Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 27
Næstu skref
Samkvæmt upplýsingum er nú verið að
leggja lokahönd á mat á heilbrigðisáætlun
til 2010 í velferðarráðuneytinu. Eins
og fyrr segir er einnig unnið að nýrri
heilbrigðisáætlun. Tíð ráðherraskipti
og nýlegar skipulagsbreytingar hjá
velferðarráðuneytinu, landlækni og
Lýðheilsu stöð hafa vísast til seinkað
þeirri vinnu. Guðrún Þórey Gunnarsdóttir,
sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, segir
að næsta áætlun verði með svipuðu
sniði. Þó verða fleiri markmið og mun
meira lagt í að útfæra aðgerðaáætlanir
í smáatriðum. Fundað verður með
umsagnaraðilum með vorinu. En hvað
ætti þá að standa í þeirri áætlun að mati
hjúkrunarfræðinga?
Sérfræðingar í hinum ýmsu greinum
hjúkrunar, sem Tímarit hjúkrunarfræðinga
hefur talað við, hafa lítið kynnt sér
heilbrigðisáætlunina og enn sem komið
er hafa fáir velt fyrir sér hver markmiðin
fyrir 2020 ættu að vera. Meðal þeirra
sem hafa athugað þetta er Sólfríður
Guðmundsdóttir. Hún fluttist fyrir
nokkrum árum heim frá Bandaríkjunum
þar sem hún lauk doktorsnámi í stjórnun
lýðheilsu. Sólfríður segir að markmiðin
í áætluninni til 2010 hafi verið óskalisti
frekar en markmið. Lítið var sagt um
hvernig ætti að ná þeim og hver bæri
ábyrgðina. Í stefnu til 2020 þurfi að
útfæra þetta betur. Að auki finnst Sólfríði
að breyta þurfi sjúkdómahugsuninni í
áætluninni. Taka þurfi á atriðum sem
tengjast ekki beint einum sjúkdómi.
Dæmi um það eru samfella í þjónustu,
offita, hreyfingarleysi og aukinn fjöldi
fólks með langvinna sjúkdóma. Þá þurfi
að leggja miklu meira áherslu á fræðslu
og stuðning handa þeim sem þurfa og
vilja breyta um lífsstíl. „Ef við gefum
okkur að 20% Íslendinga hafa tileinkað
sér heilbrigðan lífsmáta þá væri til mikils
d) Yfir 50% fólks 65 ára og eldra hafi að minnsta kosti
20 tennur í munni. (Árið 1990 höfðu 41,6% á aldrinum
45-54 ára 10 eða fleiri tennur í gómi og 1995 var hlutfallið
58,6%.)
4. Geðheilbrigði
a) Sjálfsvígum fækki um 15%. (Markmiðið lækkað úr 25%
2001. Á árunum 1991-1995 létust 10,8 af hverjum
100.000 íbúum og var talan óbreytt 10 árum seinna.)
b) Geðsjúkdómum fækki um 10%. (Árið 1994 var
heildaralgengi geðsjúkdóma 22%.)
5. Hjarta- og heilavernd
a) Dauðsföllum fækki vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá fólki
á aldrinum 25-74 ára, hjá körlum um 30% og hjá konum
um 20%. (Markmiðunum frá 2001 hafði verið náð en miðað
var þá við árin 1991-1995. Á árunum 2001-2005 dóu árlega
að meðaltali 117 af hverjum 100.000 körlum úr hjarta- og
æðasjúkdómum en 39 af hverjum 100.000 konum.)
b) Heilablóðföllum fækki um 30%. (Árin 1991-1995 var árleg
dánartíðni karla 44,1 og kvenna 30,4 af hverjum 100.000
vegna heilablóðfalla.)
c) Hamlað verði gegn frekari fjölgun fólks 20 ára og eldra sem
er yfir kjörþyngd eða of feitt. (Nýtt markmið frá 2007. Árið
2002 töldust 56% fólks vera yfir kjörþyngd og 16% of feit.)
Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er að finna yfirlit um 18 markmið í 7 liðum. Markmiðin
voru upphaflega sett 2001 en endurskoðuð 2007 og þá bættust einnig 5 markmið við.
6. Krabbameinsvarnir
a) Dauðsföllum vegna krabbameina hjá fólki yngra en 75
ára fækki um 10%. (Nýtt viðmiðunartímabil þar sem
markmiðinu er svo gott sem náð miðað við upphaflega
tímabilið 1991-1995. Á árunum 2001-2005 létust árlega
að meðaltali 96 af hverjum 100.000 körlum yngri en 75 ára
og 95 af hverjum 100.000 konum.)
b) Dánartíðni vegna krabbameins í blöðruhálskirtli hjá körlum
yngri en 75 ára lækki um 30%. (Dánartíðni 2001-2005 var
10,3 af hverjum 100.000.)
c) Dánartíðni vegna krabbameins í brjósti hjá konum yngri en
75 ára lækki um 30%. (Dánarhlutfall 2001-2005 var 16,6.)
d) Dregið verði úr notkun ljósabekka um 50%. (2005 notuðu
39% fólks 12-75 ára ljósabekki.)
Markmiðum b-d var öllum bætt við 2007.
7. Slysavarnir
a) Slysum fækki um 25%. (1997 slösuðust um 60.000 manns.)
b) Dauðaslysum fækki um 25%. (Á upphaflega viðmiðunar-
tímabilinu 1991-1995 létust árlega að meðaltali 42 af hverjum
100.000 körlum af völdum slysa og 21 af hverjum 100.000
konum. 2001-2005 voru tölurnar 29 og 18. Markmiðinu
hefur því þegar verið náð. Nýtt viðmiðunartímabil er
1996-2000 en þá létust 30 karlar og 13 konur af hverjum
100.000.)
að vinna að hver þeirra myndi smita
fimm manns. Setja þarf fjármagn og
vinnu í að koma þessu af stað,“ segir
Sólfríður. En til þess þurfi allt stjórnkerfið
í heilbrigðisgeiranum að breytast.
Forgangsröðuninni þurfi að breyta og
veita þurfi talsvert meiri peningum í
forvarnir. Í framhaldinu þurfi stærri hluti
af vinnutíma heilbrigðisstarfsmanna
að fara í forvarnastarf. Ekki er auðvelt
að áætla hvað er lagt í forvarnir nú
en sem dæmi má nefna að framlög
til Lýðheilsustofnunar eru 0,16% af
fjárlögum velferðarráðuneytisins.
Forvarnir eru úrslitaatriði ef Íslendingar
vilja stöðva framtíðarútgjaldaaukningu í
heilbrigðismálum. Því er mikilvægt fyrir
hjúkrunarfræðinga eins og aðra að láta sig
varða stefnu heilbrigðisyfirvalda. Fylgst
verður áfram með gerð heilbrigðisáætlunar
og þátttöku hjúkrunarfræðinga í því starfi.