Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 KK bandið heldur tónleika í kvöld kl. 22 með Eyþóri Gunnarssyni hljómborðsleikara. Á tónleikunum verða flutt lög úr lagasafni KK auk lagasmíða annara, m.a. lög af plöt- unum Lucky One, Bein leið, Hótel Föroyar og Paradís og gömul blús- lög eftir Robert Johnson, Jimmy Reed, J.J. Cale o.fl KK bandið og Ey- þór á Rosenberg KK Leikur og syngur á Café Rosenberg. Rýmisþræðir, sýning á verkum Ragnheiðar Bjarkar Þórsdóttur, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketil- húsi, í dag kl. 15. „Þræðir tengja Ragn- heiði Björk við lífið, upprunann og uppsprett- una. Þeir eru í senn efniviður- inn og viðfangs- efnið í list- sköpun hennar og mynda uppi- stöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráð- um. Meðan á sýningunni stendur mun Ragnheiður reglulega vinna við vefnað í vefstöðum og mynd- vefnaðarstól,“ segir um sýninguna í tilkynningu. Eftir brautskráningu frá textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 stundaði Ragnheiður meistaranám í textíl við John F. Kennedy University frá 1984-85, lauk uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1990 og M.Ed.-námi frá Há- skólanum á Akureyri árið 2009. Samhliða störfum sem textíllista- maður hefur hún verið kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri í 27 ár og er jafnframt formaður Félags íslenskra vefnaðarkennara. Ragnheiður var bæjarlistamaður á Akureyri 2014- 15. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnu- daga kl. 12-17. Rýmisþræðir Ragnheiðar í Ketilhúsi Þræðir Verk af sýningunni Rýmisþræðir sem opnuð verður í dag. Ragnheiður Björk Þórsdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þjóðleikhúsið frumsýnir í sam- vinnu við Vesturport og Royal Shakespeare Company verkið Í hjarta Hróa hattar á stóra sviði leikhússins kvöld. Lára Jóhanna Jónsdóttir fer með annað aðahlutverka sýning- arinnar, en hún leikur hina hug- rökku Maríönnu, sem Hrói höttur fellur að sjálfsögðu fyrir eins og allir vita sem þekkja ævintýri Hróa hattar, eða er það ekki? „Þetta er falleg saga og þetta er ástarsaga en líka ævintýri fullt af bardögum og miklum hraða og spennu inni á milli en þetta er ekki klassísk Hróa hattar saga. Við byrjum t.d. að kynnast Hróa hetti sem útlaga og hrotta. Hann hefur lokað sig af og gert hjarta sitt að virki. Hann leyfir engum að hafa áhrif á sig og hjálpar engum, hann er bara glæpamaður,“ segir Lára Jóhanna en fullvissar svo aðdáanda hins klassíska Hróa hattar um að enginn sé alslæmur og sé að hafa áhrif á hrottann Hróa. „Síðan kynnist hann hertogadótturinni Maríönnu, sem er alin upp við allsnægtir en þolir það ekki. Hún hefur ofboðslega sterka réttlætiskennd og ólgandi hjarta og ákveður að fara út í skóg til að bjóða Hróa hetti birginn og verður þannig áhrifavaldur í lífi hans.“ Hér er því á ferð önnur saga en sú sem flestir þekkja af Hróa hetti en alveg ofboðslega skemmtileg að sögn Láru Jóhönnu og falleg. Hættulega flott leikmynd Leikmyndin er ekki síður áhuga- verð en verkið sjálft, en Lára Jó- hanna segir hana vera mjög skemmtilega en um leið örlítið hættulega. „Leikmyndin er níu metra há gervigrasbrekka og fyrsta daginn fengum við öll að prófa að renna okkur niður hana og það skulfu margir á beinunum í fyrstu ferð. Við erum aðeins búin að venjast þessu síðan en það er líka verið að klifra í köðlum, fara niður um gólf- ið og fljúga í flugkerfinu og þess vegna er þetta örlítið hættulegt. Þeir sem eru á röngum stað á röngum tíma geta fengið kaðal í hausinn eða sverð eða svipu.“ Enginn hefur þrátt fyrir allan hasarinn slasað sig alvarlega á æf- ingum en eitthvað verið um minni- háttar meiðsli. „Við höfum sloppið mjög vel, það eru smá skurðir hér og þar en ekk- ert alvarlegt. Reyndar tognaði einn leikari í liðbandi en hann verður orðinn góður fyrir frumsýningu.“ Sagan sjálf er hættuleg og spennandi og Lára Jóhanna segir verkið hreinlega vera í takt við það. „Við erum öll rennandi sveitt eftir sýningu enda er mikil keyrsla í þessu. Adrenalínið fer því alveg í botn en síðan er þetta líka róleg og falleg ástarsaga.“ Sýningin farið um allan heim Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari æv- intýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið Íslensku tónlist- arverðlaunin, hefur samið nýja tón- list fyrir sýninguna ásamt félögum sínum og flytur hana ásamt hljóm- sveit á sviðinu. Verkið sjálft hefur farið um allan heim og er Ísland sjötta landið sem setur verkið á fjalirnar. Lára Jóhanna segist þó ekki finna fyrir neinni pressu að túlka hlutverk sitt með sama hætti og annars staðar þar sem það hef- ur verið sett upp. „Ég tek bara leikstjórn Gísla og Selmu en að sjálfsögðu reyni ég að koma með mínar áherslur líka enda get ég ekki leikið hlutverkið öðruvísi en út frá sjálfri mér,“ seg- ir Lára Jóhanna, en það eru þau Gísli Örn Garðarsson og Selma Björnsdóttir sem fara með leik- stjórn verksins. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Hraði Mikill hraði er í verkinu Í hjarta Hróa hattar sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikarar sveifla sér um í köðlum, fara niður um gólfið og svífa um sviðið en segja líka fallega ástarsögu Maríönnu og Hróa hattar. Hrottinn Hrói höttur í fallegri ástarsögu  Þjóðleikhúsið frumsýnir Í hjarta Hróa hattar í kvöld Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Aðeins þessar sýningar! At (Nýja sviðið) Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k. Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k. Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k. Aðeins þessar sýningar! Sókrates (Litla sviðið) Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn DAVID FARR HARÐINDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.