Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 30
Tölvuleikir EVE Online Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur unnið að framleiðslu, rekstri og markaðsetningu fjölnotendatölvuleiksins EVE. Vinna að undirbúningi leiksins hefur staðið yfir frá 1997, framleiðsla hófst í byrjun árs 2000 og leikurinn kom svo út í maí 2003. Hilmar V. Pétursson 30 Tölvumál EVE tilheyrir nýjum hópi svokall-aðra fjölþátttökuleikja sem spilasteingöngu á Netinu og fólk borgar áskrift til þess að vera með. Í þessum hópi eru tveir aðrir leikir hvað atkvæðamestir á Vesturlöndum: World of Warcraft og EverQuest II. EVE Online er áttundi stærsti leikurinn á Vesturlöndum með tæp- lega 80.000 áskrifendur og fer vaxandi. Það sem aðgreinir þessa tegund leikja frá öðrum leikjum sem spilaðir eru á Netinu (svo sem Quake III Arena, Counter-Strike, WarCraft3) og veftölvuleikjum, er að spil- arinn borgar gjald mánaðarlega til þess sem rekur leikinn. Í stað þess sér sá sem rekur leikinn til þess að leikjapersóna leik- mannsins sé alltaf til og að heiminum sé viðhaldið. Þetta form hefur náð töluverð- um vinsældum og má ætla að um 4.000.000 manns samanlagt séu áskrifend- ur að slíkum leikjum á Vesturlöndum. Ástæðan fyrir því að Vesturlönd eru nefnd sérstaklega er vegna þess að mikill munur eru á vestrænum leikjum og asískum leikj- um. Asíski leikjamarkaðurinn er um það bil tíu sinnum stærri en sá á Vesturlönd- um. CCP hyggur meðal annars á útrás til Asíu sökum þessa. Sögusviðið Sögusvið EVE er framtíðin. Eftir nokkur hundruð ár frá okkar tíma finna menn ormagöng nálægt okkar sólkerfi. Nokkrum áratugum seinna tekst að senda sérhannað geimskip í gegnum göngin. Til að gefa venjulegum skipum tækifæri á að ferðast til hins nýja heims var hafist handa við að reisa gríðarlegt stökkhlið (e. jump- gate) sem tengdi saman nýja og gamla heiminn. Hliðið hlaut nafnið EVE og nýi heimurinn var yfirleitt kallaður EVE- heimurinn. Skyndilega, að því er virtist af engu til- efni, lokaðist EVE-hliðið aðeins nokkrum áratugum eftir að það var tekið í notkun. Þúsundir nýlenda í nýja heiminum misstu öll tengsl við gamla heiminn. Þar sem ný- lendurnar voru háðar nauðsynjum frá

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.