Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Auglýsing frá Samtökum eigenda sjávarjarða Samtök eigenda sjávarjarða, sem eru samtök hlutaðeigenda í sjávarauðlindinni, óska hér með eftir lögfræðingi eða lögfróðum manni (endurskoðanda, fasteignasala) til að vinna að innheimtu gjalds fyrir afnot af lögbundnum og sjórnarskrárvörðum eignarréttindum sjávarjarða eða ráðstöfun þeirra réttinda. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gefið út það álit sitt, að réttur þessi sé lögformleg eign eigenda sjávar- jarða í samræmi við 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Kostnaður vegna vinnu yrði til að byrja með greiddur í samræmi við árangur í starfi en útlagður kostnaður greiddur að fullu. Áhugasamir aðilar vinsamlegast hafið samband við undirritaðan. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, Horni, Höfn í Hornafirði, s. 478 2577 eða 892 0944. Netfang: omarantons@gmail.com eða: ses.netlog@gmail.com Heimasíða samtakanna er: www.ses.is Náttúruleg umhirða munns og tanna! Tannkremin frá Weleda hreinsa tennurnar á árangursríkan hátt Tannholdið styrkist með jurtablöndum og slímhimnur munnholsins haldast ferskar. Tannkremin innihalda engin auka-bragðefni. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland lúxusbílaframleiðendur séu að vinna hratt í að þróa tæknina. „Það hefur náðst mikill árangur í að ná eyðslu og mengun bílanna niður. Vöru- gjaldaumhverfið hér miðast við mengunarstaðla bíla þannig að verð- in eru hagstæðari eftir því sem bíll- inn mengar minna.“ Fleiri valkostir í lúxusbílum Mikil aukning hefur orðið í sölu Audi bíla en sem dæmi þá er Audi Q5 á verðbilinu 8-12 milljónir króna, en 44 slíkir bílar seldust fyrstu 8 mán- uði ársins. Jóhann Ingi Magnússon, vörustjóri hjá Heklu, segir að al- mennt sé meiri jákvæðni á bílamark- aðnum. „Það er greinilega komin meiri kaupgeta hjá fólki og það er meira tilbúið að fara út í stærri fjár- festingar. En það sem helst skýrir aukninguna hjá okkur eru nýir val- kostir.“ Hann nefnir sem dæmi raf- magnsbíla og að lúxusmerkin séu orðin framarlega á því sviði. „Þessi aukning endurspeglar allt samfélag- ið, það er komin meiri hreyfing á þjóðfélagið. Bílarnir eru margir orðnir gamlir og kominn tími á end- urnýjun.“ Sala á Mercedes-Benz hefur auk- ist um 22% milli ára og segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, að markaðurinn hafi verið mjög góður það sem af er árinu. „Sala á lúxusbílum hefur aukist en það er í takt við það sem almennt er að gerast í Evrópu. Þessir sem telj- ast til lúxusbílaframleiðenda hafa verið að auka verulega framboð á sínum bílum, sem þýðir að Merce- des-Benz er kominn með minni bíla sem teygja sig neðar í verðum.“ Jón Trausti segir að rekja megi þessa aukningu fyrst og fremst til þess að framboðið er að aukast á samkeppn- ishæfum bílum. Einnig nefnir hann að lúxusbílaframleiðendurnir hafi verið að ná miklum árangri í að lækka útblástur. „Þeir ná því meiri markaðshlutdeild því fólk er að leita sér að umhverfisvænum bílum sem menga lítið en eru samt skemmti- legir og öruggir.“ Meira selt af dýrari tegundum bifreiða Morgunblaðið/Styrmir Kári Bílar Mikil aukning hefur orðið í sölu dýrari tegunda fyrstu 8 mánuðina.  42% aukning í nýskráningum fólksbíla fyrstu 8 mánuðina BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur nýskráðum fólksbílum fjölgað um 42% frá sama tíma í fyrra. Skráðir hafa verið tæplega 11.000 nýir bílar á þessu ári samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu. Þegar skoðaðar eru einstakar tegundir kemur í ljós að mest aukning hefur orðið í sölu Opel sem hefur rúmlega tuttugufaldast á milli ára, þá er einnig mikil aukning í sölu Mitsubitshi sem hefur sjöfald- ast og sala á Volvo hefur fimmfald- ast. Töluverð aukning er í flestum öðrum tegundum. Flestir nýskráðir bílar eru frá Toyota og seldust nær 60% fleiri af þeirri tegund. Það virð- ist sem mikil aukning sé í sölu dýrari tegunda bíla. Volvo XC90 sem kostar rúmlega 10 milljónir króna seldist í 22 eintökum á þessu ári í samanburði við eitt eintak á síðasta ári. Seldir hafa verið rúmlega 100 fleiri Toyota Landcruiser á þessu ári í saman- burði við síðasta ár, en Landcruiser er hægt að fá frá 9 milljónum króna. Minni bensíneyðsla og mengun Sala á Porsche hefur rúmlega tvö- faldast milli tímabila en seldir hafa verið 53 nýir Porsche bílar á fyrstu 8 mánuðum ársins. Verð þeirra er frá 12 milljónum króna. Björn Ragnars- son, framkvæmdastjóri bílasviðs Bílabúðar Benna, segir að bílamark- aðurinn í heild sinni hafi verið að taka vel við sér. „Við höfum séð það að fólk sem átti fínni bíla hefur dreg- ið það lengi að endurnýja bílana sína. Það skýrir að einhverju leyti þessa aukningu en það má líka nefna að verðmunur á dýrari lúxusbílum er orðinn lítill í samanburði við aðra bíla.