Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Er þetta gert samkvæmt 3. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar í VIÐAUKA I í reglugerð nr. 1100/2014 (verklagsreglur um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar). Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Búnaðarstofa í síma 563 0300 og á gss@bondi.is Stuðningur til söfnunar ullar - auglýst eftir umsækjendum „Lömbin eru þokkalega góð, betri en í fyrra,“ segir Steinar Hall- dórsson, bóndi í Auðsholti í Hruna- mannahreppi og fjallkóngur Hrunamanna. Réttað var í Hruna- rétt í gær. Bjarni Valur Guð- mundsson, bóndi í Skipholti 3, hafði svipaða sýn á málið: „Þau eru ekki lakari en í fyrra en meiri breidd.“ Lömbin voru ekkert sérstaklega væn á Suðurlandi í fyrrahaust enda erfitt tíðarfar. Nú var vorið kalt og blautt. Bjarni telur að það sé skýringin á því hversu misjöfn lömbin eru, mörg þrælvæn en rusl með. „Ég tel að það sé vegna þess hvernig menn höndluðu erfiðleik- ana í vor. Það hafði því áhrif hvað menn áttu af fóðri og hvað þeir gerðu vel við féð í vor,“ segir hann. Hugsa betur um féð Steinar segir það vera vegna þess hversu seint menn gátu sett út lambféð í vor. „Menn hugsa betur um féð ef vorið er vont. Við sjáum árangurinn af því núna.“ Féð hefur verið í nýgræðingi í allt sumar. Steinar segir að snjór- inn hafi farið seint og gróðurinn komið undan eins og græn tún. Steinar og Bjarni Valur voru í miklum önnum með sínu fólki að draga fé í dilka. Báðir eiga von á mörg hundruð hausum í réttunum. Réttastörfin voru komin vel af stað, þegar þeir gáfu sér tíma til að ræða við blaðamann. Steinar sagðist þó hættur að draga sjálfur, hann nýttist betur við að standa í hliðinu á Auðsholtsdilknum til að lesa á mörkin og tryggja að þang- að fari einungis fé sem þangað á að fara. Steinar telur að vel hafi smalast. Þó megi búast við að ívið meira hafi orðið eftir en í fyrra. „Það var 10-14 stiga hiti á hálendinu og féð er uppi um öll fjöll. Fénu líkar vel að vera þarna og vill síður heim.“ Nefnir hann sem dæmi að uppi á fjalli þar sem venjulega eru 20 kindur hafi nú verið 80. Steinar og Bjarni Valur telja að heldur færra fé sé í Hrunaréttum en undanfarin ár. Bændur hafi haldið fleiri kindum heima vegna tíðarfarsins í vor. Steinar á von á fækkun á næstu árum. „Það eru alltaf sveiflur í þessu. Mér heyrist að margir ætli að hætta eða fækka við sig vegna tíðarfarsins í vor.“ Eggert Jóhannesson, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, fór í Hruna- réttir og Skaftholtsréttir í Gnúp- verjahreppi og fangaði mannlíf og réttastörf með ljósmyndavélina að vopni. helgi@mbl.is Lömbin heldur betri en í fyrra Fjölskrúðugt mannlíf í réttum á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.