Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Liðin sem munu taka þátt íEvrópumóti landsliðasem hefst í „gömlu“Laugardalshöllinni þann
13. nóvember eru sem óðast að tín-
ast inn til skráningar fyrir í mótið.
Búist er við að 36 lið muni keppa í
opna flokknum og í kringum 30 lið í
kvennaflokki.
Fyrir Ólympíumótið í Tromsö í
fyrra var talsverð spenna í kringum
þátttöku Rússa en á fimmtudag var
ákveðinni óvissu eytt þegar þeir til-
kynntu lið sitt í opna flokknum og
kvennaflokknum. Með sveitunum
koma fjórir þjálfarar, liðsstjórar,
fararstjórar og læknir. Alexander
Grisjúk og Peter Svidler munu
leiða rússnesku sveitina í opna
flokknum.
Heimsmeistarinn Magnús Carl-
sen verður í liði Norðmanna og
heimsmeistari kvenna, María Mu-
zytsjúk, teflir fyrir kvennalið Úkra-
ínu. Aðrir þekktir kappar eru Le-
von Aronjan, Vasilí Ívantsjúk,
Anish Giri og ýmsir fleiri.
Íslendingar munu tefla fram
a.m.k. tveimur liðum í opna flokkn-
um og ljóst er að virkustu stór-
meistarar okkar eru í góðri æfingu
og til alls vísir. Evrópumótin eru
„þéttari“ en Ólympíumótin og þar
er engin auðveld viðureign. Hvern-
ig hinu svonefnda „gullaldarliði“
mun reiða af er ómögulegt að segja
til um. En menn eru að æfa sig; í
byrjun næsta mánaðar munu grein-
arhöfundur, Jóhann Hjartarson og
Margeir Pétursson spreyta sig á
heimsmeistaramótinu í atskák sem
fram fer Berlín. Þar er tímamörkin
15 10 og heimsmeistaramótið í
hraðskák fylgir strax í kjölfarið,
þar sem tímamörkin eru 3 2. Allar
skákir verða sýndar beint á netinu.
Eftir síðasta heimsmeistaramót,
sem fram fór í Dubai í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum, er
Magnús Carlsen handhafi allra
þriggja heimsmeistaratitlanna.
Jón L. Árnason hefur verið að
hita sig upp, fyrst með þátttöku á
Skákþingi Íslands í vor og á dög-
unum skrapp hann til grísku eyj-
arinnar Ródos þar sem tók þátt í
allsterku opnu móti, hlaut 6½ vinn-
ing af níu mögulegum og varð í
3.–7. sæti. Hann gerði jafntefli við
tvo stigahæstu keppendur mótsins,
annað jafnteflið kom eftir 129 leikja
maraþonskák, og hann vann tvær
síðustu skákir sínar:
8. umferð:
Jón L. Árnason – Simeon Ava-
gianos (Grikkland )
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c4 Rc6 4. d4
cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Be2
Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Bg5 O-O 10.
De3
Hinn möguleikinn í þessari stöðu
er að hörfa með drottninguna til d2.
10. … Db6 11. Dd2 Be6 12. O-O
Dc6 13. Dd3 Hfc8 14. Rd5 Bxd5 15.
exd5 De8 16. Hac1 a5 17. b3 Rd7
18. Hfe1
Gallinn við uppskiptin d5 er að
hvítur getur byggt upp mikinn
þrýsting eftir e-línunni.
18. … Bf6 19. Bh6 Bg7 20. Bxg7
Kxg7 21. Dd4+ Kg8 22. Hc3 Df8
23. He3 Hc7 24. Bg4 Rc5 25. h4!
Reynir að opna línur á kóngs-
vængum, svartur er merkilega mót-
spilslaus og peðaframrás á drottn-
ingarvæng getur líka reynst erfið
eins og kemur á daginn.
25. … f5 26. Bd1 Df6 27. Df4
Kg7 28. Bc2 Hf8 29. a3 Hf7 30. b4
axb4 31. axb4 Ra6?
Hann varð að reyna 31. …. Re4!
því að svara má 32. Bxe4 með 32.
… Hxc4! o.s.frv. En hvítur leikur
eftir sem áður 32. c5 og á betra tafl.
32. c5! Db2 33. Bb3 Dd2 34. cxd6
exd6 35. h5!
Tíu leikjum eftir að þetta peð var
sent af stað gerir það út um taflið.
35. … Dxb4 36. Dg5! Hc8 37.
He7 Hf8 38. hxg6 h6 39. Dg3 Hxe7
40. Hxe7+ Kg8 41. De3
– og svartur gafst upp.
