Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 „Að teikna skopmyndir í blöðin er allt öðruvísi en venjuleg myndlist eða að myndskreyta bækur. Ég er í stöð- ugu samtali við samfélagið og maður fær viðbrögð á hverjum degi sem gerir það mjög spennandi að vera í þessu starfi.“ Halldór hlaut hönnunarverðlaun og viðurkenningar FÍT í flokki myndskreytinga árin 2002, 2004, 2006, 2008 og aðalverðlaun Félags ís- lenskra teiknara 2009. Þá fékk hann bókaverðlaun barnanna 2005 fyrir Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur og Íslensku barna- bókaverðlaunun 2006 fyrir Prinsess- una undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir skop- myndir sínar 2007 og 2010 og heið- ursverðlauna Myndstefs 2007. Vill sjá til borgarinnar „Ég bý við þann lúxus að vinnan mín samtvinnast áhugamálum mínum. Ég fylgist mikið með mynd- list, sérstaklega samtímalist, og fer í þessi litlu gallerí til að skoða hvað ungir myndlistarmenn eru að gera. Ég hef sérstakan áhuga á því þegar myndasögunni er blandað saman við samtímalist. Ég hlusta mikið á tónlist meðan ég er að vinna og hneigist til að hlusta á eitthvað sem er mátulega reitt til að halda mér vakandi en tekur heiminn ekkert of alvarlega. Ég nota hana til að halda mér í rétta skapinu í vinnunni og núna er ég að hlusta á hljómsveitina Sleaford Mods, sem er pönkskotið rokk. Svo er ég þónokkuð fyrir útivist en vil ekki fara mjög langt og vil helst sjá til borgarinnar. Gönguferðir í Esjunni og Heiðmörk eru mín ferða- lög, en ég fæ heilmikið útivistarkikk út úr þeim.“ Tvíburasystkinin Halldór og Lára ætla að halda saman upp á afmælið í dag. „Hún verður með kokteilboð seinnipartinn og ég verð með partí seinna um kvöldið.“ Fjölskylda Maki: Hlíf Una Bárudóttir, f. 11.5. 1983, nemi í diplómanámi í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Foreldrar: Bára Bryndís Sigmarsdóttir, f. 6.1, 1966, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum í Reykjavík, og Arnþór Hreggviður Gunnarsson, f. 17.7. 1965, d. 26.10. 2011, bús. í Kaup- mannahöfn. Fyrri maki: Sigríður Melrós Ólafsdóttir, f. 18.6. 1965, safnstjóri Listasafns Einars Jóns- sonar. Börn: Baldur Kolbeinn Hall- dórsson, f. 22.3. 1993, nemi í heim- speki í Háskóla Íslands. Maki: Ása Ester Sigurðardóttir, f. 18.6. 1995; Ólafur Elliði Halldórsson og Steinn Völundur Halldórsson, tvíburar, f. 24.7. 1998. Þeir eru báðir á tónlist- arbraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Systkini: Ragnar Baldursson, f. 30.11. 1955, sendiráðsfulltrúi í Pek- ing og Reykjavík, Heiður Bald- ursdóttir, f. 31.5. 1958, d. 1.6. 1993, rithöfundur og sérkennari í Reykja- vík, og Lára Baldursdóttir, f. 12.9. 1965, deildarstjóri í Þjónustumiðstöð Breiðholts. Foreldrar: Baldur Ragnarsson, f. 25.8. 1930, kennari í íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð, ljóðskáld og esperantisti, og k.h. Þór- ey Mjallhvít Halldórsdóttir Kolbeins, f. 31.8. 