Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201136 Ásta Kristín Gunnarsdóttir, astakg08@ru.is GILDI LANDSPÍTALA OG STARF DEILDARSTJÓRA Algengt er nú að fyrirtæki og stofnanir ákveði hvaða gildi eiga að vera ráðandi á vinnustaðnum. Landspítali hefur nýlega sett sér ný gildi en spurningin er hvernig hægt er að framfylgja þeim í daglegu starfi. Miklu máli skiptir hvernig deildarstjórar bregðast við gildunum því þeir gefa tóninn á sinni deild. Í eftirfarandi grein er fjallað um hin nýju gildi Landspítala (LSH) og hvernig hjúkrunardeildarstjóri getur nýtt sér þau í faglegri hjúkrun og daglegum rekstri deildar sinnar. Umfjöllunin byggist á athugunum mínum á starfi hjúkrunardeildarstjóra og starfsfólks á ákveðinni hjúkrunardeild á LSH þar sem ég framkvæmdi svo kallaða SVÓT- greiningu. SVÓT-greining var notuð til að meta gildin út frá sterkum og veikum hliðum, tækifærum og ógnum en slíkt getur verið dýrmætt tæki stjórnanda til að meta stöðu deildar. Hjúkrunardeildarstjóri getur aukið öryggi sjúklinga og gæði hjúkrunar á hjúkrunardeild með því að útfæra gildin innan deildarinnar. Ný gildi Landspítala Í apríl 2010 var sett fram ný stefnumótun fyrir Landspítalann (Landspítali, 2010b). Að henni stóðu fjölmargir starfsmenn spítalans sem unnu saman bæði í stórum og litlum vinnuhópum. Fjölmargir undirbúningsfundir voru haldnir og liggur heilmikil vinna margra starfsmanna að baki stefnumótuninni. Markmiðið var að sem flestir starfsmenn og aðrir hagsmunaaðilar fengju tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og að hlustað væri á gagnrýni þeirra. Talið var að starfsmennirnir, sem inntu verkin af hendi innan spítalans, væru best til þess fallnir að gera tillögur til úrbóta. Reynt var að tryggja aðgengi starfsmanna að vefsíðu LSH þar sem sjónarmið þeirra varðandi framtíðarsýn, gildi og lykilþætti í stefnu LSH yrðu höfð Ásta Kristín Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og kennari með meistaragráðu í stjórnun og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundar nú meistaranám í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.