Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 1
Eitrað dekkj k SUNNUDAGUR NÚTÍMAPARÍSARDAMA BÝFLUGNABÚ Í BORGINNI MUNUR ÁEINELTI OGÁTÖKUMTÍSKA 36 FINNSKAR FLUGUR 40 SAMTÖKINERINDI 30 ÍSLAND FER ÁEM Í KOTRU 13. SEPTEMBER 2015 HEIMIR HALLGRÍMSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI SEGIR ÞÁ FÉLAGA LARS LAGERBÄCK VERA EINS OG HALLA OG LADDA. SJÁLFUR SÉ HANN HALLI 12 * EINS OGHALLI OG LADDI Stofnað 1913  214. tölublað  103. árgangur  L A U G A R D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 1 5 TÓNLEIKAR Í LONDON 1985 GÁFU TÓNINN ÞAKKLÁT 100 ÁRA VEIÐIKONA GUÐNÝ JÓNA 4UPPRIFJUN VIGDÍSAR 46 Teikning/Kanon-arkitektar Mánatún 1 Svona mun nýi turninn líta út. Myndir af Höfðatorgshúsum eru í vinnslu.  Slík er eftirspurnin eftir húsnæði í fyrirhuguðum 7-9 hæða skrif- stofuturni á Höfðatorgsreitnum í Reykjavík að þrjár hæðanna hafa þegar verið leigðar út. Áformað er að taka húsið í notkun haustið 2017. Félag sem tengist Eykt mun byggja skrifstofuturninn. Á sömu lóð mun annað félag sem tengist Eykt byggja 12 hæða íbúðaturn með 94 íbúðum. Samanlagt kosta þessi verk- efni yfir 10 milljarða. Aðeins steinsnar frá Höfðatorgs- reitnum eru svo að hefjast fram- kvæmdir við 8 hæða íbúðaturn í Mánatúni með samtals 34 íbúðum. Áætla má að kostnaður við að byggja húsið í Mánatúni sé frá 1,6 milljörðum króna. Saman kosta verk- efnin tvö minnst 12 milljarða. »4 Hafa leigt út þrjár hæðir í húsi sem verður opnað 2017 Flotinn tvöfaldaður » Frá árinu 2010 hefur flug- vélafloti Icelandair tvöfaldast, úr 12 vélum í 24. » Á næsta ári bætast við tvær Boeing-þotur og verða þær þá orðnar 26 í flotanum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áætlað er að fjöldi farþega með vél- um Icelandair verði um 3,5 milljónir á næsta ári. Gangi það eftir munu rúmlega tveimur milljónum fleiri farþegar ferðast með vélum Icelandair árið 2016 en á árinu 2010, er þeir voru um 1,5 milljónir. Hefur farþegafjöldinn þá aukist um 136% á sex árum. Í ár er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn fari í fyrsta sinn yfir þrjár milljónir. Leiða- kerfi félagsins hefur nærri þrefaldast að umfangi frá árinu 2009, þegar far- þegar voru um 1,3 milljónir talsins. Flugferðum Icelandair fjölgar úr 6.836 árið 2012 í rúmlega 10 þúsund í ár og fast að 11.400 á næsta ári, gangi áætlanir félagsins eftir. Á næsta ári verður þremur áfangastöðum bætt við leiðakerfið, þegar heilsársflug hefst til Chicago, Montreal og Aber- deen. „Í mínum huga er starfsemi Ice- landair og Icelandair Group lykil- hlekkur í vexti og viðgangi ferðaþjón- ustunnar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Gro- up, við Morgunblaðið. Milljónafjölgun á sex árum  Farþegum Icelandair gæti fjölgað í 3,5 milljónir á næsta ári  Voru um 1,5 milljónir árið 2010  Leiðakerfi félagsins hefur þrefaldast að umfangi frá 2009 MFarþegafjölgun 2 milljónir... »6 Morgunblaðið/Kristinn Gervigras Fjöldi knattspyrnumanna æfir á gervigrasi allt árið um kring. Umræða um dekkjakurl á gervi- grasvöllum fór af stað nýlega á sam- félagsmiðlum og var vitnað í grein sem Þórarinn Guðnason læknir skrifaði í Læknablaðið árið 2010. Hann sagði að í dekkjakurlinu væru krabbameinsvaldandi efni og vildi það burt. Nú, fimm árum síðar, er staðan nánast óbreytt, en íslenskir fótboltavellir eru í 80% tilfella þaktir dekkjakurli. „Þetta er klárlega krabbameins- valdandi efni. Það er dálítið skugga- legt að körlunum á gúmmíverkstæð- unum er gert að nota hanska en börnunum okkar er boðið upp á að höndla þetta,“ segir Þórarinn „Hver ber ábyrgðina ef börnin verða fyrir heilsutjóni eða síðbúnum áhrifum eins og ófrjósemi?“ spyr hann. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er farið ítarlega í málið og rætt við sérfræðinga og framkvæmdastjóra íþróttafélaga. Dýrt reynist að skipta því út en ljóst er að það verður ekki notað í framtíðinni. asdis@mbl.is Dekkjakurl enn í notkun  Dekkjakurl á gervigrasvöllum landsins inniheldur krabbameinsvaldandi efni  Margir vilja það burt Margar fallegar lopapeysur en einnig flíspeysur og marglitir regngallar sáust í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum í gær. Fjallmenn komu af fjalli með nokkuð vænt fé, líklegra þyngra en í fyrra, þrátt fyrir kulda og erfiðleika í vor. Fjöldi fólks lagði leið sína í réttirnar að vanda. Helgin er ein mesta réttahelgi haustsins og er réttað um allt land. Í dag verða til dæmis Tungnaréttir í Bisk- upstungum og Reykjaréttir á Skeiðum. »14-15 Fallegar lopapeysur og marglitir regngallar í réttunum Morgunblaðið/Eggert Fjölskrúðugt mannlíf og sundurdráttur á Suðurlandi  Laxveiði hefur verið góð í sumar og með því besta sem sést hefur síðasta áratug. Veiði- met hafa fallið í nokkrum ám, en heild- artala í við- miðunarám er vel á fimmta tug þúsunda laxa. „Það hefur gengið rosalega vel í sumar og veiðin hefur verið ótrú- lega jöfn,“ segir Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, einn leigutaka Víðidals- ár og staðarhaldari. »12 Laxveiðin með því besta í áratug  Nýskráðum fólksbílum hefur fjölgað um 42% á fyrstu átta mán- uðum ársins frá sama tíma í fyrra. Skráðir hafa verið tæplega 11.000 nýir bílar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Aukning er í sölu flestra tegunda bíla en þó er sérstaklega mikil aukning í sölu dýrari teg- unda bíla. Sala á Porsche hefur rúm- lega tvöfaldast milli tímabila en seldir hafa verið 53 nýir Porsche-bílar á fyrstu 8 mánuðum ársins. Verð þeirra er frá 12 milljónum króna. Framkvæmdastjóri bílasviðs Bílabúðar Benna, Björn Ragn- arsson, segir að bílamarkaðurinn í heild sinni hafi tekið vel við sér. „Við höfum séð það að fólk sem átti fínni bíla hefur dregið það lengi að endurnýja bílana sína. Það skýrir að einhverju leyti þessa aukningu en það má líka nefna að verð- munur á dýrari lúxusbílum er orðinn lítill í sam- anburði við aðra bíla.“ Þá segir hann að mikill árangur hafi náðst í að minnka eyðslu og mengun lúxusbílanna. »22 Mikil aukning í sölu dýrari bíla á fyrstu 8 mánuðum ársins í samanburði við fyrra ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.