Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í ár eru liðin 30 ár frá því Fílharm- ónían í Lundúnum, Philharmonia Orchestra, hélt merkilega tónleika undir stjórn Vladimirs Ashkenazy í Royal Festival Hall í Lundúnum. Tónleikarnir voru haldnir að frum- kvæði framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar, Archie Newman, og rann allur ágóði af miðasölu til bygg- ingar tónlistarhúss í Reykjavík. Newman vildi fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna hljómsveitinni og bað sendiherra Íslands í Lundúnum, Ein- ar Benediktsson, um að hafa milli- göngu þar um. Ashkenazy var til í slaginn og kom aðeins einn tónleika- dagur til greina þennan vetur, 26. febrúar árið 1985. Vildi svo til að þann dag áttu Ashkenazy og eig- inkona hans brúðkaupsafmæli. Brá hann af venju að vinna ekki þann dag þar sem hann vildi allt fyrir Ísland gera, eins og kemur fram í grein Ein- ars sem birt var 20. maí árið 2011 í Vísi. 16 dögum fyrr, 4. maí, stjórnaði Ashkenazy Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á opnunartónleikum í Hörpu. Voru þá 26 ár liðin frá tónleikunum í Lundúnum. Fílharmónían hélt tónleika í Laug- ardalshöll á Listahátíð í Reykjavík árið 1984 og eftir ferðina þótti ljóst að gott tónleikahús vantaði á Íslandi. Var því blásið til tónleikanna í Royal Festival Hall sem vöktu mikla athygli bæði í Bretlandi og hér á landi, fjöl- miðlar fjölluðu ítarlega um þá og þá ekki síst vegna þess að meðal gesta á tónleikunum var Vigdís Finn- bogadóttir, þáverandi forseti Íslands, Karl Bretaprins, verndari hljómsveit- arinnar og eiginkona hans, Díana prinsessa. Í frétt um tónleikana í Morgunblaðinu degi síðar kom fram að á tónleikunum hefðu safnast á milli 600 og 800 þúsund krónur sem sam- svarar um 4,4 - 5,9 milljónum króna í dag. Hljómsveitin átti því mikilvægan þátt í byggingu tónlistarhúss. Aðkallandi að fá tónlistarhús Fílharmónían var fyrst breskra sinfóníuhljómsveita til að halda tón- leika hér á landi, hljómsveit sem á vef Hörpu er sögð þjóðarhljómsveit Breta. Hún snýr nú aftur til Íslands og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu, 18. og 19. október nk. Á tón- leikunum mun tékkneski stjórnand- inn Jakub Hruša stjórna tveimur vin- sælum tékkneskum verkum: Forleik að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana og sjöundu Sinfóníu Dvo- ráks. Rússneski píanistinn Danil Trifonov mun enda tónleikana með öðrum píanókonserti Rachmaninovs. „Þeir luku upp vitundinni fyrir því hve aðkallandi það væri að fá tónlist- arhús,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, spurð að því hvort tónleikarnir í Lundúnum hafi haft mikil áhrif á báráttuna fyrir byggingu tónlistar- húss. Hún segir að fólk sem sótti tón- leika áður en Harpa var opnuð hafi gert sér vel grein fyrir því að það væri ekki nógu góður hljómburður í Háskólabíói eða Laugardalshöll. „Eftir því sem tónlist hefur vaxið ás- megin í landinu þá auðvitað varð meira aðkallandi að fá gott tónlistar- hús sem við höfum núna fengið og með þeim betri í veröldinni,“ segir Vigdís. – Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að hljómsveit á borð við þessa hafi þurft að leika í Laugardalshöll. „Já. Ashkenazy var náttúrlega og er svo mikill Íslendingur, mikill vinur okkar og þau hjón og með metnað fyrir tónlist hérna heima. Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið sá sem stóð fyrir því að hljómsveitin kom hingað. Og hvert átti að fara?