Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201124 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf 2001 út ritið „Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: Langtímamarkmið í heilbrigðismálum“. Alþingi Íslendinga tók áætlunina upp á sína arma með þingsályktun sama ár. Í áætluninni var farið yfir forgangsverkefni á sjö sviðum og sett samtals átján markmið um heilbrigði Íslendinga 2010. Í heilbrigðisáætluninni var að auki sett fram 21 markmið á 6 sviðum undir heitinu meginþættir. Mörg þessara markmiða eru almenns eðlis og fjalla ekki beint um heilsu landsmanna. Fyrsta markmiðið var að Ísland yrði ávallt meðal þeirra fimm þjóða sem búa við bestu heilbrigðisþjónustu í heiminum. Ekki verður frekar fjallað um þessi markmið hér heldur einungis farið yfir forgangsverkefnin. Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, sem haldið var í nóvember 2002, fjallaði um heilbrigðis áætlunina. Yfirskriftin var „Þáttur hjúkrunarfræðinga til eflingar heilbrigði“. Ekki var rætt um markmiðin sem slík heldur um hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til þess að framfylgja þeim og um leið styrkja stöðu sína í heilbrigðiskerfinu. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar hafa stóru hlutverki að gegna bæði hvað varðar að taka þátt í markmiðasetningu og í því að fræða og leiðbeina sjúklingum og almenningi um heilsueflingu. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið fylgst með þróun mála og var 2007 gefin út skýrsla þar sem lagt var mat á árangurinn og markmiðin endurskoðuð. Sú skýrsla heitir „Staða og endurskoðun meginmarkmiða heilbrigðisáætlunar til ársins 2010“. Í samantekt hér í greininni á bls. 26 eru Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HEILBRIGÐISÁÆTLUN TIL ÁRSINS 2010 – HVERNIG TÓKST TIL? Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 var samþykkt á Alþingi 20. maí 2001. Nú er 2010 liðið og kominn tími til að meta stöðuna. Tímarit hjúkrunarfræðinga spurði nokkra sérfræðinga á ýmsum sviðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.