Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201112
Arndís Björk Huldudóttir og Sigurður Bogi Sævarsson, arndishuldu@gmail.com
„Og er það ekki svo að allt sem maður gefur frá sér fær maður til baka?“ segir Erla Björk Sverrisdóttir.
„ÞAÐ ER GOTT AÐ GEFA“
Heima er best veitir fjölbreytta aðstoð við
aldraða, fatlaða eða sjúka einstaklinga
til að búa heima og er þjónustan á
forsendum hvers skjólstæðings um sig.
Er þá kostað kapps að styðja við þarfir
og óskir einstaklingsins.
Hjúkrunin kom upp í hendurnar á
mér
Lengi man til lítilla stunda, eins og sagt
er. Erla er gömul handboltakempa og
þá lá beint við að verða íþróttakennari,
eins og hún ætlaði sér. „Það var hins
vegar einn daginn að hjúkrunin kom
bókstaflega upp í hendurnar á mér. Mér
var rétt umsóknareyðublað og ég sló til.
Ég hef aldrei séð eftir því að hafa tekið
hjúkrun fram yfir íþróttakennslu,“ segir
Erla.
Eftir útskrift frá Nýja hjúkrunarskólanum
1978 starfaði Erla bæði við heilsuvernd
og á sjúkrahúsi og flutti til Færeyja 1980.
„Það kom til þannig að sambýlismanni
mínum þá bauðst staða sem þjálfari hjá
fótboltaliði og ég þjálfaði handboltaliðið.
Sá tími, sem við vorum í Færeyjum, var
góður og er ljúfur í minningunni. Það
kom mér til dæmis á óvart hvað ég
var fljót að ná tungumálinu,“ segir Erla
en hún vann á hjúkrunarheimilinu Ellis-
og avlamisheimid í Sandavogi og segir
aðstæður þar hafi verið þá svipaðar og
gerðust heima.
„Það sem stendur upp úr er hve vinalegir
Færeyingar eru. Þarna var góður starfs-
andi og ofsalega gaman að vera.“
Erla Björk Sverrisdóttir á sem hjúkrunar fræðingur fjöl þættan feril að baki. Hún
hefur starfað á flestum sviðum innan spítalanna, til dæmis við öldrunarhjúkrun,
geð hjúkrun og bráðahjúkrun, og hún hefur einnig mikla reynslu af stjórnun.
Nú starfar hún sem þjónustustjóri hjá Heima er best, dótturfyrirtæki Öryggis-
miðstöðvarinnar.
Góður tími í Svíþjóð
Erla starfaði síðan um tíma á sjúkrahúsum
hér heima, bæði á Borgarspítalanum,
Akureyri og á Landakoti, uns fjölskyldan
fluttist til Lundar í Svíþjóð.
„Við bjuggum í Södra Sandby, smábæ
fyrir utan Lund og áttum þar góða
nágranna sem við erum enn í tengslum
við. Börnin þrjú eignuðust líka góða
vini sem þau halda enn tryggð við. Mér
fannst það aldrei vera svo að tengslin við
Ísland væru að rofna. Þarna voru mjög
margir Íslendingar, flestir í námi og fólk
talaði almennt um það að eftir fjögur til
fimm ár þá þyrfti að spá alvarlega í það
hvort maður ætlaði að fara heim aftur
eða setjast að. Ísland togaði alltaf þó það
færi ofsalega vel um okkur enda vorum
við helmingi lengur en við ætluðum
upphaflega, eða í alls átta ár.“
Í Lundi var Erla í diplómanámi í stjórnun
í heilbrigðisþjónustu og nú í janúar lauk