Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 52
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlægari vindur. Fer aftur að rigna á austurhelmingi landsins, en skýjað með köflum og einhverjar skúrir v-lands. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig að deginum. LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vantaði konu í þetta risastóra hús 2. Flóttafólk fóðrað eins og dýr 3. Danaprins hlúir að sonum sínum 4. Konan kom að manninum  Hljómsveitin amiina mun á morgun halda barnatónleika í menningarhús- inu Mengi, Óðinsgötu 2. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er frítt inn fyrir börn 13 ára og yngri. Amiina hefur á undanförnum árum heillast af skuggahreyfimyndum Lotte Reiniger (1899-1981) og samið tónlist við nokkrar af ævintýramyndum hennar. Hljómsveitin hefur gert víðreist í tengslum við þetta verkefni og haldið kvikmyndatónleika í Ástralíu, Singa- púr og víða í Evrópu og nú er komið að Reykjavík, eins og segir í tilkynn- ingu. Á tónleikunum gefst færi á að sjá þrjár myndir Reiniger við lifandi undirleik amiinu, þ.e. Öskubusku, Aladdín og Þumalínu. Miðaverð á tón- leikana er 2.000 kr. fyrir þá sem eru yfir 13 ára aldri. Amiina heldur barna- tónleika í Mengi  Fjórir fær- eyskir listamenn munu í dag kl. 15 opna samsýn- inguna Nátt- úrulýsing í Gall- eríi Fold. Málararnir Birgit Kirke, Eyðun av Reyni, Finleif Mortensen og Øssur Mohr munu sýna ný málverk þar sem landslag Færeyja er í forgrunni. Á sama tíma verður opnuð sýningin Hugsað heim með vatnslitaverkum Elínborgar Oster- mann og er hún fyrsta einkasýning Elínborgar á Íslandi. Elínborg hefur frá árinu 1995 sýnt myndlist sína í Austurríki, þar sem hún er búsett. Fjórir færeyskir og einn íslenskur FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Norðaustan og austan 3-10 m/s. Rigning með köflum, en úrkomulítið á N- landi. Hiti 8 til 14 stig, en heldur svalara nv-til. Á mánudag Norðaustan 8-13 m/s og rigning um tíma nv-lands, annars hæg norðlæg eða breytileg átt og víða smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig. „Hófst iðkun fótbolta á Íslandi haust- ið 2011 þegar Lars Lagerbäck var ráð- inn til starfa hjá Knattspyrnu- sambandi Íslands? Miðað við umræðu og umfjöllun á þeim dögum sem liðnir eru síðan Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla væri hægt að halda það,“ segir í inngangi viðhorfsgreinar um karla- landsliðið í fótbolta. »2-3 Hófst iðkun fótbolta á Íslandi árið 2011? Valsmenn hálfpartinn rændu tveimur stigum á lokamínútunum í Vest- mannaeyjum í gærkvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 26:24 í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa ver- ið undir allan leikinn. Stjörnukonur unnu öruggan sigur á Fylki, 30:22, í fyrsta leiknum í Olís-deild kvenna í Garðabæ. »2-3 Valur og Stjarnan fögnuðu sigrum Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, kveðst aldrei hafa séð annað eins viðhorf og hug- arfar og hjá íslensku landsliðsmönn- unum á Evrópumótinu í Berlín. Hann- es S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að sambandið muni væntanlega sleppa fyrir horn, fjárhagslega séð, vegna mikils stuðnings fyrirtækja og ein- staklinga. Þrír álits- gjafar segja hvað þeim fannst um ís- lenska liðið á EM. »1 og 4 Aldrei séð annað eins viðhorf og hugarfar Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt