Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 ROSSINI FRUMSÝNING Í HÖRPU 17. OKTÓBER 2015 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á TIX.IS WWW.OPERA.IS Figaro: Oddur Arnþór Jónsson Almaviva greifi: Gissur Páll Gissurarson Rosina: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Doktor Bartolo: Bjarni Thor Kristinsson / Jóhann Smári Sævarsson Don Basilio: Kristinn Sigmundsson / Viðar Gunnarsson Fiorello: Ágúst Ólafsson Berta: Valgerður Guðnadóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Leikmynd: Steffen Aarfing Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar Fyrsti og annar fundur þessaþings voru á þriðjudag með setningu og stefnuræðu. Þriðji fundur var á fimmtudag og þar var fjárlagafrumvarpið kynnt.    Fjórði fundurþingsins var svo í gær og þá gátu þingmenn stjórn- arandstöðunnar ekki setið á sér lengur og hófu um- ræður um fundar- stjórn forseta.    Umræðuefnið var viðvera for-sætisráðherra í fjárlaga- umræðu og sögðust þingmenn stjórnarandstöðunnar eiga mikið órætt við hann vegna þjóðmenning- armála sem undir hann heyra.    Allt var þetta með sama brag ogá síðasta þingi og heldur dap- urlegt á að hlýða.    Og þarna voru vitaskuld mættirsömu málefnalegu þingmenn stjórnarandstöðunnar og svo oft áð- ur, þau Svandís Svavarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Össur Skarphéðinsson, Brynhildur Pétursdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.    Öll fluttu þau efnislega sömuræðuna og Helgi Hrafn sló vitaskuld met, enda málefnaleg- astur, og flutti ræðuna tvisvar.    Ef til vill þarf ekki að koma áóvart að þingið byrji eins og það endaði þó að þingmenn hafi haft uppi fögur orð um breytt vinnubrögð.    Viðbúið var að þeir sem hefðufátt fram að færa vildu helst ræða um viðveru forsætisráðherra. Helgi Hrafn Gunnarsson Málefnalega umræðan er hafin STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 16 léttskýjað Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 20 léttskýjað London 20 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 16 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 12 léttskýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 23 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 22 alskýjað Chicago 18 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:42 20:07 ÍSAFJÖRÐUR 6:43 20:16 SIGLUFJÖRÐUR 6:26 19:59 DJÚPIVOGUR 6:11 19:38 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefnd- arinnar, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á stjórnsýslulög- um.Vigdís segir frumvarpið munu leiða til betri rík- isreksturs og auð- velda forstöðu- mönnum stofnana að bregðast við hagræðingar- kröfu. „Þetta snýr að starfsmönnum hjá undirstofn- unum ríkisins og í ráðuneytunum. Þetta snýr ekki að lögreglumönnum, hjúkrunarfræðingum og þeim sem eru á gólfinu að vinna,“ segir Vigdís. Veigra sér við að fara þessa leið „Við erum að sinna ákalli ríkis- endurskoðanda. Hann hefur ályktað um það í tveimur skýrslum um mann- auðsmál ríkisins að það þurfi að ein- falda kerfið sem snýr að starfslokum opinberra starfsmanna. Með breyt- ingunum verður hægt að létta á und- irstofnunum ríkisins með því að gera starfslok við starfsmenn auðveldari. Það kemur fram í skýrslum ríkisend- urskoðunar að forstöðumenn veigra sér við að fara þessa leið. Þetta er enda svo flókið ferli. Þá getur viðkomandi starfsmaður að lokum sótt mál sitt fyrir dóm- stólum, enda hafi verið um ólögmæta uppsögn að ræða. Við erum m.ö.o. að aftengja stjórnsýslulögin við lög um opinbera starfsmenn og færa þau síð- arnefndu að uppruna sínum varðandi starfslok. Það eru óteljandi dæmi um að umboðsmaður Alþingis hafi, á grundvelli reglna stjórnsýsluréttar, talið hafa verið brotið á fólki þegar reynt var að segja því upp, jafnvel í málum þar sem forstöðumaður taldi um einföld starfslok að ræða.“ Auðveldar uppsagnir hjá ríkinu  Brugðist við ákalli Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.