Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201134
Samkvæmt 21. gr. laga BHM getur félag,
sem sagt hefur sig löglega úr BHM, gert
kröfu um hlutdeild í eignamyndun BHM
þann tíma sem félagið var í BHM. Í greininni
er sérstaklega tilgreint að vinnudeilusjóður
og orlofssjóður BHM skuli undanskildir
slíku uppgjöri. Ekki var ágreiningur um
að FÍH ætti rétt til hlutdeildar í almennum
félagssjóði BHM en hins vegar kom upp
ágreiningur um hvort eignir sjúkrasjóðs
BHM og styrktarsjóðs BHM væru hluti
eigna BHM í skilningi ákvæðis 21. greinar
laga BHM. FÍH taldi að félagið ætti tilkall til
hlutdeildar í eignamyndun þessara tveggja
sjóða. Þeirri kröfu FÍH var hins vegar
vísað á bug af hálfu stjórnar BHM og
stjórna sjóðanna sem héldu því fram að
sjóðirnir væru hvorki eign BHM, einstakra
félaga innan bandalagsins né einstakra
félagsmanna þeirra. Rétt er að ítreka að því
var strax hafnað af hálfu BHM og stjórna
sjóðanna að FÍH gæti áfram átt aðild að
sjóðunum eftir úrsögn félagsins úr BHM.
Í samræmi við ákvæði 21. gr. laga BHM
krafðist FÍH þess að úr þessum ágreiningi
yrði leyst fyrir gerðardómi. FÍH tilnefndi
einn gerðarmann, BHM annan og þeir tveir
gerðarmenn komu sér síðan saman um
formann gerðardómsins. FÍH var sóknaraðili
fyrir dóminum en BHM varnaraðili.
Málið var fyrst tekið til meðferðar fyrir
fullskipuðum gerðardómi 26. ágúst
2010. Meðan málið var rekið fyrir gerðar-
dóminum komust FÍH og BHM að
samkomulagi um uppgjör hlutdeildar í
almennum félagssjóði BHM. Samkvæmt
samkomulaginu skyldi hlutdeild FÍH
nema 15.122.935 kr. og hefur sú fjárhæð
þegar verið greidd. Í kjölfar þessa
lýstu aðilar því yfir að málið snerist
eingöngu um hlutdeild FÍH í sjúkrasjóði
BHM og styrktarsjóði BHM. Málið var
flutt munnlega fyrir gerðardóminum 7.
desember 2010. Gerðardómurinn kvað
upp sinn dóm 17. desember 2010.
Sjónarmið FÍH
Í málatilbúnaði sínum benti FÍH á að ef
ekki yrði fallist á kröfur félagsins um að
eignir sjúkrasjóðs BHM og styrktarsjóðs
BHM skyldu falla undir fjárhagslegt
uppgjör samkvæmt 21. gr. laga BHM,
yrði niðurstaðan sú að aðrir en félags-
menn FÍH kæmu til með að auðgast á
kostnað félagsmanna FÍH. Þannig hafi
launagreiðendur hjúkrunarfræðinga greitt
í þessa sjóði samkvæmt kjarasamningum
og hafi það verið hluti af starfskjörum
hjúkrunarfræðinganna. Þetta sjóðafyrir-
komu lag hafi komist á fyrir tilstilli aðila
vinnumarkaðarins vegna þess að sjóðum,
sambærilegum sjúkrasjóði BHM og
styrktarsjóði BHM, hafi verið ætlað að
tryggja launþegum ákveðin réttindi. Um
gegnumstreymissjóði væri að ræða, það
er þeir fjármunir, sem launagreiðendur
greiddu í sjóðina, áttu að fara í
styrkveitingar. Fyrstu árin í rekstri sjóðanna
var hins vegar hluta innborgana haldið
Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is
ÚRSKURÐUR GERÐARDÓMS Í MÁLI FÍH GEGN BHM
Skömmu fyrir jól kvað
sérskipaður gerðardómur
upp úrskurð í máli Félags
íslenskra hjúkrunar fræð-
inga (FÍH) gegn Banda lagi
háskólamanna (BHM).
Gerðardómurinn hafði
verið skipaður til að leysa
úr ágreiningi FÍH og BHM
um hvaða eignir skyldu
koma til uppgjörs eftir
úrsögn FÍH úr BHM um
áramótin 2009-2010.