Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 14
Minningarorð 14 Tölvumál var hann vanur að segja þegar ný úrlausn- arefni voru borin upp. Skörp greind, yfir- vegun og rökfesta gerðu hann að þeim yfirburða starfsmanni sem hann var. Fum- laus tök á verkefnum, nákvæm greining á eðli þeirra og tilgangi og skapandi hugsun einkenndu verk hans og gerðu honum kleift að standa við kjörorð sín. Jón var einstakur maður í viðkynningu og samskiptum, viðmótið vingjarnlegt og hlýtt og grunnt á græskulausu skopskyni. Aldrei sást á honum reiði og samferða- menn telja að neikvæðar tilfinningar hafi verið honum framandi. Hann hélt þó fast á sínum málum og sló ekki af þegar fagleg sjónarmið áttu í hlut. Jón var sannkallaður uppfræðari. Margar kynslóðir fagmanna á hans sviði nutu leiðsagnar hans og allt fram á síðasta starfsdag mátti sjá arftaka í starfi sitja við fótskör hans og bergja á brunni þekkingar og reynslu. Hann var einnig ötull liðsmaður í fé- lagsstarfi starfsmanna og með sínu yfir- vegaða fasi vinsæll og hrókur fagnaðar á góðri stundu. Hann var félagi í Skýrslu- tæknifélaginu frá stofnun þess til dauða- dags. Snemma árs 2004 stóðu nokkrir „öld- ungar“, þ.e. menn og konur sem starfað höfðu 25 ár eða lengur á sviði upplýsinga- tækni, að stofnun faghóps innan vébanda Skýrslutæknifélags Íslands. Faghópurinn nefnist öldungadeild og honum stýrir þriggja manna öldungaráð. Á verksviði hópsins er meðal annars varðveisla sögu- legra tækja, gagna og heimilda og að skrá sögu upplýsingatækni á Íslandi. Í ljós kom að Jón og annar þeirra er hér rita (ÓK) voru elstu öldungarnir í hópnum - höfðu báðir starfað í faginu í liðlega hálfa öld. Í þessum félagsskap hafði Jón margt til mála að leggja og þar er nærveru hans nú saknað - það var svo margt sem átti að koma í verk. En „öldungarnir“ varðveita minningu um góðan dreng og félaga. Jón fæddist í Vestmannaeyjum 15. sept- ember 1925. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. október 2005. Foreldrar hans voru Zophonías Jónsson, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 18. mars 1897 og Anna Theodórsdóttir, húsmóðir, f. 29. apríl 1899. Á unglingsárum vann Jón sem sendill hjá KRON og stundaði nám í kvöldskóla KFUM. Sextán ára gamall veiktist hann af berklum og dvaldist næstu 5 ár á Vífils- stöðum, Akureyrarspítala og á Reykja- lundi. Árið 1946 hóf hann nám við Sam- vinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1948. Jón hóf störf á Skattstofu Reykjavíkur 1947. Jón kvæntist 12. desember 1957 Heiði Gestsdóttur teiknikennara, f. 8. maí 1930. Sonur þeirra er dr. Zophonías Oddur, sam- eindalíffræðingur. Fósturdætur Jóns og Heiðar eru Elín Þorgerður Ólafsdóttir læknir og Jóna Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Þrátt fyrir langa starfsæfi og oftar en ekki langan vinnudag var hann ávallt reiðubúinn að rétta sínum nánustu hjálpar- hönd, hvort heldur var við lærdóm eða handverk af ýmsum toga. Við viljum votta minningu Jóns Zoph- oníassonar virðingu og þakka þann drjúga þátt sem hann átti í þróun upplýsingasam- félagsins á Íslandi. Jóhann Gunnarsson Óttar Kjartansson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.