Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgara-stríðið íSýrlandi
hefur að vissu leyti
fallið í skuggann af
hinum víðtækari
átökum umheimsins við hryðju-
verkasamtökin Ríki íslams og
hinn gríðarlega flóttamanna-
straum sem stríðið hefur fram-
kallað. Engu að síður virðist
ljóst að til þess að leysa megi
bæði þessi vandamál þurfi á
einhvern hátt að finna varan-
lega og friðsamlega lausn á
átökunum sem upphaflega urðu
til þess að skapa þau.
Það strandar að nokkru á því
að Vesturlönd hafa til þessa
verið ófáanleg til þess að fallast
á nokkra aðra lausn á borg-
arastríðinu en þá að Bashar al-
Assad Sýrlandsforseti víki frá
og afhendi óljósum hópi
stjórnarandstæðinga völdin.
Þessari kröfu var haldið fram á
sama tíma og sömu ríki neituðu
að veita hófsömum uppreisnar-
mönnum nokkra þá aðstoð sem
myndi duga, með þeim afleið-
ingum að miðpunktur andstöð-
unnar við Assad færðist frá
hinum hófsömu öflum og yfir til
öfgahópa á borð við Ríkis ísl-
ams og Nusra-fylkingarinnar.
Að vissu leyti er afstaða
Vesturlanda skiljanleg: mikið
blóð er á höndum Assads, og
hann skirrðist ekki við að beita
efnavopnum á eigin þjóð til
þess að halda velli.
Engu að síður hafa
aðstæður breyst
mjög með tilkomu
Ríkis íslams.
Bretar hafa lagt
mikla áherslu á það að Assad
verði að fara, og var ræða
Camerons forsætisráðherra
fyrr í vikunni meðal annars
túlkuð sem skilaboð um það að
nú hygðust Bretar hefja loft-
árásir á Sýrland. Á sama tíma
lögðu þeir fram tillögu um að
Assad myndi fá að stýra landi
sínu næsta hálfa árið, en stigi
svo til hliðar. Á það munu
Assad og bandamenn hans ekki
fallast og um líkt leyti bárust
fregnir af því að rússneskir
hermenn væru sýrlenska
stjórnarhernum innan handar.
Tvennum sögum fór af því
hversu víðtækt hlutverk þeirra
væri.
Assad lítur eflaust svo á að
engin ástæða sé fyrir sig til að
víkja, þrátt fyrir allt sem á
undan er gengið. Hann veit
sem er að baráttan við Ríki
íslams á hug Vesturlanda um-
fram óvildina í hans garð. Með
stuðningi bakhjarla sinna í
Íran og í Rússlandi getur fátt
hróflað við honum annað en
sigur Ríkis íslams á stjórnar-
hernum. Eins ógeðfelld og til-
hugsunin um áframhaldandi
völd Assads er, þá er sá kostur
enn síðri.
Enginn góður kostur
er eftir til lausnar
átökunum í Sýrlandi}
Óvinur óvinar míns
Nú er rætt ífullri al-vöru að
Schengen-
samstarfið, um
traust ytri landa-
mæri en ekkert innra landa-
mæraeftirlit, sé ekki á vetur
setjandi. Schengen var raunar
aldrei mjög traust, því að það
byggði á að allar landamæra-
stöðvar á ytri mörkum sam-
starfsins stæðu sig, en þeir
sem ferðast víða vita að landa-
mæraeftirlit er ekki alls staðar
mjög traustvekjandi. Með
fréttum af flóttamanna-
straumnum til Evrópu er vand-
inn hins vegar orðinn allt ann-
ar og meiri og er nú komið upp
á yfirborðið með mjög sláandi
hætti að ytri landamæri Schen-
gen halda ekki.
En það er með Schengen
eins og aðra þætti í samruna
Evrópusambandsríkjanna að
framkvæmdastjórn ESB getur
ekki hugsað sér að bakka með
samrunann. Hann verður að
halda áfram og hefur Jean-
Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, lagt
höfuðið að veði fyrir Schengen.
Viðbrögðin við vandanum eru
að auka miðstýringu
landamæra-
eftirlitsins og
skikka öll aðildar-
ríkin, þar með talið
Ísland, að við-
lögðum refsi-
aðgerðum, til að taka við flótta-
mönnunum sem ekki tókst að
halda utan svæðisins þegar
landamærin féllu.
Þetta eru sams konar við-
brögð og þegar öllum varð ljóst
að evran gat ekki gengið upp
sem gjaldmiðill margra ólíkra
aðildarríkja. Þá var ekki við-
urkennt að of langt hefði verið
gengið heldur byrjað að tala
um að ganga lengra og taka
upp sameiginlega ríkisfjár-
málastefnu og setja fjár-
málaráðherra frá Brussel yfir
aðildarríkin.
