Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 27
Samþætting Tölvumál 27 Kröfur til samþættingar verða lykilatriði í upp- byggingu upplýsinga- kerfa. Samþætting — hluti af markvissri stefnu og sýn Þessi þróun yfir í sífellt fjölbreyttari og sér- tækari kerfi hefur líka vandamál í för með sér. Tengja þarf ný kerfi við þau sem fyrir eru, viðmót kerfanna er mismunandi, forð- ast þarf margskráningu upplýsinga, rekstrar- umhverfi verður ekki lengur einsleitt o.s.frv. Aukin þörf er á að samþætta lausnir við þær sem fyrir eru án þess að það kalli á um- fangsmiklar breytingar allra þeirra kerfa sem tengja þarf saman. Kröfur til samþætt- ingar verða lykilatriði í uppbyggingu upp- lýsingakerfa og forsenda fyrir því að hægt sé að ná árangri með samtengingu sértækra lausna. Flestir stjórnendur í upplýsingatækni eru farnir að gera kröfu til þess að samþætting- arbúnaður sé hluti af stöðluðu rekstrarum- hverfi þeirra og jafn sjálfsagður hlutur og vel skilgreint netumhverfi eða miðlægir gagnagrunnar. Samþætting er í sjálfu sér ekkert nýtt í upplýsingatækni. Flest kerfi tengjast með einum eða öðrum hætti öðrum kerfum, oft- ast með rafrænum hætti s.s. skráaflutningi. Oft er ráðist í slík verkefni af meira kappi en forsjá og hlutunum reddað með þeim verkfærum og tækni sem hendi eru næst hverju sinni en án þess að gaumur sé gefinn að heildarsýn eða einhverskonar stefnumót- un í þessum málum. Niðurstaðan er oftar en ekki illa skilgreind smáforrit, tól og tæki sem hafa mismunandi uppruna og eru ekki vel sýnileg í rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Spaghetti“ er orð sem oft er notað til að lýsa þess konar ástandi. Mynd 1 lýsir dæmigerðum tengingum milli mismunandi kerfa. En hvað er til ráða? Er hægt að tengja upplýsingakerfi saman með stöðluðum vel skilgreindum aðferðum. Skoðum skylt dæmi: Öll þekkjum við gagnabrautir í nú- tíma tölvum. Gagnabrautir gera okkur kleift að stinga mismunandi spjöldum í samband og um leið eru þau tengd öðrum einingum tölvunnar. Samþætting er ekki vandamál. Við getum keypt spjöld og íhluti frá mismunandi framleiðendum án þess að hafa miklar áhyggur af því hvort viðkom- andi framleiðandi hafi samþætt vörur sínar við tölvuna okkar. Samþætting upplýsingakerfa er í dag leyst á svipaðan hátt. Með því að skilgreina gagnabraut innan fyrirtækisins má tengja upplýsingakerfi saman þannig að einungis þurfi að tengja hvert kerfi einu sinni við brautina til að koma á tengingu við önnur kerfi. Tenging kerfanna við samþættingar- brautina er framkvæmd með s.k. tengli (e. Adapter). Tengillinn er eining sem er smíð- uð fyrir hvert kerfi og gerir því kleift að skiptast á gögnum við önnur kerfi sem tengd eru brautinni. Sjá mynd 2. Mynd 1 lýsir dæmigerðum tengingum milli mismunandi kerfa.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.