Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 3
Tímarit Skýrslutæknifélags Íslands TÖLVUMÁL Tölvumál 3 • E • F • N • I • Faghópur UT-kvenna stofnaður ÁSRÚN MATTHÍASDÓTTIR 6 Um fjórðu útgáfu Tölvuorðasafns SIGRÚN HELGADÓTTIR 7 Ísland hefur kjöraðstæður til að vera þróunarland fyrir upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu VIÐTAL VIÐ VALGERÐI GUNNARSDÓTTUR 10 Hver er konan? 12 Minning Jón Zophoníasson JÓHANN GUNNARSSON ÓTTAR KJARTANSSON 13 BlackBerry tæknin GREIPUR GÍSLI SIGURÐSSON 16 Minn Garðabær GUÐFINNA B. KRISTJÁNSDÓTTIR 19 Tölvusaga Íslands rituð af reynsluboltum upplýsingatækninnar VIÐTAL VIÐ JÓHANN GUNNARSSON 22 Engin sérstök fjárveiting til rafrænnar útgáfu VIÐTAL VIÐ HILDIGUNNI HALLDÓRSDÓTTUR 24 Samþætting upplýsingakerfa BJARNI BIRGISSON 26 EVE Online HILMAR V. PÉTURSSON 30 EMCO með 3000 viðskiptavini í 70 löndum VIÐTAL VIÐ ÞÓRARINN ÓSKARSSON 36 Betri staða sprotafyrirtækja í hugbúnaðarþróun VIÐTAL VIÐ JÓN HELGA EGILSSON 39 GoPro á alþjóðamarkaði ÁKI G. KARLSSON 41 Öflug útrás TM Software á heil- brigðissviði í Evrópu AXEL ÓMARSSON 44 IISSN-NÚMER:I 1021-724X Eftir að hafa umgengist tölvur í næstum þrjá áratugi þarf nokkuð sterkan skammt til að maður verði gáttaður. Það gerðist þó þegar forritið Google Earth var sett í gang í fyrsta sinn. Google Earth er enn eitt útspilið frá þessu hraðskreiða fyrirtæki og er þannig að maður getur farið þvert og endilangt um heiminn og virt fyrir sér með gervihnattaljósmyndum, valið sjónarhorn og hækkað og lækk- að flugið og margt fleira. Það er bara smá ræma af Reykjanesi og Borgarfirði komin í mynd en þar sem ég er kunnugur fyrir vestan er alveg makalaust að geta „flogið” lágt yfir sveitavegunum sem mað- ur keyrir venjulega og fundið slóða og staði sem maður þekkti ekki. Það má rétt ímynda sér gagnsemi tækninnar þegar hægt verður að „keyra” eftir fjallvegum og skipuleggja ferðalög með aðstoð raun- verulegra loftmynda. Alveg lygilegt. Annars má segja að þegar upp verður staðið verður hægt að kalla 2005 Ár myndarinnar því fyrir utan Google Earth er fjölda- margt í deiglunni sem undirstrikar þær miklu breytingar sem eru að verða í myndrænni miðlun og úrvinnslu. Í upplýsingatækninni er myndmiðlun beitt í meira mæli en áður og er það að þakka aukinni bandbreidd sem almenningi býðst og betri kótunartækni til að minnka umfang efnisins án þess að ganga á gæði. Gott dæmi þar um eru fyrirlestrar í fjarnámi sem ganga langt til að vega upp fjar- lægð milli nemenda og kennara. Ekki þarf að fjölyrða um spreng- inguna í notkun stafrænna myndavéla og móttaka á stafrænu sjón- varpi í símum er alveg á næsta leyti. Eftirlitsmyndavélar eru einnig stöðugt í umræðunni og atburðirnir í London í sumar sýndu hvernig þéttriðið net þeirra er notað til að finna glæpamenn, og með ólíkindum að það skuli ekki hafa tekið lengri tími en raun var á í svona stórri borg. Fyrstu þreifingar hér á landi í myndveitum eða „video-on-dem- and” gefa tóninn um það sem koma skal og þó eitthvað sé litið á slíka tækni sem þróun frá myndbandaleigunum er þetta þó annað og meira þar sem tæknin getur bæði komið lagi á það sem ekki virkar í dag en líka opnað fyrir alveg nýjar leiðir í að dreifa og að nálgast jaðarefni, og þá ekki bara staðbundið heldur á landsvísu eða þvert um heiminn. Sumar myndabandaleigur landsins eru stórar og hýsa þúsundir titla en efnið er flokkað að því er virðist tilviljana- kennt og viðskiptavinir hafa bara óbeinan aðgang að gagnagrunn- um leiganna. Semsagt, nánast glundroði og óhjákvæmilega margt sem fer forgörðum. Ef allt þetta efni væri sett á stafrænt form mætti halda utan það með viðamiklum gagnagrunni og nota gervigreind sem styddi við val viðskiptavinarins. Líklega má skírskota til notenda- skilanna í iTunes frá Apple, sem sýnir hvað má gera til að leita að og sækja tónlist og hvernig Gegnir er notaður við skipulag og leit í öllum bókasöfnum en einnig til þess sem Amazon gerir, sem er að koma með uppástungur um efni sem er í ætt við það sem hefur ver- ið keypt eða leitað eftir. Til að nefna dæmi mætti hugsa sér að sá sem myndi leigja „Titanic” fengi uppástungu um að kíkja á „A night to remember” eða „Raise the Titanic”, hvort tveggja áhugaverðar myndir sem fjalla um skipið. Sá sem beinlínis vissi ekki fyrirfram um þessar myndir myndi ekki finna þær með núverandi fyrirkomulagi, sem er að fletta endalaust í kössum. Kannski að stóri þröskuldurinn núna séu höfundarréttarmál en ef þau eru tryggð ætti leiðin að vera greið inn í framtíðina. Einar H. Reynis

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.