Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Síða 35

Tölvumál - 01.11.2005, Síða 35
Tölvuleikir Tölvumál 35 að verkum að hægt er að ná fram mikilli hraðaaukningu á þrívíddarhröðlum sem hafa innbyggða vörpun og lýsingu (e. hardware T&L). Hægt er að geyma form hluta á kortinu sjálfu og því þarf ekki að senda alla þríhyrninga senunnar yfir stýri- brautir tölvunnar fyrir hvern ramma. Þetta þarf yfirleitt að gera ef notuð eru form sem krefjast þess að lögun breytist, nema nýtt sé vélbúnaðarþríhyrningablöndun sem er til staðar á sumum kortum. Hlutir í geimnum eru hins vegar þess eðlis að ekki er nauðsynlegt að beita þríhyrningablönd- un og því ákvað CCP að nýta sér þennan möguleika til hraðaaukningar. Þrívíddarvél CCP er skrifuð ofan á Direct3D. Direct3D var valið fram yfir OpenGL sökum þess að frá og með DirectX 8.0 er mun auðveldara að halda utan um form hluta sem geymdir eru á kortinu sjálfu en OpenGL býður upp á. OpenGL býður að vísu upp á svipaða möguleika með því að ákveðnir korta- framleiðendur hafa útfært útvíkkanir á OpenGL sem bæta þessum möguleika við. Þessi möguleiki ásamt öðrum nýjungum í Direct3D og þeirri staðreynd að EVE kemur aðeins út fyrir tölvur búnar Microsoft-stýrikerfum leiddi til þess að Direct3D varð fyrir valinu. Mikill áhugi var einnig á því innan CCP að hafa þrívíddarvélina sem aðgengileg- asta úr Python. Með því að gera þrívíddar- vélina aðgengilega hafa listamenn CCP fengið í hendurnar tól sem gefur þeim möguleika á að prófa ýmsar aðferðir til að ná fram grafískum sjónhverfingum án þess að þurfa að hafa forritara sér við hlið. Þetta hefur leitt til þess að margar grafísk- ar sjónhverfingar sem notaðar eru í EVE eru gerðar með aðferðum sem forriturum hefði ekki dottið í hug að nota sökum þess hve óhefðbundnar þær eru. Þetta leiðir oft til þess að tekst að gera mjög áhrifaríka hluti á mun ódýrari hátt (útreikningslega séð) en gert hefur verið hingað til. Framundan EVE Online er í dag með um 80.000 áskrifendur og hefur verið í stöðugum vexti frá því að leikurinn kom út í maí 2003. CCP hyggur nú á útrás til Asíu með EVE enda er þar langstærsti markaðurinn fyrir fjöldaþáttökuleiki. Jafnframt þessu standa yfir stöðugar endurbætur á leikn- um, þar sem að CCP lítur meira á EVE sem þjónustu en vöru og því mikilvægt að vera stöðugt að efla þjónustuna. Hjá CCP starfa nú nær 60 manns og auk þess eru um 20 stöðugildi hjá Símanum, aðal samstarfsaðila CCP, sem að vinna eingöngu við rekstur og þjónustu EVE. Hillmar V. Pétursson er framkvæmdastjóri CCP hf.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.