Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 12
Hver er konan? Hver er konan? fastur dálkur í Tölvumálum - blaði SKÝ 12 Tölvumál Nafn og vinnualdur: Þórunn Pálsdóttir og ég er búin að vinna í faginu í 21 ár!!!! Fjölskylduhagir og búseta Ég er gift Hafþóri Kristjánssyni vél- fræðingi og rafvirkja. Börnin okkar eru Hjalti Hrafn sem er 22 ára nemi í heim- speki í Háskóla Íslands og Heiðrún sem er 19 ára nemi í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Við eigum heima í Kópavogi og þar er að sjálfsögðu gott að búa. Í hverju felst starf þitt? Ég er yfirmaður tölvu- og fjarskipta- mála hjá Alcan á Íslandi. Næstu áramót flyst ég hins vegar til Kanada og tek við nýju starfi í höfuðstöðvum Alcan í Montr- eal. Þar verð ég verkefnisstjóri við inn- leiðingu á stórum verkefnum á sviði dreifðrar tölvuvinnslu innan Alcan sam- steypunnar. Alcan stefnir að meiri mið- stýringu í tölvumálum fyrir starfsemi sína um allan heim en tölvunotendur í fyrir- tækinu er um 50.000. Af hverju valdir þú upplýsingatækni? Það var að mestu leyti tilviljun sem réði því að ég hóf nám í tölvunarfræði en stærðfræði hafði alltaf verið uppáhalds- fagið mitt og þess vegna ætlaði ég í verk- fræðinám. Uppáhaldstölvuleikur Að sjálfsögðu Tetris. Uppáhaldsforritunarmál C Uppáhaldsstýrikerfi VMS (ég hlýt að vera orðin svolítið gömul!) Hvað pirrar þig mest við tölvur Megabæt og bitar og herz og ram og rom og örgjörvar og allt þetta dót sem allir halda að maður viti allt um. Helsta klúður í vinnunni Klúður Hvað ætlar þú að gera/verða þegar þú ert orðin stór? Ég ætla að kanna hvers vegna umferða- sultur verða til og hvers vegna þær leysast bara si sona_ Hvernig er tölvutaskan þín á litin. Rauðbrún. Tö lv ut æ kn i á ár inu 2 00 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.