Jón L. í 3. sæti á Ródos
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Við Íslendingar höf-
um margt til þess að
vera stolt af þessa dag-
ana á alþjóðlegum
vettvangi. Þar ber
hæst nýlegur árangur
knattspyrnumanna í
heimsmeistarakeppni.
Við getum verið stolt á
mörgum öðrum öðrum
sviðum en íþróttum.
Íslenskt tónlistarfólk
hefur ekki síður gert garðinn fræg-
an erlendis. Íslensk fyrirtæki hafa
náð góðum árangri á alþjóða-
vettvangi. Rithöfundar hafa öðlast
mikla viðurkenningu. Á það hefur
verið bent að afburðaárangur knatt-
spyrnumanna er grundvallaður á
áratuga þrotlausu starfi og stuðningi
opinberra aðila þar sem þjálfun
hefst strax í æsku. Sama á við um
tónlistarfólk, bæði einstaklinga og
hljómsveitir, sem öðlast hafa alþjóð-
legar viðurkenningar.
Árangur svo fámennr-
ar þjóðar sætir undrun
hjá fjölmennari þjóð-
um.
Undanfarin ár hefur
tónlistarmenntun á Ís-
landi átt undir högg að
sækja einkum vegna
ágreinings milli sveit-
arfélaga og ríkis um
hvor á að greiða fram-
haldsmenntun. Tónlist-
arskólar berjast í bökk-
um og framhaldsnám í
tónlist reynist mörgu ungu fólki erf-
itt vegna hárra skólagjalda sem
stjórnendur skólanna verða að taka
til þess að halda skólunum gangandi.
Án stuðnings ríkisins og sveitarfé-
laga við íþróttir í áraraðir, og þar á
meðal knattspyrnu, er ólíklegt að Ís-
lendingar væru að senda landslið í
knattspyrnu til þátttöku í úrslita-
keppni í Evrópu. Án öflugrar tónlist-
arkennslu í áranna rás ættum við
ekki svo gott tónlistarfólk sem nær
frábærum árangri, bæði heima og
erlendis. Rómarborg íþrótta og tón-
listar var og verður ekki byggð á
einum degi. Langtímaáhrif stuðn-
ings við íþróttir og tónlist má líkja
við fæðuval og lífsstíl. Ef við borðum
hollan mat og tileinkum okkur heil-
brigðan lífsstíl eru meiri líkur á
góðri heilsu og árangri í lífinu. Hið
gagnstæða á við þegar við borðum
óhollan mat. Góð eða slæm áhrif á
heilsuna koma ekki í ljós næsta dag
heldur eftir langan tíma og þá getur
reynst erfitt að snúa þróuninni við ef
illa hefur verið að málum staðið.
Sama á við um tónlistina. Ef ekki
verður hlúð að framhaldsnámi í tón-
list mun smám saman fjara undan
framvarðarsveit íslensks tónlistar-
fólks sem síðan myndi taka langan
tíma að endurheimta.
Styðjum íþróttirnar en styðjum
einnig tónlistina. Ráðamenn
menntamála á Íslandi og sveitarfé-
laga, leysið nú áralanga deilu um
hvor á að greiða fyrir framhalds-
menntun tónlistar á Íslandi. Aukum
framlag til tónlistarkennslu og stuðl-
um að fræknum sigrum tónlistar-
fólks framtíðarinnar á alþjóðlegum
vettvangi. Það er ekki aðeins alþjóð-
legt íþróttaáhugafólk sem öðlast
virðingu fyrir íslenskri þjóð þegar
svo góður árangur næst á knatt-
spyrnusviðinu. Menningarlegt fram-
lag lítillar þjóðar í alþjóðasamfélagi
aflar ekki síður virðingar en íþrótta-
árangur. Tónlistin hefur greiðan að-
gang að hjörtum margra. Styðjum
tónlistarkennslu til afreka ekki síður
en íþróttaþjálfun.
Styðjum tónlistarkennslu til
afreka ekki síður en íþróttaþjálfun
Eftir Þráin
Þorvaldsson »Menningarlegt fram-
lag lítillar þjóðar í
alþjóðasamfélagi aflar
ekki síður virðingar en
íþróttaárangur. Tónlist-
in hefur greiðan aðgang
hjörtum margra.
Þráinn Þorvaldsson
Höfundur situr í skólanefnd
Tónlistarskólans í Reykjavík.
Verslunareigendur!
Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Flottar lausnir
til innpökkunar
allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
• Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
• Hnoðar deig
• Býr til heita súpu og ís
• Uppskriftarbók og
DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
Tilboðsverð kr. 109.990
Með fylgir Vitamix sleif
drykkjarmál og svunta
Fullt verð kr. 137.489
Meira en bara
blandari!