1932, kennari í Ísaksskóla og yfirkennari í Þroskaþjálfaskóla Íslands. Úr frændgarði Halldórs Baldurssonar Halldór Baldursson Ólína Jónsdóttir húsfr. á Hvallátrum Lára Ágústa Ólafsdóttir prestsfrú Halldór Kristján Kolbeins prestur í Vestmannaeyjum, Skagafirði og Súgandafirði Þórey Mjallhvít Halldórs- dóttir Kolbeins kennari í Reykjavík Þórey Bjarnadóttir prestsfrú Eyjólfur Kolbeins prestur á Melstað í Miðfirði, V-Hún. Kristín Jónína Þorsteinsdóttir húsfr. á Eskifirði og í Rvík Marteinn Þór Viggósson, fv. prentari í Rvík Andri Marteinsson fv. landsliðsmaður í knattspyrnu Eyjólfur Kolbeins bóndi og verslunarm. í Bygggarði og á Kolbeinsst., Seltjarnarn. Þórey Eyjólfsdóttir sölum. hjá Flugleiðum Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Þórunn Kolbeins prestsfrú í Vestm. og Rvík Snjólaug Sigurjónsdóttir kennari í Rvík Sigurjón Þ. Árnason fv. bankastj. Landsbankans Ingveldur Gíslad. húsfr. á Patreks- firði Gyða Guðmundsd. húsfr. á Akureyri Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) professor við LHÍ Gísli Kolbeins fv. sóknar- prestur á Melstað í Miðfirði Pálína Guðmundsdóttir húsfr. í Riftúni Sigurður Bjarnason bóndi í Riftúni í Ölfusi Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir á Eskifirði Ragnar Þorsteinsson kennari á Eskifirði Baldur Ragnarsson menntaskólakennari í Reykjavík Þuríður Andrésdóttir húsfr. á Eskifirði Þorsteinn Marteinsson netagerðarm.á Eskifirði Ólafur Bergsveinsson útvegsbóndi á Hvallátrum í Breiðafirði Gísli Berg- sveinsson b. í Rauðseyjum og víðar á Breiðaf. Laugardagur 100 ára Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir 90 ára Sigurður Björnsson 85 ára Guðrún Ísleifsdóttir Lilja Þórðardóttir Magnea Sveinbjörg Árnadóttir Sólveig Þrándardóttir 80 ára Bjarni Heiðar Joensen Elín Jóna Elíasdóttir Jóhanna Jóhannsdóttir María Bergmann 75 ára Guðrún Helga Ágústsdóttir Sigríður Björgvinsdóttir Steindór H. Haarde Þórunn Christiansen 70 ára Dögg Ólafsdóttir Elín Guðmundsdóttir Erling Þór Hermannsson Guðrún Jóhannsdóttir Hans W. Ólafsson Jón Sigurðsson Magnús Ísfjeld Magnússon Petra Kristín Jakobsdóttir Ragnar Bragason Sigurjón Skúlason Víóletta Granz 60 ára Brynja Sigfúsdóttir Erla Fanney Óskarsdóttir Guðjón Þór Guðjónsson Guðmundur Þór Jónsson Hafdís Magnúsdóttir Hrefna Unnur Eggertsdóttir Loritta Maria Lewanczyk Ólafur Guðmundur Jóhannesson 50 ára Auður Dagný Gunnarsdóttir Birgir Stefán Berndsen Chalaem Daengmani Friðgerður M Friðriksdóttir Guðný Þórunn Kristmannsdóttir Halldóra Pálsdóttir Helga Guðrún Sigurjónsdóttir Hrafnhildur Hilmarsdóttir Jóhanna Berglind Andrésd. Júlíana Ágústsdóttir Lára Sigríður Baldursdóttir Óskar Þór Kristjánsson Romualdas Voisiatas Sonja Guðrún Ásbjörnsd. Sólveig Ólafsdóttir 40 ára Aðalheiður Atladóttir Borgar Gunnar Guðmunds- son Ellert Örn Erlingsson Gyða Arnórsdóttir Gyða Hrund Jóhannesd. Hörður Þór Sigurðsson Íris Björg Úlfarsdóttir Jón Þór Sigmundsson Margrét Þóra Óladóttir Þórður Viðar Gunnarsson Þórunn Erna Clausen 30 ára Attila Szemes Ármann Örn Vilbergsson Fannar Guðmannsson Levy Haraldur Ingvason Hildur Anna Karlsdóttir Ingunn Sara Sigbjörnsd. Sigríður Dh. Haraldsd. Sigrún Oddgeirsdóttir Somjit Nuanboonma Stefán Vilberg Leifsson Thelma Þorsteinsdóttir Unnur Karen Karlsdóttir Sunnudagur 85 ára Gísli Jónsson Pálmi Andrésson 80 ára Björn Baldursson Sigurlaug Kristjánsdóttir Þorbjörg Kjartansdóttir 75 ára Elísabet Vilborg Jónsdóttir Elvar Jónsson Gunnar Gunnarsson Herbert Valdimarsson Lovísa Ölversdóttir Níels Jóhannsson Pétur Ólafsson Sirrý Laufdal Jónsdóttir Þórunn Bragadóttir 70 ára Áslaug Jóhannesdóttir Bragi Jónsson Edda Bergrós Pálsdóttir Eygló Sörensen Guðmunda Arnórsdóttir Kristbjörg Ágústsdóttir Ólafur Sigurþór Sveinsson Steinunn Harðardóttir Súsanna Erla Oddsdóttir Þórey Erlendsdóttir 60 ára Aðalsteinn Jón Símonarson Elís Másson Guðgeir Eyjólfsson Guðjón