Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 16
Farsímatækni BlackBerry tæknin Greipur Gísli Sigurðsson 16 Tölvumál BlackBerry netið er með um 3 milljónir notenda í dag og hefur verið uppsett í um 40 löndum. Öll gagnaumferð fer í gegnum samskiptamiðstöðvar (e. Network Oper- ation Center, NOC) RIM sem halda utanum hvar hvert handtæki er staðsett í netinu. Síminn hefur hafið sölu á farsíma-búnaðinum BlackBerry ásamtBlackBerry lausninni. Hér er fjallað um hvað þessi tækni felur í sér í grófum dráttum. BlackBerry handtækin og BlackBerry lausnin eru framleidd og þróuð af fyrir- tækinu RIM - Research In Motion. Hand- tækið er blanda af síma og lófatölvu. Lausnin gengur að grunninum til út á að ýta upplýsingum í rauntíma í þjappaðri og öruggri mynd frá póstþjónum á sérstök handtæki sem deila með sér rafrænum PIN vistföngum. Ýmsar viðbætur eru síð- an mögulegar t.a.m. að geta vafrað út á internetið í gegnum handtækið á öruggu, lokuðu gagnaneti sem rekið er af RIM og haft gagnasamband inn fyrir eldveggi fyr- irtækja á öruggan hátt. BlackBerry netið er með um 3 milljónir notenda í dag og hefur verið uppsett í um 40 löndum. Þetta net hefur aðallega verið til staðar í Bandaríkjunum og Norður-Am- eríku, en það var fyrst sett upp aðgengi að því í Evrópu á árinu 2001, en frá árinu 2002, sama ár og RIM bauð upp á GSM- GPRS gagnatengingar í handtækin, hefur mikil vakning verið um tæknina í Evrópu og mörg farsímafyrirtæki þar farin að bjóða tengingar við BlackBerry netið. Handtækin eru seld ásamt gagnaáskrift að BlackBerry netinu í gegnum um 95 far- símafyrirtæki á heimsvísu og eru lófastór tæki sem stjórnað er með skrunhjóli. BlackBerry gagnanetið RIM hannaði BlackBerry lausnina í upp- hafi með fyrirtæki og gagnaöryggi í huga. Smám saman hefur lausnin þó þróast yfir í einstaklingsmarkaðinn. Vegna þessa er í dag boðið upp á tvær mismunandi að- gangslausnir að gagnanetinu kallaðar BES (e. BlackBerry Enterprise Solution) og BIS (e. BlackBerry Internet Services) og nánar verður fjallað um síðar í greininni. Öll gagnaumferð fer í gegnum samskipta- miðstöðvar (e. Network Operation Center, NOC) RIM sem halda utanum hvar hvert handtæki er staðsett í netinu. Í Evrópu er samskiptamiðstöð RIM staðsett í Egham, smábæ fyrir utan London, og allri umferð frá Íslandi er beint þangað yfir VPN eða leigulínur. Ein önnur er staðsett í Ontario í Kanada, heimabæ RIM, og sú þriðja er í burðarliðnum í Asíu. Þessar samskipta- miðstöðvar eru síðan tengdar innbyrðis, og eru keyrðar áfram á sólarhringsvökt- um. Samskiptamiðstöðvarnar gera það að verkum að handtæki getur verið í tölvu- póstsamskiptum hvar sem er í heiminum, óháð því á hvernig aðgangskerfi handtæk- ið er tengt, svo lengi sem það nái gagna- sambandi inn á BlackBerry netið. Þau net sem samskiptamiðstöðin tengir saman í dag eru m.a. GSM-GPRS, CDMA, iDEN, Mobitex, DataTac og WiFi. Stuðningur fyrir 3G net eru í burðarliðnum. BES lausnin BES lausnin felur í sér að fyrirtæki kaupir notendaleyfi ásamt hugbúnaðarlausn sem sett er upp á þjóni innan eldveggja fyrir- tækis og krefst þess að til staðar sé Ex- hange eða Domino póstþjónn. Þjónninn sem keyrir BES hugbúnaðinn, er síðan tengdur við póstþjóninn í einn endann og yfir internet tengingu á BlackBerry sam- skiptamiðstöð í hinn endann. Hugbúnað- urinn vakir síðan yfir pósthólfi notenda og þegar ný skilaboð berast eru tekinn fyrstu 2 kílóbæti af skilaboðunum, þeim þjappað í minni mynd og dulkóðuð með 3DES eða AES dulkóðun og sett í röð til afhendingar yfir gagnanetið. Notandi getur síðan kall- að eftir viðhengjum í tölvupóstinum sem honum berst eftir því sem við á og skoðað flestar gerðir rafrænna skjala á markaðin- um í dag þ.m.t ZIP skrár. Ennfremur er stuðningur við ýmsar PIM lausnir (e. Per- sonal Information Management) t.a.m. að notandi geti móttekið og samþykkt fund- arboð í rauntíma eða flett upp í starfs- mannaskrá. Inni í BES hugbúnaðinum er MDS (e.Mobile Data Services) internet proxy- þjónn ásamt umfangsmiklu notenda um- sjónarkerfi sem upplýsingadeild fyrirtækis

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.