en um leið mjög krefj- andi verkefni,“ segir Steinar J. Lúð- víksson rithöfundur um nýtt verk sitt, Sögu Garðabæjar í fjórum bind- um. Útgáfunni var fagnað í sam- komuhúsinu Garðaholti í fyrradag, en það er bæjarfélagið sem gefur ritið út. Steinar J. Lúðvíksson er lands- kunnur fyrir blaðamennsku og rit- störf og liggja eftir hann tugir bóka. Hann hóf ferilinn sem íþrótta- fréttamaður á Morgunblaðinu, vann síðan um árabil að útgáfu tímarita og samtímis sendi hann frá sér hverja bókina á fætur annarri. Frá fyrri ár- um er bókaflokkurinn Þrautgóðir á raunastund, sem kom út í 19 bindum, líklega eitt af hans þekktustu verk- um, en síðustu árin hefur hann m.a. ritað sögu íslenskra íþróttasamtaka, þar sem hann er á heimavelli. Steinar kveðst una sér vel við rit- störf og er ekkert að leggja frá sér pennann á næstunni, en hann verður 74 ára í lok þessa mánaðar. Vænt- anlegt er frá honum enn eitt ritið í haust og fjallar það um líknarverk- efni íslensku Oddfellow-hreyfing- arinnar frá upphafi. Steinar segist hafa unnið að sögu Garðabæjar frá 2006, en jafnframt sinnt öðrum verkefnum. „Ég hef búið í Garðabæ meginhluta ævinnar og það kom sér vel að þekkja hér vel til. Bókin spannar tímann alveg frá land- námsöld til 2010, en upphaflega til- heyrði svæðið þar sem bæjarfélagið er nú Álftaneshreppi hinum forna,“ segir hann, Bessastaðir og konungs- valdið fyrr á tíð eru á meðal þess sem Steinar fjallar um. Í fyrsta bindi er rakin saga Álfta- neshrepps hins forna, annað bindið lýsir því hvernig sveitahreppur þró- aðist í þéttbýli, þriðja bindið fjallar um það hvernig þessi vaxandi kaup- staður blómstrar og stækkar og fjórða bindið lýsir náttúrufari sveitar- félagsins og rekur sögu Vífilsstaða, sem kallaðir voru Borgríki von- arinnar. Saga Garðabæjar er búin fjölmörg- um ljósmyndum af fólki, byggð og náttúrufari. Steinar kveðst hafa reynt að rekja á aðgengilegan hátt breytingar á búsetu, atvinnuháttum, lærdómi, menningu og samfélagi, sem þróaðist frá kotbúskap og smá- bátaútgerð í öflugan kaupstað. Þá segir hann sögur af einstaklingum og hópum sem hann vonar að gæði frá- sögnina lífi og mennsku. Í ritnefnd verksins sátu: Laufey Jóhannsdóttir formaður, Ólafur G. Einarsson, Sigurður Björgvinsson og Hilmar Ingólfsson. Skemmtilegt en krefjandi  Steinar J. Lúð- víksson ritar sögu Garðabæjar Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfundurinn Steinar J. Lúðvíksson með bindin fjögur sem segja sögu Garðabæjar frá upphafi til nútímans. Saga Garðabæjar er mikið ritverk, liðlega 1900 blaðsíður. Í inngangi segir höfundurinn: „Garðabær nú- tímans er glögg birtingarmynd þeirra breytinga sem orðið hafa á Íslandi á síðustu einni og hálfri öld, sem í raun er hægt að kalla þjóðlífsbyltingu og táknmynd þess hvernig þjóðin sótti úr eymd og fá- tækt til efna og velsældar. Gunnar Einarsson bæjarstjóri fylgir verkinu úr hlaði. Hann segir að það hafi mikið gildi fyrir sveit- arfélagið að saga þess sé skráð og varðveitt. Þær heimildir sem Steinar hafi aflað með viðtölum sínum við frumbyggjana, fólkið sem tók þátt í uppbyggingu kaup- staðarins Garðabæjar, séu þó það sem upp úr standi eftir þessa miklu vegferð, en í þeim felist ómetanleg verðmæti sem komandi kynslóðir muni búa að til fram- tíðar. Speglar þjóðlífsbyltingu SAGA GARÐABÆJAR ER 1900 BLAÐSÍÐNA RITVERK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.