Þ. Arngrímsson Halina Ewa Szymanowska Hjörleifur Þór Ólafsson Ingibjörg Helga Hraundal Jóna Sólmundsdóttir Jón Ívar Guðjónsson Kristinn Björnsson Kristinn F. Sigurharðarson 50 ára Anna Björk Ragnarsdóttir Baldur Baldursson Brynjar Ingimarsson Brynjar Þór Friðriksson Elzbieta Gr. Karpowicz Ívar Björnsson Kristín Karlsdóttir Linda Björk Lýðsdóttir Sólveig Ása Eiríksdóttir Viggó Dýrfjörð Birgisson 40 ára Dagur Gunnarsson Davíð Atli Jones Ewa Janiszewska Fjölnir Freyr Sverrisson Gísli Páll Friðbertsson Hans Alan Tómasson Hrafnhildur Þorleifsdóttir Hulda Klara Ingólfsdóttir Ingiríður Blöndal Jón Grétar Ólafsson Jón Óskar Friðriksson Júlía Ingibjörg Geirsdóttir Pétur Ingi Ragnarsson Ragnheiður Ósk Traustad. 30 ára Aðalgeir Ásvaldsson Anna Lilja Kjartansdóttir Arnaud Siad Birgir Hrafn Sigurðsson Eyrún Sif Kristjánsdóttir Gerður Guðmundsdóttir Gunnar Sigvaldason Gunnar Símon Salvarsson Idalirys Cuesta Rodriguez Jens Kristinn Elíasson John Russell Hutton Jóhanna Björg Jóhannsd. Jóhann Gunnar Einarsson María Björg Gunnarsdóttir Róbert Páll Lárusson Sigríður María Sigurðard. Til hamingju með daginn Sigríður Zoëga hefur varið doktors- ritgerð sína í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Gæða verkjameðferð á sjúkrahúsi.“ („Quality Pain Management in the Hospital Setting.“) Verkir eru algengir á sjúkrahúsum og ófullnægjandi verkjameðferð hefur neikvæð áhrif á líðan og bata sjúk- linga. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða, skilgreina og meta gæði verkjameðferðar á sjúkrahúsum. Verk- efnið byggist á þremur rannsóknum. Í þeirri fyrstu var hugtakagreining not- uð til að skilgreina hugtakið gæða verkjameðferð. Í annarri rannsókninni voru próffræðilegir eiginleikar endur- skoðaðs spurningalista bandaríska verkjafræðafélagsins (APS-POQ-R) kannaðir. Í þeirri þriðju, sem var með stundaralgengissniði, var annars veg- ar innihald verkjameðferðar og hins vegar árangur verkjameðferðar met- inn hjá sjúklingum á 23 legudeildum Landspítala. Gæða verkjameðferð byggir á stofnanatengdum þáttum, meðferðarferlinu og árangri með- ferðar hjá sjúklingum. Gæða verkja- meðferð tekur mið af óskum og þörf- um sjúklinga, er örugg, skilvirk, árangursrík, veitt á rétt- um tíma og byggir á jafnræði. Ís- lensk útgáfa APS-POQ-R reyndist áreiðanleg og réttmæt til að meta árangur verkja- meðferðar á íslenskum sjúkrahúsum. Tíðni verkja reyndist 83% og 35% sjúklinga höfðu upplifað mikla verki undanfarinn sólarhring þegar spurt var. Verkjameðferðin var að mörgu leyti í samræmi við leiðbeiningar um meðferð verkja. Þó fengu margir sjúk- lingar ekki verkjalyf í samræmi við styrk verkja og skráningu og mati verkja var ábótavant. Ánægja sjúk- linga og þátttaka í ákvarðanatöku tengdust betri árangri meðferðar. Virkja þarf þátttöku sjúklinga í ákvarð- anatöku, meta verki markvisst með kvörðum og nýta þau meðferðar- úrræði sem eru til staðar til að bæta gæði verkjameðferðar á sjúkrahúsum. Sigríður Zoëga er fædd árið 1973 og lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002, viðbótardiplóma í krabbameinshjúkrun árið 2006 og MS prófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla tveimur árum síðar. Sigríður, sem hóf dokt- orsnám við HÍ árið 2011, er sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er gift Sigurði Eyþórssyni. Doktor Sigríður Zoëga Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.