Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Side 45

Tölvumál - 01.11.2005, Side 45
Útrás í UT Tölvumál 45 inn, þjónustuborði og lagfæringum á hverju því sem aflaga fer auk fyrirbyggj- andi viðhalds með skipulögðum athugun- um á vél- og hugbúnaði. Forskot á erfiðum markaði Ljóst er af ofanrituðu að stór skref hafa verið stigin í útrás TM Software í Evrópu en þessi árangur á sér langan aðdraganda í vöruþróun og markaðsstarfi undanfarin ár. Axel segir að starfsemi TM Software í Evrópu hafa aðallega tengst heilbrigðis- sviði fyrirtækisins þar sem þungamiðjan er hugbúnaður sem seldur er undir vöru- merkinu Theriak. „Mikilvægur liður í út- rásinni er að færa sig nær markaðnum. Staðsetning skrifstofu okkar í Tilburg ger- ir okkur kleift nýta tíma okkar betur en 300 km radíus frá Tilburg spannar svæði þar sem búa 170 milljónir manna.“ Heilbrigðiskerfið er víðast hvar stærsti útgjaldaliður hins opinbera en umfang þess nemur 8-14 prósentum af þjóðar- framleiðslu í flestum löndum Evrópu. Kröfur um sparnað og hagræðingu verða sífellt háværari. Þar liggja mikil tækifæri fyrir félag eins og TM Software. „Fyrirtæki, sem nú ætla að hefja sókn á þessum markaði, eiga gríðarlega erfiða vinnu framundan. Með samningum okkar má segja að við séum komin með gott for- skot á keppinautana þar sem við erum með vel kynnta og markaðssetta vöru sem skapar okkur sérstöðu. Á sjúkra- og heil- brigðisstofnunum er lögð áhersla á við- skipti við fyrirtæki sem hafa sannað sig á markaðnum í nokkur ár og vekja traust viðskiptavina. Slíks trausts njótum við núna. TM Software hefur þróað vörur sínar í mörg ár og vinna okkar til þessa leggur góðan grunn að framtíðinni.“ Axel Ómarsson er framkvæmdastjóri TM Software í Evrópu. Tö lv ut æ kn i á ár inu 2 00 5

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.