Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 23
Saga UT á Íslandi Tölvumál 23 Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við stöndum í fremstu röð hvað varðar nýtingu upp- lýsingatækninnar. lýsingatæknina fóru kæmu að sem mest- um notum.“ ,,En ég sá RAMAC“ Þegar Jóhann er inntur eftir skemmtileg- um viðburði úr tölvusögu Íslands segir hann: ,,Smekkurinn á það hvað sé skemmtilegt er auðvitað bæði persónuleg- ur og misjafn. Mér kemur í hug saga af ungum pilti, sem snemma fór að vinna við gagnavinnsluvélar. Hann fór eitt sinn í kynnisför til útlanda og þegar vinnufélag- arnir tóku að spyrja hann eftir heimkom- una hvort hann hefði ekki séð margar fal- legar stelpur í ferðinni svaraði hann fáu en svo birti yfir svip hans og hann sagði: „En ég sá RAMAC“, en það var fyrsta IBM- tölvan sem notaði seguldiska.“ Leggur til að 2. september verði gerður að þjóðhátíðardegi upplýsingasam– félagsins Hvernig finnst þér þróunin í upplýsinga- tækni hafa verið síðast liðin 10 ár, þá eink- um innanlands? ,,Þróunin einkennist af örum breytingum. Það þarf gott minni til að muna hvar maður var staddur fyrir 10 árum. Internetið og veraldarvefurinn standa kannski upp úr sem burðarásar breytinganna. Á þessu tímabili höfum við líka fengið ekki eina heldur tvær útgáfur af stefnu stjórnvalda í málefnum upplýsinga- samfélagsins ásamt skipulagi og nokkrum fjármunum til að koma henni í fram- kvæmd. Við höfum séð bankaviðskipti gjörbreytast og sama máli gegnir um starf- semi skatt- og tollayfirvalda. Við, almenn- ingur, höfum með ánægju tekið á okkur verulegan hluta af verkum þessara fyrir- tækja og stofnana án þess að fá mikið fyrir, að minnsta kosti í beinni umbun,“ segir Jó- hann og heldur áfram. ,,Við höfum fengið nýjan naflastreng til útlanda, ljósleiðara- strenginn Farice, og ég hef reyndar lagt til að dagurinn sem hann var tekinn á land á Seyðisfirði árið 2003, 2. september, verði gerður að þjóðhátíðardegi upplýsingasam- félagsins. Þó að deilt sé um verðlagningu og nýtingu á þessum streng er hann mikil lífæð fyrir upplýsingasamfélagið.“ Upplýsingatækni stóriðja Íslands Hefur þú ákveðna framtíðarsýn á það hvernig upplýsingatæknin kemur til með að þróast? ,,Ég hef trú á þeirri framtíðar- sýn sem reiknar með upplýsingatækni sem hjálpartæki mannshugarins hvar sem er, hvernær sem er og við hvað sem er. Ég hef trú á því að upplýsingatækni geti orðið stóriðja á Íslandi og muni lengi enn halda áfram að tvöfalda útflutningsverðmæti af- urða sinna ár hvert eins og verið hefur það sem af er öldinni. Ég hef trú á því að takast muni að skapa greininni sambærileg vaxt- arskilyrði á við aðrar atvinnugreinar, með- al annars fjarskiptakerfi með nægri flutn- ingsgetu og á verði sem hún ræður við. Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við stöndum í fremstu röð hvað varðar nýtingu upplýsingatækninnar. Skil- yrði fyrir frekari þróun og útrás ættu því að vera fyrir hendi. Menntakerfið er lykill að árangri á þessu sviði. Það hefur þegar tekið verulegum breytingum í anda upplýsinga- samfélagsins og ég hef trú á að þar muni verða hrint í framkvæmd því átaki sem nauðsynlegt er til að þessi framtíðarsýn, sem ég er langt frá því einn um, rætist.“ Halldór Jón Garðarsson er verkefnastjóri í markaðsdeild Nýherja Tölvutækni á árinu 2005

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.