“ Hann segir það einnig hafa áhrif á aukna sölu dýrari tegunda að Landsframleiðslan jókst um 5,6% á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama fjórðung í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hefur aukning landsframleiðsla ekki verið meiri í einum ársfjórðungi frá ársbyrjun 2008. Hagvöxtur á fyrstu sex mánuðum ársins nemur alls 5,2% og hefur ekki verið jafn mikill á fyrri helmingi árs síðan 2007. Þjóðarútgjöld jukust um 7,3% á fyrri helmingi ársins, þar af jókst fjárfesting um 21,2%. Á öðrum árs- fjórðungi nam fjárfestingarvöxtur 23,4%. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst fjárfest- ing um 6,1% á fyrri helmingi ársins. Einkaneysla jókst um 4,4% á fyrstu sex mánuðum ársins og samneysla um 1,0%. Innflutningur jókst hraðar en út- flutningur vöru og þjónustu á fyrri árshelmingi en innflutningsvöxtur var 13,6%. Útflutningurinn jókst hins vegar um 9,0% á sama tíma. Þar af óx útflutningur á þjónustu um 15,5% en vöruútfluningur um 3,9%. Samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum var um 65,7 milljarðar króna á fyrstu sex mán- uðum ársins, sem er mun hærri fjár- hæð en á sama tímabili í fyrra, þegar hann var 30 milljarðar króna á verð- lagi þess árs. Minni hagvöxtur 2014 Hagstofan birti einnig í gær endurskoðaðar tölur um landsfram- leiðslu síðasta árs. Samkvæmt þeim var 1,8% hagvöxtur á árinu 2014, sem er lækkun um 0,1 prósentu frá tölum Hagstofunnar frá í mars. Einkaneysla var aðeins minni en í fyrri tölum og nam hún 3,7% í fyrra. Vöxtur fjárfestinga reyndist hins vegar meiri en áður var áætlað og jukust þær um 15,4% á síðasta ári. Morgunblaðið/Ómar Uppgangur Þjóðarútgjöld jukust um 7,3% á fyrri helmingi ársins. Mesti hagvöxtur á ársfjórðungi í 7 ár  Fjárfesting jókst um 21,2% á fyrstu sex mánuðunum Fyrirsjáanlegt er að tryggingafélögin þurfi að hækka verð til að mæta auknum tjónakostnaði. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. „Þau þurfa að hækka verð, með hækkun gjaldskrár eða lækkun afslátta, en þegar sam- sett hlutfall er komið yfir 100% hjá öllum félögunum eru hækkanir fyr- irsjáanlegar,“ segir hann og bætir við að tjónatíðni hækki samhliða upp- gangi í hagkerfinu. Að sögn Ragnheiðar Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra einstaklingsráð- gjafar og markaðsmála hjá TM, eru engar gjaldskrárhækkanir í farvatn- inu. Hins vegar sé verið að endur- skoða afsláttarkjör einstakra við- skiptamannahópa þar sem afslættir hafi farið hækkandi á síðustu miss- erum. Sigurður Óli Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði, segir félagið stöðugt fylgjast með afkomu mismunandi trygginga- greina og aðlaga verð að kostnaði hverju sinni. „Það er þó ætíð mark- mið félagsins að halda eins mikið aft- ur af verðhækkunum og mögulegt er og reynt er að grípa til ýmissa ann- arra aðgerða en að hækka verð.“ Samhliða breytingum á kjörum var ákveðið að fella niður eigin áhættu í ábyrgðartryggingu ökutækja í vildar- kerfi Varðar, sem komi á móti ið- gjaldabreytingum. Ekki standi til að grípa til frekari breytinga á öku- tækjatryggingum á næstunni. Haft er eftir Sigurjóni Andréssyni, markaðsstjóra hjá Sjóvá, að tjónum hafi fjölgað mikið undanfarin misseri. „Hjá Sjóvá hækkaði kaskótrygging ökutækja frá og með 2. september. Algeng hækkun fyrir viðskiptavini er á bilinu 1-2%. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari hækkun á gjaldská. Björn Brynjólfsson, fjölmiðla- fulltrúi VÍS, segir iðgjöld og afslætti í sífelldri skoðun, til að bregðast við breytingum á tjónakostnaði einstakra vátryggingagreina. brynja@mbl.is Verðhækkanir fyrirsjáanlegar  Hár tjónakostnaður tryggingafélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.