Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 10
UT í heilbrigðisþjónustu Ísland hefur kjöraðstæður til að vera þróunarland fyrir upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Viðtal við Valgerði Gunnarsdóttur, formann Fókus Halldór Jón Garðarsson 10 Tölvumál Það þarf að undirstrika mikilvægi þess að fjárfest sé til framtíðar í upplýsingatækni á Íslandi og nýta þau sóknarfæri fyrir íslenskan þekkingar- iðnað sem felast í notkun hennar í heilbrigðisþjónustu. Fókus, faghópur um upplýsingatæknií heilbrigðisþjónustu, leggur áhersluá að kynna mikilvægi góðrar upp- lýsingatækni í heilbrigðisþjónustunni og hvaða árangri hún getur skilað. Tölvumál tók Valgerði Gunnarsdóttur, formann Fók- us, tali og hún segir meðal annars að upp- lýsingatæknin sé talin nánast það eina sem geti skapað hagræðingu í heilbrigðiskerf- inu án þess að skerða gæðin. ,,Það þarf að undirstrika mikilvægi þess að fjárfest sé til framtíðar í upplýsingatækni á Íslandi og sýna fram á sóknarfærin fyrir íslenskan þekkingariðnað sem felast í notkun hennar í heilbrigðisþjónustu. Ísland hefur kjörað- stæður til að vera þróunarland fyrir upp- lýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Hér er allt sem til þarf, mátuleg stærð, gott heil- brigðiskerfi, vel menntað og áhugasamt fólk og tæknivæðing á háu stigi. Eina sem vantar er fjárfesting.“ Fókus var stofnað þann 15. október 2004 í lok heilbrigðisráðstefnu Skýrslu- tæknifélagsins í Salnum í Kópavogi og eru félagar alls 101. Að sögn Valgerðar eru meginmarkmið faghópsins að vekja at- hygli á hlutverki upplýsingatækni í heil- brigðisþjónustunni, að skapa þverfaglegan vettvang fyrir umræðu um heilbrigðisupp- lýsingatækni og auka samstarf mismun- andi hópa fagfólks í greininni. ,,Þá viljum við styrkja rannsóknir, menntun og þróun- arstarf og vera í samstarfi við félög ann- arra þjóða og fylgjast með nýjungum,“ segir hún en alls eru fulltrúar 32 vinnu- staða í faghópnum og dreifast félagar nokkuð jafnt milli tölvufyrirtækja, hug- búnaðarhúsa og heilbrigðisstofnana. Þekking sem nýst getur stjórnvöldum Spurð hvort Fókus líti á sig sem þrýstihóp á sviði heilbrigðismála segir hún að þau séu fyrst og fremst félag fagfólks sem vilji auka umfjöllun og umræðu um upplýs- ingatækni í heilbrigðisþjónustu. ,,Við get- um vissulega verið stjórnvöldum til ráð- gjafar við ákvarðanir og stefnumótun þar sem í faghópnum er stærstur hluti þess fólks á Íslandi sem fæst við upplýsinga- tækni á heilbrigðissviði. Þar er því mikil þekking á málefninu saman komin.“ Mikilvægt að fjárfest sé til framtíðar Hafið þið komið ykkar stefnumálum á framfæri við stjórnvöld? „Við höfum kynnt faghópinn fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og svo höfum við boðið fulltrúum stjórnvalda á fundi okkar og ráðstefnur, bæði sem fyrirlesurum og gestum. Það þarf að undirstrika mikilvægi þess að fjárfest sé til framtíðar í upplýs- ingatækni á Íslandi og nýta þau sóknarfæri fyrir íslenskan þekkingariðnað sem felast í notkun hennar í heilbrigðisþjónustu. Fólk í viðskiptalífinu skilur mikilvægi upplýs- ingatækninnar en ekki eins í heilbrigðis- kerfinu. Í mikilli umfjöllun í Morgun- blaðinu í vor var rætt hve miklu upplýs- ingatækni gæti skilað í þjóðarbúið. Þar var ekki minnst einu orði á heilbrigðis- geirann. Ég tel þó að einmitt þar séu stærstu tækifærin til að ná verulegum ár- angri í hugbúnaðargerð og þekkingarþró- un á alþjóðamælikvarða. Ísland hefur kjöraðstæður til að vera þróunarland fyrir upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Hér er allt sem til þarf, mátuleg stærð, gott heilbrigðiskerfi, vel menntað og áhugsamt fólk og tæknivæðing á háu stigi. Eina sem vantar er fjárfesting.“ Sterk byrjun – eftirfylgni nauðsynleg En hvernig standa íslensk stjórnvöld sig í uppbyggingu upplýsingatækninnar innan heilbrigðiskerfisins? ,,Íslensk stjórnvöld fóru vel af stað fyrir þó nokkrum árum síðan, en það hefur skort nokkuð á eftir- fylgnina síðustu ár. Það þarf skýrari heild- arsýn fyrir þennan málaflokk og að litið sé á það sem arðvænlega fjárfestingu að byggja upp rafræna sjúkraskrá og heil-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.