Tímabært er að viðurkenna
að Schengen-samstarfið er
hugmynd sem gekk ekki upp.
Eftirlit á ytri landamærunum
reyndist ófullnægjandi, svo
vægt sé til orða tekið, og þar
með hefur samstarfið fallið um
sjálft sig. Aðildarríkin verða
þar með að taka upp hefð-
bundið landamæraeftirlit
gagnvart Schengen-ríkjunum
eins og gagnvart ríkjum utan
Schengen.
Ytri landamærin
féllu og þar með er
forsendan brostin}
Schengen gekk ekki upp
Þ
egar vel gengur virðast allir
íþróttaáhugamenn hafa verið á
vellinum. „Við stilltum auðvitað
upp í þéttan 4-3-3 sóknarleik og
vorum miklu meira með boltann
og sterkari í föstum leikatriðum og í boxinu.“
Ég þurfti vel að merkja sérfræðiaðstoð til að
skrifa þessa setningu, ég veit ekkert hvað hún
þýðir. Ég veit hins vegar að Nonni vinur minn
sem sagði þetta kom hvergi nálægt því að
stilla liðinu upp eða mæta á tvær tækniæf-
ingar á dag sex daga vikunnar. Hann sat á
barnum með öllum hinum og söng, milli þess
sem hann teygaði Bola úr ofvaxinni bjórkrús.
En eftir situr þetta „við“. „Við“ er álíka
merkingarlaust og himnaríki væri án helvítis
ef ekki væruð „þið“ á móti. Þannig tekst okkur prímöt-
unum að flokka heiminn í þægilegar einingar. Júnæted-
menn og Púlarar. Kratar og sjallar. Höfuðborgarhyski
og landsbyggðarpakk. Íslendingar og útlendingar. Mis-
munandi útlendingar þó, því Skandinavar eru eiginlega
við, nema þessir krónískt fullu Grænlendingar, og svo
eru Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ekkert svo ósvipaðir
okkur. Nema þessi Trump, hann er eitthvað galinn.
Vestur á móti austri og kristnir gegn heiðingjum. Þannig
hólfum við þetta niður til að eiga auðveldara með að tak-
ast á við hversdagsleikann.
Undanfarið hefur mikið af „þeim“ viljað koma til „okk-
ar“. Þau vilja koma, því heima hjá þeim er verið að
sprengja þau í tætlur. Hluti af því að vera „við“ er að við
ætlum okkur göfug gildi. Við erum góð-
hjörtuð, uppfull af kærleika og umburð-
arlyndi. Þrátt fyrir það eru nokkur af okkur
sem sýna lítinn vilja til að hjálpa þeim sem á
því þurfa að halda. Forsenda þess væri í
þeirra huga að þau yrðu líkari okkur – aðlög-
uðust. Yrðu góðhjörtuð, kærleiksrík og um-
burðarlynd og þannig gefið í skyn að „þau“
séu það ekki. Þetta sama fólk felur sig svo á
bak við þægilega frasa á borð við „Leyfir hús-
næðisvandinn á Íslandi fleiri flóttamenn og
hælisleitendur?“ og „Vilt þú taka flóttamenn
inn á þitt heimili?“. Lesið með hljómþýðri
röddu fyrrverandi stjórnlagaþingmanns.
Þetta er ekki til marks um mikinn kær-
leika. Auðvitað þarf að greiða úr allskonar at-
riðum áður en hægt verður að taka á móti verulegum
fjölda flóttafólks. Þess vegna þurfum „við“ að taka af-
dráttarlausa ákvörðun strax á mánudaginn til að búa
„okkur“ undir að leggja heimsbyggðinni lið til hjálpar
nauðstöddum.
Í þessu hefur verið áberandi ákveðið kynslóðabil.
„Við“ sem yngri erum, sérstaklega þau okkar sem ljáum
opinberlega máls á málinu, virðumst undantekningalítið
opnari fyrir hugmyndinni um fjölbreyttara og opnara Ís-
land. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan
sagði FDR þegar hann tók við embætti forseta Banda-
ríkjanna. Og óttinn er öflugt vopn, því ótti leiðir til reiði,
reiði leiðir til haturs og hatur til þjáninga. „Við“ skulum
því ekki láta stjórnast af ótta. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Pistill
Við og þið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Viktor Orbán, forsætisráð-herra Ungverjalands, ereinn af umdeildustustjórnmálaforingjum Evr-
ópu vegna harðrar afstöðu sinnar í
deilunni um hvernig taka eigi á
mesta flóttamannavanda í álfunni frá
síðari heimsstyrjöldinni. Stefna hans
í málinu virðist þó mælast vel fyrir
meðal ungverskra kjósenda en missi
hann tökin á flóttamannastraumnum
yrði það vatn á myllu enn umdeildari
stjórnmálaflokks í Ungverjalandi.
