda hafa orðið til þess að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks verður sífellt flóknara. Fræðileg þekking og klínísk færni eru undirstöður faglegrar hæfni heilbrigðisstarfsfólks. Algengt kennslufyrirkomulag í heilbrigðisvísindum er á þann veg að nemendur öðlast fræðilega þekkingu með lestri námsbóka og með því að sækja fyrirlestra. Samhliða er stuðst við verknám á heilbrigðisstofnunum til þess að veita nauðsynlega þjálfun á klínískum þáttum sem ekki er hægt að öðlast í kennslustofu. Í ljósi færri verknámstækifæra og aukinnar áherslu á öryggi sjúklinga er í meira mæli litið til hátæknihermináms til að brúa bilið á milli fræðilegrar þekkingar og verklegrar færni og stuðla þannig betur að faglegri hæfni nemenda. Nýverið festi hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands kaup á fullkomnum tölvustýrðum sýndarsjúklingi sem kallaður er Hermann. Í þessari grein verður tæpt á helstu þáttum er snúa að herminámi í heilbrigðisvísindum. Hvað er herminám? Herminám (e. simulation) merkir í víðasta skilningi eftirlíking af raunverulegum hlut, ástandi eða aðstæðum (Issenberg o.fl., 2005). Ekki liggur fyrir samræmd skilgreining á herminámi á sviði heilbrigðisvísinda. Herminám hefur verið skilgreint sem aðferð en ekki tækni sem ætlað er að koma í staðinn fyrir raunverulega reynslu sem líkir eftir grundvallaratriðum raunverulegra aðstæðna. Hátækniherminám vísar til notkunar á tölvustýrðum sýndarsjúklingum við sviðsettar klínískar aðstæður sem er stjórnað af leiðbeinanda og er í auknum mæli notað við kennslu heilbrigðisvísindanema Þorsteinn Jónsson er hjúkrunarfræðingur, MS, á Landspítala og aðjunkt í bráða- og gjörgæslu- hjúkrun við HÍ. og heilbrigðisstarfsfólks (Alinier o.fl., 2006; Feingold, o.fl., 2004; Henneman og Cunningham, 2005). Sýndarsjúklingar hafa þróast hratt og veita sífellt meiri möguleika á að skapa tilfelli sem líkjast sem mest raunverulegum tilvikum. Með sýndarsjúklingum má veita víðtæka þjálfun á mörgum sviðum, svo sem teymisþjálfun, móttöku sjúklinga eftir eiturefnaslys eða í stjórnun ýmissa tækja á borð við öndunarvélar. Þá er hægt að nota sýndarsjúklinga til að þjálfa sértæka verklega færni, svo sem loftvegameðferð og meðferð sára svo eitthvað sé nefnt. Aukna áherslu á hátækniherminám sem kennsluaðferð í heilbrigðisvísinum má rekja til tveggja þátta. Í fyrsta lagi hefur áhersla á öryggi sjúklinga aukist í kjölfar þess að heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna áætlaði að 98.000 dauðsföll yrðu árlega innan bandaríska heilbrigðiskerfisins vegna fyrirbyggjanlegra mannlegra mistaka (Institute of Medicine, 2000). Í öðru lagi eru uppi breyttar aðstæður og áherslur í verknámi nemenda í heilbrigðisvísindum vegna færri námstækifæra á klínískum vettvangi (National League for Nursing, 2005). Þar að auki eru sjúklingar á heilbrigðisstofnunum sífellt veikari og flóknari meðferðarúrræði notuð. Þetta hefur orðið til þess að tækifærum nemenda til að öðlast klíníska reynslu hefur fækkað. Litið hefur verið til hátæknihermináms sem hugsanlegrar lausnar á þessum málum. Tölvustýrðir sýndarsjúklingar Fyrsti tölvustýrði sýndarsjúklingurinn leit dagsins ljós undir lok sjöunda Orri Jökulsson er hjúkrunarfræðingur, BS, á Landspítala. Ásgeir Valur Snorrason er svæfinga hjúkrunar- fræðingur, MS, á Landspítala.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.