Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 13
Minningarorð Minning Jón Zophoníasson Tölvumál 13 Jón Sigtryggur Zophoníasson lést 16.október síðastliðinn, rétt rúmlega átt-ræður. Hann átti lengstan starfsaldur allra Íslendinga hingað til í upplýsinga- tækninni, eða um 54 ár. Upphafið má telja haustið 1951 er hann var lánaður tíma- bundið frá Skattstofu Reykjavíkur til að skrá innheimtugögn Rafmagnsveitu Reykjavíkur á gataspjöld til undirbúnings vinnslu í væntanlegu fyrirtæki, Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurbæjar (nú Skýrr hf). Það fyrirtæki hóf starfsemi snemma árs 1952. Jón varð einn frumherja á sviði vél- væddrar gagnavinnslu hér á landi. Hann hóf störf á Skattstofu Reykjavíkur 1947 og var þar við störf árið 1952, þegar Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar voru stofnaðar og hófu gagnavinnslu í gata- spjaldavélum. Hagstofa Íslands, sem var aðili að fyrirtækinu frá upphafi, hafði not- að frumstæða gerð slíkra véla við vinnslu verslunarskýrslna frá hausti 1949. Fljót- lega vaknaði áhugi Halldórs Sigfússonar skattstjóra á að nýta þessa nýju tækni. Jón og starfsfélagi hans Árni Halldórsson, síð- ar lögfræðingur, völdust til að kynna sér notkun þessara tóla hjá skattstofum í Dan- mörku. Er heim kom hófu þeir að leggja drög að vinnslu fyrir skattstofur hér heima og innleiða vinnubrögð, sem gömlum og grónum skattstofumönnum þóttu ærið byltingarkennd. Jón skipulagði og stýrði fyrstu áritun skattframtala í skýrsluvélum í ársbyrjun 1954. Starfsvettvangur hans varð aðallega hjá Skýrsluvélum næstu árin, en hann gekk formlega í þjónustu þess fyrirtækis árið 1960. Áfram hafði hann hönd í bagga með vinnslum fyrir skattayfirvöld í liðlega hálfa öld. Hann varð óumdeildur sérfræðingur á því sviði. Jón gerðist fastur starfsmaður Skýrslu- véla árið 1960 sem fyrr segir og þar starf- aði hann lengst af sem deildarstjóri, meðal annars í kerfisfræðideild og þjónustudeild. Þá stjórnaði hann fyrirtækinu í eitt ár 1970 – 71 ásamt þeim Hjörleifi Hjörleifssyni og Óttari Kjartanssyni í fjarveru ráðins for- stjóra. Árið 1961 pöntuðu Skýrsluvélar fyrstu tölvuna, sem þá nefndist raunar rafreiknir. Afgreiðslutími þessa rándýra tækis, sem var af gerðinni IBM 1401, var mjög lang- ur. Vandað var til undirbúnings að komu tölvunnar haustið 1964. Byggt var nýtt hús yfir starfsemina, meðal annars vegna krafna um hita- og rakastýrt vinnsluum- hverfi, og skipulögð þjálfun starfsmanna. Í fyrstu voru þrír starfsmenn sendir utan til að læra forritun og hönnun vinnslukerfa fyrir tölvuna. Til þess völdust auk Jóns Ingólfur Sigurðsson og Óttar Kjartansson. Jón fór fjölmargar aðrar námsferðir til Norðurlanda og Bretlands. Hann var með- al fyrstu manna sem hlaut stafsheitið kerf- isfræðingur. Hönnun tölvukerfa og forrit- un lá einkar vel fyrir Jóni og við slík við- fangsefni fékkst hann allt til loka. Eftir að Jón varð sextugur tóku aðrir smám saman við störfum hans hjá Skýrr og það styttist í að hann færi á eftirlaun. En skjótt skipast veður í lofti. Mestu breytingar hérlendis á innheimtu opin- berra gjalda voru skyndilega ákveðnar. Staðgreiðsla skatta var tekin upp. Aug- ljóst var að enginn var Jóni hæfari til að stjórna tæknihlið þessa verkefnis og því kallaði ríkisskattstjóri hann til starfa 15. apríl 1987. Hann varð lykilmaður í skipu- lagningu og umsjón tæknimála þessarar miklu breytingar. Enginn vafi er á að óeigingjörn störf hans, vinnuþrek og næmur skilningur á viðfangsefninu áttu stærstan þátt í því að upptaka staðgreiðslu tókst jafn vel og að var stefnt. Þó því verkefni lyki tók þróun annarra verkefna við og það sem átti að vera fárra ára starf varð að nær 20 árum. Þótt Jón væri brautryðjandi á sínu sviði bar hann það ekki á torg heldur einkennd- ist framganga hans af hógværð og virð- ingu fyrir verkefnum sínum, samstarfs- mönnum og umhverfi. „Það er allt hægt“

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.