Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Sérfræðingar áStofnunÁrna Magn-ússonar
keppast við að finna
orð yfir nýjar hug-
myndir og uppgötv-
anir á öllum sviðum.
Verkið er unnið í sam-
starfi við áhugamenn
um íslenskt mál hvar-
vetna í samfélaginu.
Ef þeirra nyti ekki við
værum við mun verr
stödd en raun ber
vitni.
Sérhæfð orðasöfn,
svokölluð íðorðasöfn,
eru á hinn bóginn
einskis nýt ef þeir sem
lifa og starfa í faginu
nota þau ekki. Málið
snýst því um hversu umhugað fagmönnum í hinum ýmsu greinum er
um íslenska tungu og hversu meðvitaðir þeir eru um mikilvægi þess að
geta talað um allt milli himins og jarðar á íslensku. Orðaforðinn þarf að
ná yfir allt sem við viljum tjá okkur um.
Ég hlustaði fyrir stuttu á fyrirlestur mannauðsstjóra sem var með
athyglisverðar hugmyndir um liðsheild, markmiðssetningu og fleira.
Það kom mér á óvart að flest hugtök voru endurtekin á ensku til nán-
ari skýringar. Ég hef líka
tekið eftir þessu í ýmsum
öðrum fræðigreinum. Í
fyrstu velti ég fyrir mér
hvort það teldist fínna að
vitna í hugtök á ensku. Eftir
nánari umhugsun fannst
mér hæpið að það væri
ástæðan. Mannauðsstjórnun er tiltölulega ný grein hér á landi og
hugsanlega hefur hver verið að þýða í sínu horni undanfarinn áratug.
Þar af leiðandi eru kannski nokkrar þýðingar í notkun yfir sama hug-
tak. Ástæðan fyrir því að fyrirlesarar eða greinarhöfundar tilgreina
hvað hugtakið kallast á ensku er ef til vill sú að þeir eru óöruggir með
þýðinguna.
Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, hefur bent á að
leiðin til þess að stuðla að notkun nýrra orða sé að nota þau markvisst í
kennslu á viðkomandi fræðasviði. Þannig venjist nemendur orðunum
og læri erlendu orðin samhliða. Mikilvægt sé að nemendur læri að tala
um viðfangsefnið á íslensku (Málfregnir, 2003).
Á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í vor var talað um hugbún-
aðarþýðingar á íslensku og íðorð í líftækni, hannyrðum og stýrikerf-
um. Þar kom fram að mikið og gott starf væri unnið. Eins og fyrr segir
væri það marklaust ef ekki væri fagfólk sem vill tala um vinnuna á
móðurmáli sínu. Fyrir vikið er Orðabanki Íslenskrar málstöðvar
(ordabanki.hi.is) orðinn að myndarlegu safni íðorða. Þar eru um 50
orðasöfn. Læknisfræðileg hugtök eru algengust, um 34.000. Raftækni-
orðasafn hefur að geyma um það bil 15.000 hugtök, plöntuorðasafn á
tólfta þúsund og líforðasafn rúmlega 10.000. Allir sem láta sig málið
varða ættu að vita af þessum stönduga banka.
Fagorð
Tungutak
Eva S. Ólafsdóttir
eva@skyrslur.is
Orðaforði Mkilvægt er að finna orð yfir nýjar hug-
myndir og uppgötvanir á öllum sviðum.
Mynd/Bernhard Strigel, CC: Wikipedia
Fyrir viku var orð á því haft hér á þessumvettvangi að ábendingar Sigrúnar Sigurðar-dóttur, lektors á heilbrigðisvísindasviði Há-skólans á Akureyri, í samtali við Frétta-
tímann í lok ágústmánaðar, um samfélagsleg áhrif
sálrænna áfalla sem fólk yrði fyrir í æsku, kallaði á
byltingu í vinnubrögðum ákveðinna þátta velferðar-
kerfisins og heilbrigðisþjónustunnar. Ástæða er til að
rökstyðja þessa fullyrðingu nánar.
Rannsóknir síðari áratuga sýna ótvírætt að sálræn
áföll sem fólk verður fyrir í bernsku og á æskuárum
koma fram með margvíslegum hætti síðar á ævinni og
þá bregzt velferðarkerfið og heilbrigðisþjónustan við á
ýmsan veg eftir því sem aðstæður leyfa. En með vísan
í þessar rannsóknir og þá vitneskju sem þær hafa leitt
af sér um sálarlíf okkar allra er hægt að sýna fram á
að það er röng nálgun að hefjast handa við að taka á
þessum vanda þegar hann birtist á fullorðinsárum
heldur á þvert á móti að taka á honum strax í æsku og
leitast með því við að koma í veg fyrir að hann verði
nokkru sinni til.
Eitt af því sem fólki verður tíðrætt
um á líðandi stund er umræðuhefðin sem
hér hefur rutt sér til rúms og á sér auð-
vitað langa sögu; stóryrði fólks um
náungann, illt umtal vegna ólíkra skoð-
ana og orðanotkun sem fólk mundi aldr-
ei leyfa sér augliti til auglits.
