Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Side 29

Tölvumál - 01.11.2005, Side 29
Samþætting Tölvumál 29 XML gerir framleiðend- um kleift að bjóða upp á opin skil við sértæk kerfi með almennum sveigjanleg- um hætti sem allir eiga auðvelt með að aðlagast. saman einstakar þjónustur. Þessi verkfæri gera kleift að nota þjónustur sem þegar eru til og raða saman í heildarkerfi eða skil- greind ferli ásamt því að skilgreina þær þjónustur sem á vantar. Fyrir nýjar þjónust- ur má svo með þessum verfærum framleiða sjálfkrafa forritagrindur þannig að útfærslu- vinna verður í lágmarki. Viðskiptaferli sem hönnuð eru á þennan hátt geta spannað mörg undirliggjandi kerfi og jafnvel ytri kerfi hjá birgjum eða viðskiptavinum. Skil- greiningin fer yfirleitt fram á myndrænan hátt þar sem miðað er við að setja fram kröfur og hönnun viðkomandi ferlis á ein- faldan og auðskilinn hátt (mynd 4), Með þessu má virkja notendur sem oft hafa ekki endilega staðgóða undirstöðu í hefðbundn- um aðferðum kerfissetningar en geta þannig orðið virkir þátttakendur í kröfugerð og hönnun. En hvað hefur þetta allt með þróun hug- búnaðar að gera? Jú, vegna sífellt aukinnar áherslu á innleið- ingu staðlaðra kerfa oftast á kostnað sérmíði, og aukinna krafna um að gangsetn- ing kerfa ásamt tilheyrandi tengingum við önnur kerfi gangi hratt og örugglega fyrir sig, verða áherslur á samþættingu og teng- ingar milli kerfa meira áberandi þegar kem- ur að hugbúnaðarþróun. Gefa þarf gaum að því þegar stefna er mótuð í uppýsingatækni- málum hvernig samþætting skuli leyst og tryggja þarf að heildarsýn sé til staðar í þeim málum. Með tilkomu nýrrar tækni og aukinni útbreiðslu þjónustumiðaðrar högun- ar fer samþætting að skipta höfuðmáli. Út- breiðsla og notkun XML í upplýsingakerf- um á síðustu árum ber að sumu leyti vitni um þetta. XML gerir framleiðendum kleift að bjóða upp á opin skil við sértæk kerfi með almennum sveigjanlegum hætti sem allir eiga auðvelt með að aðlagast. Framboð lausna Framboð lausna á sviði samþættingarbúnað- ar hefur aukist mjög á undanförnum misser- um. Í grófum dráttum má skipta framleið- endum slíks búnaðar í þrjá flokka. Í fyrsta lagi framleiðendur sem sérhæfa sig í slíkum lausnum eingöngu, þar sem nefna má fyrir- tæki eins og webMethods, Tibco (BusinessWorks), SeeBeyond (eBiz), Bea (WebLogic). Í öðru lagi má nefna framleið- endur á annars konar kerfishugbúnaði eins og Microsoft, Oracle, IBM o.fl sem allir keppast um markaðshlutdeild á þessum vett- vangi og líta á samþættingarlausnir sem framhald eða stuðning við aðrar vörur s.s. gagnagrunna eða miðlarahugbúnað ýmiss konar. Í þriðja lagi eru framleiðendur við- skiptakerfa s.s. SAP farnir að sýna þessu sviði aukinn áhuga og eru margir farnir að bjóða slíkan búnað sem innbyggðan hluta viðskiptakerfa. Hér á landi hefur Kögun hf. frá því árið 2000 markvisst unnið að upp- byggingu þekkingar og lausna á sviði sam- þættingar og unnið að slíkum verkefnum með mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Mikill vöxtur hefur verið á þessu sviði und- anfarin misseri og sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir farin að líta á samþættingarlausnir sem nauðsynlegan hluta af rekstrarumhverfi í upplýsingatækni. Bjarni Birgisson er framkvæmdastjóri Kögunar hf. Gagna- grunnar TengillTengill Tengill Tengill Innri Kerfi Innri Kerfi VIÐMÓT YTRI KERFI Vefþjónustur Vefþjónustur Vefþjónustur Mynd 3. Mynd 4

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.