Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 38
Útrás í UT 38 Tölvumál Network Management 2.0 Emco framleiðir að auki Network Mana- gement 2.0 sem gerir kerfisstjórum kleift að uppfæra útstöðvar yfir staðarnet, án þess að taka þær yfir og án afskipta frá notanda. Þjónustan keyrir undir réttindum kerfisstjóra frá miðlægum þjóni. Hægt er að tímasetja uppfærslur og stýra þannig álagi á netinu. EventLog Audit Professional Forrit sem safnar boðum frá stýrikerfi og forritum í MS SQL grunn. Setur sjáfvirkt inn DCOM service á útstöðvar og netþjóna. Permissions Audit Nýtt frá EMCO er forrit sem safnar upplýsingum um aðgangsréttindi á öllum deilisvæðum á öllum netþjónum fyrir- tækisins og vistar í MS SQL grunn. Hægt er að spyrja hver hefur aðgang að hverju, út frá notenda- nafni eða réttindahóp. Með því að hafa allar þessar upplýsingar á einum stað opnast möguleikar á að finna veikleika í aðgangsstýr- ingum. MSI Package Builder Fyrir fjöldauppsetningar á for- ritum og/eða lagfæringa á stýrikerfum. Skynjar í raun- tíma hvað gerist við venjulega uppsetningu á forriti á einni tölvu og býr til pakka (.msi) sem hægt er að nota til að senda á aðrar tölvur. www.emco.is Emco hf. er með heimasíðuna www.emco.is. Heimasíðan er fjórða kynslóð af heimasíðu Emco en að sögn Þórarins og Emils er unnið í síðunni á hverjum degi. Guðjón B. Berg- mann sem rekur fyrirtækið Pathseeker Studio á Spáni (www.pathseeker.net) hefur séð um hönnun og þróun heimasíðunnar. Á heimasíðunni má finna vitnisburð viðskiptavina Emco og upplýsingar um vöruframboð. Einnig er hægt að sækja reynsluútgáfur af hugbúnaðarlausnum fyr- irtækisins og/eða kaupa hugbúnað milli- liðalaust í gegnum heimasíðuna, en Ís- lendingum er bent á að hafa beint sam- band við EMCO vegna virðisaukaskatts- mála. Halldóra Matthíasdóttir er markaðsstjóri hjá Opnum kerfum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.