Þessi umræðuhefð hefur lengi verið rótgróin hér og
á návígið örugglega mikinn þátt í því. En jafnframt er
ljóst að í tilviki þeirra sem lengst ganga í þeim efnum
er skýringin öryggisleysi sem orðið hefur til í æsku
vegna aðstæðna heima fyrir. Þetta öryggisleysi brýzt
fram síðar á ævinni í stóryrðum í garð annars fólks,
einelti, ofbeldi og einhverju þaðan af verra.
Mér hefur orðið tíðrætt um það seinni árin að þegar
alvarleg geðsýki kemur upp hjá foreldri þurfi jafnhliða
sjúkdómsmeðferð að huga sérstaklega að áhrifum
sjúkdómsins á börn hins sjúka foreldris til þess að
reyna að koma í veg fyrir að það þunga sálræna áfall
sem barn verður þannig fyrir í æsku sæki það sjálft
heim síðar á ævinni. Fyrir meira en hálfri öld var tæp-
ast til staðar þekking á því til hvers það gæti leitt. Nú
er vitað hvaða áhrif t.d. rof á tengslum ungbarns við
móður sem verður veik á geði getur haft.
Nákvæmlega það sama á við um áfengissýki. Mikil
drykkja á heimili hefur þrúgandi og lamandi áhrif á
börn sem alast upp við slíkar aðstæður, og mótar allt
líf þeirra. Áhrifin geta orðið með ýmsum hætti. Þau
geta sjálf orðið drykkjusýki að bráð, þótt genin komi
þar einnig við sögu. Þau verða snillingar í að fela veru-
leikann fyrir sér og öðrum. Þau geta orðið fórnarlömb
hættulegs sjúkdóms sem lítið hefur verið rætt um fyrr
en nú á seinni árum, sem er meðvirkni, og svo mætti
lengi telja.
Barn sem verður fyrir því sálræna áfalli að heim-
sækja föður eða móður í fangelsi bíður þess sennilega
aldrei bætur og mun líklega alltaf líta á sjálft sig sem
annars flokks þjóðfélagsþegn. Þessi börn þurfa á sér-
stakri aðstoð að halda um leið og foreldri er hneppt í
fangelsi. Það er svo önnur umræða hvort fangelsis-
vistun á yfirleitt rétt á sér nú á tímum, nema í tilviki
hættulegra ofbeldismanna.
Mörg börn verða fyrir því ung að árum að missa
föður eða móður. Önnur börn komast að raun um það
fyrr eða síðar að þau hafi verið gefin og skilja ekki
hvers vegna. Enn önnur átta sig á því að faðir hefur
ekki gengist við faðerni. Þessi lífsreynsla skapar
öryggisleysi, sem kemur fram síðar á ævinni. Stundum
í drykkjuskap. Stundum í ofbeldi gagnvart öðru fólki,
hvort sem því er beitt líkamlega eða andlega á ein-
hvern hátt.
Byltingin sem þarf að verða í
velferðarkerfi okkar og heilbrigðisþjón-
ustu er sú að ganga þarf út frá því sem
vísu að þessi vandamál komi upp og að á
þeim beri að taka strax í æsku með því
að hjálpa börnum skipulega við að takast
á við þessi vandamál hversdagslífsins en bíða ekki
fram á fullorðinsárin.
Mín kynslóð man þá tíð að við fórum reglulega í
læknisskoðun í skóla. En við fórum nánast aldrei í sál-
fræðilega skoðun. Það var alger undantekning ef
skólabarn var leitt á fund sálfræðings. Væri það gert
var það til marks um að eitthvað mjög alvarlegt væri á
ferðinni hjá barninu sjálfu en ekki endilega í umhverfi
þess.
Strax á leikskólaaldri þarf að huga að þessum hugs-
anlegu vandamálum og hefjast þá strax handa. Að auk
reglulegra læknisskoðana vegna líkamlegra sjúkdóma
komi sálfræðingar kerfisbundið við sögu til þess að
fást við vandamál af því tagi sem hér hafa verið nefnd
og öll þjóðin veit að eru til staðar í langflestum fjöl-
skyldum með einum eða öðrum hætti.
Með öðrum orðum að ráðast að rót vandans strax í
upphafi þannig að hann nái því aldrei að þroskast
vegna þess að ungu fólki er hjálpað við að takast á við
hann þannig að hann verði aldrei að því stóra skrímsli
í lífi þess, sem reynslan hefur kennt okkur að verða
stundum óviðráðanleg.
Að þessu leyti hefur velferðarkerfi okkar og heil-
brigðisþjónustu ekki tekizt að breytast í samræmi við
nýja þekkingu og vitneskju um mannssálina.
Takist okkur að breyta vinnubrögðum okkar að
þessu leyti mun þjóðin uppskera þegar líður fram á
þessa öld í farsælla lífi fólks og vináttusamlegra um-
hverfi.
