Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201118
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sighuld@landspitali.is
Sjálfræði aldraðra: Hindranir í umönnun
Í 4. tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga 2010 birtist grein um sjálfræði aldraðra
og var þar fjallað um sjálfræði og búsetu. Hér heldur Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
umræðunni áfram, nú með áherslu á frelsisskerðingu og valdbeitingu í
öldrunarþjónustu.
Í þessari grein er sjónum beint að
framkvæmd umönnunar á stofnunum
fyrir aldraða, hvað varðar sjálfræði þeirra.
Rætt er um skerðandi aðgerðir, svo
sem læsingar, eftirlit, fjötranotkun, svo
og valdbeitingu í umönnun. Eins og í
fyrri grein er sérstaklega skoðað hvaða
leiðbeiningar er að finna í íslenskum
lögum og reglugerðum um þessi erfiðu
og viðkvæmu málefni. Til samanburðar er
dönsk löggjöf skoðuð en henni kynntist ég í
námsdvöl í Kaupmannahöfn haustið 2009.
Skerðing á ferðafrelsi
Læstar útidyr eru algeng öryggisráðstöfun
á stofnunum, bæði fyrir aldraða og fleiri
skjólstæðinga sem ekki eru taldir færir
um að sjá fótum sínum forráð. Á fyrri
tímum, þar sem forræðishyggja réð ferðinni
í þjónustu við slíka hópa, var þetta ekki
sérstakt áhyggjuefni. Ég starfaði sjálf í
Danmörku á árunum 1989-91, þá ungur
hjúkrunarfræðingur. Þá var verið að setja
lög í Danmörku sem bönnuðu læsingar
og fjötra. Þetta þótti Íslendingnum unga
ákaflega einkennilegt og sá ekki hvernig
ætti að vera unnt að framfylgja slíkum
lögum, einkum því að ekki mætti hindra fólk
í að fara leiðar sinnar – þegar augljóslega
var um að ræða einstaklinga sem hvorki
voru áttaðir á stað og stund né huguðu að
viðeigandi klæðaburði eða virtust færir um
að gæta sín á hættum í umhverfinu.
Hér takast á sjónarmiðin um að vinna
að heill skjólstæðings (beneficence) og
að virða sjálfræði hans. Nú, meira en 20
árum síðar, hafa þessi lög fengið mikla
reynslu og slípun í Danmörku (sbr. Lov
om social service, 2007) og mikil umræða
átt sér stað víða á Vesturlöndum um
þessi mál. Einnig hafa margir sýnt fram á
skaðleg áhrif hindrana á færni, geðræna
líðan og atferli skjólstæðinga (Namazi og
Johnson, 1992; Goodall, 2006). Því hefur
í auknum mæli verið leitað leiða til að
draga úr hvers konar hindrunum.
Læsingar
Á Íslandi er algengast að deildir, sem
ætlaðar eru einstaklingum með heilabilun,
eru læstar með ýmiss konar aðferðum.
Algengastir eru kóðalásar og er þá hægt
að opna deildina utan frá án kóða. En
einnig er til að notaðir séu lyklar og þarf
þá líka að opna fyrir gestum sem koma
utan að.
Um þessa framkvæmd eru lög og
reglugerðir afar fáorð. Í fyrri grein var
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
er hjúkrunarfræðingur,
MSc, og hefur starfað við
öldrunarhjúkrun frá 1999. Hún
starfar nú á heilabilunardeild
Landspítala á Landakoti.