Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Tilkynningar
Kynningarfundur og
undirbúningsnámskeið
vegna löggildingarprófa fyrir
dómtúlka og skjalaþýðendur
Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða
haldin 15. og 16. febrúar 2016, að undangengnu kynningar-
og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla
Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta
löggildingarpróf verður haldinn mánudaginn 14. september
n.k. kl. 16:00 í stofu 210 í Stapa (áður Félagsstofnun stúdenta)
við Hringbraut, Reykjavík. Undirbúningsnámskeið fer
fram í stofu A052 í kjallara Aðalbyggingar Háskóla Íslands
laugardagana 26. september, 17. október, 31. október og
21. nóvember n.k. kl. 10 - 16. Próftökum er skylt að sækja
undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi áður þreytt prófin.
Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá Sýslumanninum í
Vestmannaeyjum og á vefnum www.syslumenn.is skulu
berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 900
Vestmannaeyjum eða rafrænt á netfangið skjalathydendur@
syslumenn.is, í síðasta lagi þann 24. september n.k. Prófgjald
fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir er 160.000
kr. en 120.000 kr. fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina
eða eru að endurtaka prófið. Prófgjaldið skal greiða inn á
reikning embættisins nr. 0582-26-2, kt. 490169-7339 í síðasta
lagi þann 1. október n.k. og skal staðfesting á greiðslu fylgja
umsóknum eða sendast sérstaklega á ofangreint netfang.
Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi. Nánari upplýsingar
veitir Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 og á
netfanginu skjalathydendur@syslumenn.is.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
9. september 2015.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að
breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1301015 – Merkurhraun, breyting á landnotkun vegna efnistöku.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Galtalækjar II þar sem um 3ha óbyggt svæði er gert að
efnistökusvæði, merkt E57 í greinargerð.
1404007 – Stóru-Vellir, breyting á landnotkun.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Stóru-Valla, þar sem áður skipulagt frístundasvæði verður
fært aftur í landbúnaðarnot. Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskip-
ulag.
1507007– Múli í Landsveit, breyting á landnotkun.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Múla, þar sem um 10 ha svæði úr jörðinni verður gert að
frístundasvæði. Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
Ofantaldar tillögur eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og
á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur miðvikudaginn 30. september, klukkan 15.00.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi
deiliskipulagsáætlunum:
1508040 – Múli í Landsveit, Rangárþingi ytra, deiliskipulag lóða
Deiliskipulagið tekur til afmörkunar 7 frístundalóða innan jarðarinnar Múla í Landsveit, á um 10 ha svæði. Heimilt
verði að byggja frístundahús og gestahús/geymslur á lóðunum.
1507020 – Leynir í Landsveit, Rangárþingi ytra, deiliskipulag lóða
Deiliskipulagið tekur til afmörkunar 4 frístundalóða innan jarðarinnar Leynis úr landi Stóra-Klofa í Landsveit.
Hemilt verði að byggja frístundahús, gestahús og geymslur á lóðunum.
1306007 – Ársel úr landi Neðra-Sels, Rangárþingi ytra, deiliskipulag lóða
Deiliskipulagið tekur til afmörkunar 3 lóða innan jarðarinnar Ársels, á um 3,6 ha svæði. Heimilt verði að byggja
frístundahús, gestahús og geymslur á lóðunum. Tillagan fékk málsmeðferð áður, en náðist ekki samkomulag um
aðkomur og er því ferlið endurtekið frá byrjun.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.
ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. október 2015.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með
tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Rangárþing ytra
Byggiðn – Félag byggingamanna óskar eftir
mælingamanni í fullt starf. Starfið felst í að fara á
vinnustaði, magntaka verk trésmiða og reikna út.
HÆFNISKRÖFUR:
> Sveinspróf í húsasmíði
> Góð alhliða tölvukunnátta
> Góðir samskiptahæfileikar
> Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
> Kostur að umsækjandi hafi reynslu við að
vinna í uppmælingakerfi
Umsóknarfrestur er til ogmeð 28. september nk. og skulu
umsóknir berast á netfangið finnbjorn@byggidn.is eða
í pósti áByggiðn–Félagbyggingamanna,Borgartúni 30,
105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og
umsækjendum tilkynnt ummálalok þegar ákvörðun
hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður félagsins,
Finnbjörn A. Hermannsson í síma 535-6006.
Byggiðn – Félag byggingamanna er
stéttafélag faglærðra byggingamanna og
málsvari þeirra og samningsaðili um kaup
og kjör á vinnumarkaði. Byggiðn varð til við
sameiningu Trésmiðafélags Reykjavíkur og
Félags Byggingamanna, Eyjafirði árið 2008.
Málsvari byggingamanna
STARFSMAÐUR VIÐ
UPPMÆLINGAKERFI
HÚSASMIÐA
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju
2015 - 2016
Kórstarf
Hallgrímskirkja endurvekur kórstarf sitt með
ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu, stúlkum
og drengjum á aldrinum 10-13 ára.
Skráning og frekari upplýsingar veitir
Ása Valgerður Sigurðardóttir kórstjóri.
asa@hallgrimskirkja.is /www. hallgrims-
kirkja.is/Facebook/barnaogunglingakor-
hallgrimskirkju
Félagsstarf
Samtök um kvennaathvarf
Rekstrarstýra
Samtök um kvennaathvarf leita að rekstrar-
stýru í 60-100% starf. Starfið er í mótun og
við leitum að vel menntuðum, reynslumikl-
um, talnaglöggum, ábyrgum og tæknilega
sjálfstæðum femínista til að móta það með
okkur. Samskiptahæfni, frumkvæði, jákvæðni
og sjálfstæði í vinnubrögðum eru mikilvægir
eiginleikar ásamt brennandi áhuga á starf-
semi Kvennaathvarfsins.
Verkefni rekstrarstýru eru meðal annars
bókhald og launagreiðslur, samskipti við
styrktaraðila, umsjón með félagatali og
heimasíðu auk sérverkefna sem valin verða á
grunni þekkingar og reynslu starfskonunnar.
Nánari upplýsingar á www.kvennaathvarf.is
og hjá framkvæmdastýru í netfangi
sigthrudur@kvennaathvarf.is.
Umsóknarfrestur er til og með 21. september
og skulu umsóknir sendar til framkvæmda-
stýru í tölvupósti.
Starfsmaður
í viðhaldsdeild
BM Vallá óskar eftir að ráða starfsmann
í viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Vinnan felst í viðhaldi og viðgerðum á stórum
bifreiðum, vélum og tækjum ásamt viðhaldi og
viðgerðum í verksmiðjum fyrirtækisins.
Við óskum eftir stundvísum og samviskusömum
starfsmanni sem er vanur slíkum störfum.
Vinsamlegast sendið umsóknir á
Gylfa Þór Helgason, gylfi@bmvalla.is,
Bíldshöfða 7
Raðauglýsingar 569 1100
Styrkir
NORA óskar eftir verkefnahugmyndum
og styrkumsóknum með umsóknarfrest
þann 5. október 2015.
NORA styrkir samstarf
á Norður-Atlantssvæðinu
Norræna Atlantssamstarfið
Nánari upplýsingar á: www.nora.fo