Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Page 46

Tölvumál - 01.11.2005, Page 46
Hönnun í þrívídd Vorráðstefna SolidWorks undirstrikar fjölhæfni Einar H. Reynis 46 Tölvumál Hugbúnaður til að hanna í þrívídder ekki að finna í hverri tölvu ogreyndar fyrir óinnvígða er merki- legt að kíkja á þennan geira UT og sjá hvernig 3D-tækni tengist víða við daglegt líf fólks á ólíklegasta hátt. Hver veit nema að hraðasuðuketill heimilisins sé upprunn- in í tölvuskjá austan hafs eða vestan? Meðal þeirra aðila sem hafa sérhæft sig í þrívíddarhugbúnaði er SolidWorks en fyrir utan flaggskipið sjálft, sem er sam- nefndur hugbúnaður, er margt annað sem tengist honum og gefið út af fyrirtækinu en síðan eru fjöldamörg fyrirtæki sem hafa búið til hugbúnað til að styðja við þrívídd- arhönnun, til dæmis til að mögulegt sé að hanna fríhendis með teikningum og um- breyta í tölvugögn, að búa til margvísleg líkön til að athuga hvernig hlutir hegða sér í raunveruleikanum, eða til að einfalda partalista og mót og fjöldamargt annað sem fylgir því sem þarf að gera frá því hugmynd kviknar að grip og þar til hann stendur tilbúinn og fullbúinn úr fram- leiðslu. SolidWorks heldur árlega ráðstefnur og sýningar sem kallast SolidWorks World og í Evrópu komu aðilar saman í bænum Vasteraas í Svíþjóð á vormánuðum. Þar voru samankomnir hundruðir manna til að fræðast um næstu útgáfur af hugbúnaði fyrirtækisins og notendur gátu hitt og rætt milliliðalaust við helstu forsprakkana um sérhæfð málefni. Ýmsir notendur stigu líka á svið til að kynna og sýna vörur sínar og hvernig þær tengdust notkun hugbúnaðarins. Athyglisvert var til dæmis að heyra hvernig framleiðanda hraðskreiðasta fjöldafram- leidda bíls í heimi, Koenigs- egg (www.koenigsegg.com) tókst að upp- fylla kröfur um hvarfakút með aðstoð hermilíkans og reikna það út um leið að nýja hönnunin myndi ekki skerða hestöfl- in. Síðan þegar gripurinn var smíðaður reyndist allt standast það sem hugbúnað- urinn sagði að hann myndi gera. Annar aðili sem sérhæfir sig í fjarstýrð- um, agnarsmáum kafbátum (www.seabolix.com) sýndi gestum hvern- ig hugbúnaðurinn var notaður til að hanna og þróa bátana, og stytta verulega hönnun- ar- og framleiðslutíma, og spara fé, með líkönum. Hermilíkön voru notuð til að betrumbæta vatnsflæði gegnum vélar bát- anna þegar í ljós kom að aflið var ekki eins og búist var við. Meðal þeirra sem framleiða stuðnings- hugbúnað fyrir SolidWorks var athyglis- vert að sjá afurðir gerðar af fyrirtækinu Alias (www.alias.com) en hönnuður gæti með hugbúnaði teiknað fríhendis grip og síðan umbreytt í grip sem síðan væri tölvuunninn í þrívídd. Myndirnar voru sérstaklega glæsilegar og ekki nein leið að sjá að þetta væri tölvugrafík en ekki ljós- myndir af raunverulegum hlutum.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.