Stjórnvöld í vestanverðri Evrópu
og mannréttindasamtök hafa gagn-
rýnt framgöngu Orbáns, sem hefur
látið reisa 175 km langa gaddavírs-
girðingu meðfram landamærunum
að Serbíu og hótað að beita hermönn-
um til koma í veg fyrir að flóttafólk
komist til Ungverjalands í von um að
fá hæli í ríkjum Evrópusambandsins,
einkum í Þýskalandi og Svíþjóð. Í
næstu viku ganga í gildi lög sem
kveða á um að þeir sem fari í gegnum
gaddavírsgirðinguna verði dæmdir í
allt að þriggja ára fangelsi, að sögn
fréttaveitunnar AFP. Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna
segir að verði lögunum framfylgt geti
það leitt til „glundroða“. Laurent Fa-
bius, utanríkisráðherra Frakklands,
segir að girðingin gangi í berhögg við
„sameiginleg gildi Evrópu“.
Harða afstöðu Orbáns má meðal
annars rekja til þess að forsætisráð-
herrann vill grafa undan þjóðernis-
flokknum Jobbik, helsta keppinaut
stjórnarflokksins Fidesz, að sögn
Blanka Kolenikova, sérfræðings í
málefnum Mið-Evrópu hjá ráð-
gjafarfyrirtækinu IHS í London.
„Orbán er á milli steins og sleggju,“
segir Kolenikova. „Hvað sem hann
gerir til að hægja á straumi farand-
manna verður óvinsælt meðal þeirra
sem berjast fyrir mannréttindum, en
hann er einnig undir þrýstingi heima
fyrir og þarf að tryggja öryggi lands-
ins.“
Kolenikova óttast að þjóðernis-
flokkar í Slóvakíu, Póllandi og Tékk-
landi taki höndum saman við Jobbik
og það verði til þess að Orbán herði
aðgerðirnar gegn flóttafólkinu.
Fidesz, flokkur Orbáns, fékk tæp
45% atkvæða og 117 þingsæti af 199 í
kosningum í fyrra en hefur átt undir
högg að sækja á síðustu mánuðum.
Skoðanakönnun sem gerð var í júlí
benti til þess að fylgi Fidesz hefði
minnkað í 22%, Jobbik væri með 13%
en 45% kjósendanna væru óráðin og
styddu engan flokkanna. Stefna Or-
báns í málefnum flóttafólksins virðist
hafa aukið fylgi stjórnarflokksins
sem mælist nú 31% og 15% styðja
Jobbik, samkvæmt nýrri könnun.
Jobbik yrði ESB
örðugri viðureignar
Tomás Boros, stjórnmálaskýrandi
við pólitíska hugveitu í Búdapest,
segir að Orbán hafi sýnt mikinn
„skilning á ungversku þjóðarsálinni“
með því að skírskota til rótgróins
ótta Ungverja við múslíma sem megi
m.a. rekja til baráttunnar við Tyrkja-
veldi sem lagði Ungverjaland undir
sig árið 1541 og hélt landinu í heljar-
greipum í meira en 140 ár.
Ungversku stjórninni hefur þó
ekki tekist að stöðva flótta-
mannastrauminn og Boros segir að
ef forsætisráðherrann missir tökin á
ástandinu verði það vatn á myllu
Jobbik sem yrði Evrópusambandinu
enn örðugri viðureignar en Orbán.
Þjóðernissinnarnir í Jobbik hafa
krafist þess að Ungverjaland hætti
þátttöku í Dyflinnarsamstarfinu í
málefnum hælisleitenda, vísi flótta-
fólkinu þegar í stað úr landi, loki
flóttamannabúðum og stórherði
eftirlit við landamærin.
Viktor Orbán milli
steins og sleggju
AFP
Stans! Barn grætur þegar ungverska lögreglan stöðvar flóttafólk við lesta-
stöð í Búdapest. A.m.k. 175.000 flóttamenn hafa komið til landsins í ár.
Viktor Orbán er 52 ára að aldri,
nam lögfræði við háskóla í
Búdapest og síðar sögu breskr-
ar stjórnmálaheimspeki við Ox-
ford-háskóla. Orbán vakti fyrst
athygli á mótmælafundi árið
1989 þegar hann krafðist þess í
ræðu að sovéskir hermenn færu
frá Ungverjalandi og efnt yrði til
lýðræðislegra kosninga. Hann
var einn stofnenda Fidesz 1988,
var forsætisráðherra á árunum
1998-2002 og hefur gegnt emb-
ættinu frá 2010. Hann hefur
verið sakaður um gerræði, ein-
ræðistilburði og lýðskrum.
Sakaður um
gerræði
UMDEILDUR LEIÐTOGI
AFP
Viktor Orbán forsætisráðherra.