Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Söngvari, flugmaður, sagn-fræðingur, skylmingakappi,útvarpsmaður, sjónvarps- maður, rithöfundur, tungu- málamaður og alveg örugglega eitthvað meira til. Bruce Dick- inson, söngvari bresku þunga- rokkssveitarinnar Iron Maiden, er maður eigi einhamur og er oft teflt fram sem lifandi dæmi um hina svokölluðu fjölfræðinga („poly- math“), stétt sem hefur átt undir högg að sækja á öld sérhæfing- arinnar. Dickinson er fjölhæfur skolli, þrautseigur vinnuþjarkur sem tókst á við erfiðustu áskorun lífs síns fyrir stuttu – þegar krabbamein gróf um sig í tungu hans af öllum stöðum. Fjölsnærðir Þrátt fyrir fjölsnærða hæfi- leika Dickinson er tungan óneit- anlega það sem hefur komið honum hvað lengst og fréttin því ískyggi- legri en ella. Krabbameinið fannst í reglubundinni læknisheimsókn rétt fyrir jólin 2014 og fór Dickinson óðar í tæplega tveggja mánaða meðferð þar sem lyfjum og geislum var beitt. Hálfu ári síðar var til- kynning birt á opinberri síðu Iron Maiden og hafði meðferðin þá lukk- ast fullkomlega. Um leið var frá því sagt að nú myndi Dickinson taka sér hvíld og sveitin myndi ekki leggja í tónleikaferðalag fyrr en á næsta ári (það mun hefjast í febr- úar). Dickinson hefði lítinn hug á að hefja störf fyrr en hann væri kominn bókstaflega á flug (sjá mynd). Þrátt fyrir þessar raunir allar var upptökum á nýrri plötu Iron Maiden, sem kallast The Book Of Souls, lokið er fréttin mikla barst og hún kom út nú fyrir stuttu. Mikilúðlegt Á síðustu árum hefur Maiden lagt sig þónokkuð eftir löngum, ep- ískum lögum fremur en snörpum, grípandi og melódískum slögurum. Í raun má segja að hlutfallið hafi snúist við. Á fyrri plötum var kannski endað á einu löngu lagi en nú finnur maður að menn eiginlega neyðast til að semja eitt stutt lag til að hafa a.m.k. eitthvað fyrir út- varpið („stuttu lögin“ eru þó ca fimm mínútur) en svo er restin mikilúðlegir ópusar þar sem allt er undir. Á Book of Souls fara okkar menn með þetta út í æsar ystu, Að duga eða drepast Ljósmynd/John McMurtrie fyrir ironmaiden.com Ódrepandi Ekkert virðist stöðva Bruce Dickinson, söngvara Iron Maiden. platan er níutíu mínútur og kemur út á tvöföldum geisladisk eður þre- faldri vínylplötu. Síðasta lagið, sem er eftir Dickinson, er lengsta lag Maiden frá upphafi, rúmar átján mínútur (og leikur hann sjálfur á píanó í innganginum!). Og það er til marks um fádæma vinsældir þess- ara glæstu stríðshrossa að allt upp- lagið af vínylnum sem barst til lands og elds og ísa seldist upp fyr- ir hádegi í Smekkleysubúðinni. Dauðleiki Platan var tekin upp í Frakk- landi, í sama hljóðveri og hin prýði- lega Brave New World (2000) var unnin en það var fyrsta hljóðvers- plata Maiden eftir að Dickinson hafði snúið aftur í hennar raðir. Upptökuferlið í þetta sinnið var losaralegt og mikið af tónlistinni var samið á staðnum en sveitin hef- ur venjulega eytt nokkrum vikum í að semja áður en haldið er í hljóð- ver. Steve Harris, hinn eiginlegi leiðtogi sveitarinnar, hefur þá iðu- lega átt eitthvað í flestum lögum en í þetta sinnið sömdu flestir jöfnum höndum þar sem Harris var frá í talsverðan tíma vegna dauðsfalla í fjölskyldunni. Pælingar um lífið og endanleika þess skjóta nokkuð reglulega upp kolli í textunum og Harris segir slíkt einfaldlega koma með aldrinum. Eftir því sem þeir eldist, sæki slíkar hugsanir fastar að. Það virðist þó eins og ansi margt þurfi að koma til eigi Járnfrúin að falla örend.  Iron Maiden gefur út sextándu breiðskífuna, The Book of Souls  Bruce Dickinson, söngvari sveitarinnar, barðist við krabbamein – og hafði betur Járnfrúarvélin Þotan sem Dickinson flýgur er með merki Iron Maiden og mynd af Eddie the Head sem járnfrúarmenn kalla rótara sveitarinnar. » Síðasta lagið, semer eftir Dickinson, er lengsta lag Maiden frá upphafi, rúmar átján mínútur (og leik- ur hann sjálfur á píanó í innganginum!). Sýningin Blaðamaður með mynda- vél verður opnuð á Veggnum í Myndasal Þjóðminjasafnsins í dag. Á henni verður sýnt úrval ljós- mynda Vilborgar Harðardóttur sem var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-81. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt, segir í tilkynningu. Vilborg fór víða og myndir hennar varpa ljósi á tíð- aranda, störf fólks og viðburði en myndirnar á sýningunni eru frá ár- unum 1963-75. Sýningarhöfundur er Sigurlaug Jóna Hannesdóttir. Blaðamaður með myndavél Samvinna Hluti einnar myndanna. Hljómsveitin Milljónamæringarnir leikur fyrir dansi í Gamla bíói í kvöld og hefst gleðin eina mínútu í miðnætti. „Loks gefst einstakt tækifæri til að upplifa ekta Milla- ball í nýuppgerðu Gamla Bíó með glæsilegum ballsal og nýopnaðri Petersen-svítu, sem er glæsilegur bar uppi á þaki Gamla bíós, eða svo- kallað rooftop lounge,“ segir um tónleikana á midi.is. Söngvararnir sem sungið hafa með sveitinni hvað mest í áranna rás, þeir Bogomil Font, Bjarni Ara og Raggi Bjarna, syngja á tónleikunum. Bogomil Sigtryggur Baldursson. Haustdansleikur með Millunum Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is MAZE RUNNER 6,9 NO ESCAPE 3:45,5,8,10:15 STRAIGHTOUTTACOMPTON 10:20 THE GIFT 8 ABSOLUTELY ANYTHING 6 SKÓSVEINARNIR 2D 1:50, 3:50 FRUMMAÐURINN 2D 1:45 INSIDE OUT 2D 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:45 Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 17:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum: albönsku, arabísku, bosnísku, búlgörsku, filipísku (tagalog), flæmsku, hollensku, japönsku, ítölsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, taílensku, tékknesku, ungversku og víetnömsku. Placement tests (for Secondary School credit) in the following languages will be held on September 17th at 5 pm. Placement tests in Albanian, Arabian, Bosnian, Czech, Chinese, Croatian, Dutch, Filipino (tagalog), Flemish, Hungarian, Italian, Japanese, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Serbian, Thai and Vietnamese. Frekari upplýsingar - More information www.mh.is Rektor STÖÐUPRÓF - PLACEMENT TESTS 17. 9. 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.