Leggjum til atlögu við
„skrímslin“ í lífi okkar
Öryggisleysi sem
til verður í æsku
mengar mannlífið
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Spænska borgarastríðið 1936-1939, þar sem við áttust lýðveld-
issinnar og þjóðernissinnar, kom
róti á hugi margra Norðurálfu-
manna. Eftir að Stalín ákvað að
styðja lýðveldissinna, sendi Komm-
únistaflokkur Íslands þrjá sjálf-
boðaliða í stríðið. Þeir höfðu allir
fengið nokkra þjálfun í svokölluðu
Varnarliði verkalýðsins, sem
þrammaði um götur Reykjavíkur í
einkennisbúningum 1932-1938, og
einn þeirra, Hallgrímur Hallgríms-
son, hafði auk þess hlotið hernað-
arþjálfun í Moskvu í tæp tvö ár.
Hallgrímur barðist hraustlega á víg-
stöðvunum frá desember 1937 til
október 1938, þegar lýðveldis-
stjórnin sendi alla erlenda sjálf-
boðaliða heim. Hinir Íslendingarnir
tveir, Björn Guðmundsson og Aðal-
steinn Þorsteinsson, komu of seint
til að geta barist.
En fjórði sjálfboðaliðinn tók þátt í
borgarastríðinu, þótt hann sé sjaldn-
ar nefndur, enda aðeins hálf-íslensk-
ur, Gunnar Finsen. Faðir hans, Vil-
hjálmur Finsen, var stofnandi
Morgunblaðsins og fyrsti ritstjóri,
starfaði eftir það sem blaðamaður í
Noregi og gekk síðan til liðs við ís-
lensku utanríkisþjónustuna. Móðir
Gunnars var norsk, og ólst hann að
mestu upp í Noregi, en var íslenskur
ríkisborgari. Gunnar lauk læknis-
prófi frá Háskólanum í Osló 1935 og
starfaði eftir það fyrir norska her-
inn. Hann fór sem sjálfboðaliði til
Spánar í mars 1937 og sinnti þar
lækningum á hersjúkrahúsi, sem
norsk og sænsk verkalýðsfélög ráku
fyrir lýðveldissinna í þorpinu Alcoy
suðvestur af borginni Valencia.
Gunnar lenti í ýmsum ævintýrum
á leiðinni suður og líka á Spáni, og er
heill kafli um hann í norskri bók,
Tusen dager. Norge og den spanske
borgerkrigen 1936-1939, sem kom út
2009. Gunnar hafði fengið berkla
ungur og dvalist á Spáni sér til
heilsubótar, svo að hann talaði
spænsku og var kunnugur í landinu.
Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Alcoy
fram í september 1937. Hann notaði
tækifærið eftir það og fór í margra
mánaða ferð umhverfis jörðina, áður
en hann tók aftur við læknisstarfi í
Noregi.
Gunnar var ekki kommúnisti,
heldur rak hann áfram ævintýraþrá
og samúð með alþýðu Spánar. Hann
gerðist sjálfboðaliði í her Finna í
Vetrarstríðinu svonefnda 1939-1940,
þegar Stalín réðst á Finnland, eftir
að þeir Hitler höfðu skipt mið- og
austurhluta Evrópu upp á milli sín
með griðasáttmálanum í ágúst 1939.
Eftir hernám Noregs var hann í
norska útlagahernum, sem barðist
gegn nasistum, en hann starfaði síð-
an lengi sem röntgenlæknir í Osló.
Hann lést 1986 og lét eftir sig fjölda
ljósmynda og annarra gagna úr
spænska borgarastríðinu. Sonur
hans, Vilhjálmur Finsen, er læknir í
Þrándheimi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Fjórði sjálfboðaliðinn
Tvö fyrirtæki til sölu
Öll hlutabréf í vel reknu fyrirtæki á sviði íhluta til
byggingaframkvæmda. Eigin framleiðsla og innflutn-
ingur. Góð rekstrarafkoma en fyrirtækið hefur alltaf verið
rekið með góðum hagnaði.
Væntanlegir tilboðsgjafar verða að sýna fram á
fjárfestingagetu uppá um 300 milljónir kr.
Eigið fé fyrirtækisins er yfir 200 milljónir kr.
Allt að 75% hlutur í hótel uppbyggingu og rekstri á
suðurlandi. Mjög framsækið félag með nýjungar í
byggingu og rekstri.
Fjárfestingarmöguleikar frá 25 - 110 milljónir, kr.
ætluð arðsemi góð.
Jón Víkingur Ásrúnar Hálfdanarson
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali,
Löggiltur leigumiðlari,
Iðnrekstar- og Viðskiptafræðingur B.Sc.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður fúslega.
Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík | wwww.holl.is | jonvikingur@holl.is | Skrifstofa: 595 9000 | Beint: 595 9010 | GSM 892 1316
(Á lóð Húsgagnahallar, gengið inn norðan megin.)