“ segir Vigdís. Það hafi ekki verið aðrir kostir í stöð- unni en Háskólabíó og Laugardals- höll og höllin hafi væntanlega orðið fyrir valinu þar sem hún rúmar fleiri gesti. – Þetta var mikill velvilji í garð Ís- lendinga sem hljómsveitin sýndi, að halda þessa tónleika. Hvers vegna heldur þú að þeim hafi verið svona umhugað um íslenskt tónlistarlíf? „Þau voru búin að reyna þetta á eigin skinni, að spila hér, tóku eftir því að tónleikarnir voru svo vel sóttir og gerðu sér grein fyrir því að Ís- lendingar hefðu mikinn tónlistar- áhuga. Það gekk fram af þeim að við ættum ekki betra hús en þetta til að spila í. Fólk með tónlistareyra, eins og þetta fólk auðvitað allt er, skynjar strax að tónlistin kemst ekki til skila í húsi eins og Laugardalshöll,“ segir Vigdís og bætir við að Ashkenazy hafi haft sín sambönd. „Þetta byrjar allt með samtölum, síðan er farið að huga að hugsjónum og svo koma ákvarðanir. Það var afskaplega glæsilega að þessu staðið.“ Vigdís sat á tónleikunum í stúku með Karli Bretaprins og Díönu prinsessu. Hún segir Díönu hafa verið gullfallega og elskulega og að Karl hafi sagt henni frá því að hann léki á selló. Hann hafi á þessum tíma verið í breska sjóhern- um og hún spurt hann að því hvernig hann færi að því að leika á selló í hernum. „Þá sagði hann: „Ég spila uppi á dekki“. Hann er voða sætur og indæll maður,“ rifjar Vigdís upp. „Við sómdum okkur vel þarna í stúkunni og það var mikið fagnað og litið úr salnum upp til okkar. Þau, sér- staklega Díana, voru mikið að spek- úlera hvort þau þekktu einhvern niðri í salnum.“ Margt smátt gerir eitt stórt – Hvernig voru tónleikarnir? „Þeir voru glæsilegir og fullt hús, alveg upp í rjáfur. Þjóðsöngurinn var leikinn og Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur var með mér og við höfum oft minnst þess hvernig það var að vera með þessu fólki og horfa niður í salinn. Allir voru að horfa á þau [Karl og Díönu, innsk.blm.] og okkur í leiðinni. Þetta var ógleym- anlegt. Einar Benediktsson var sendiherra þá og var með okkur,“ segir Vigdís og bætir því við að henni hafi fundist meira gaman að því að verið væri að halda tónleikana en að hitta þetta fína fólk. „Mér fannst það kjarninn. Það var alveg magnað að sjá Ashkenazy stýra hljómsveit sem var að gefa tónleikana til íslensks tón- listarhúss. Mér fannst það magnað og ógleymanleg stund.“ – Tókstu mikinn þátt í baráttunni fyrir byggingu tónlistarhúss? „Ég var náttúrlega einn af vinum tónlistarhúss, hef greitt reglulega á hverju ári í gegnum árin og margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Vigdís. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirminnilegt „Það var alveg magnað að sjá Ashkenazy stýra hljómsveit sem var að gefa tónleikana til íslensks tónlistarhúss,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um tónleika Fílharmóníunnar í Lundúnum. „Ógleymanleg stund“ Elskuleg Ljósmynd sem fylgdi frétt á baksíðu Morgunblaðsins, degi eftir tónleikana í Lundúnum, 27. febrúar 1985. Vigdís heilsar Díönu og Karli í Royal Festival Hall. Vigdís segir hjónin hafa verið elskuleg.  Philharmonia Orchestra leikur í Hörpu 30 árum eftir að hún hélt tónleika til styrktar byggingu tón- listarhúss í Reykjavík  Vigdís Finnbogadóttir sat tónleikana og rifjar upp í samtali við Morgunblaðið Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 12. september kl. 15: Opnun sýningarinnar Blaðamaður með myndavél. Ljósmyndir Vilborgar Harðardóttur á Veggnum Sunnudagur 13. september kl. 14: Leiðsögn á ensku um sýninguna Bláklædda konan Þriðjudaginn 15. september kl. 12: Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins Kristín Svava Tómasdóttir: Hvað er svona merkilegt við það? Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Weaving DNA á Torginu Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Listasafn Reykjanesbæjar Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir Hughrif náttúrunnar, finnskur textíll 7 kjólar eftir Örnu Atladóttur hönnuð 3. september – 8. nóvember Byggðasafn Reykjanesbæjar Þyrping verður að þorpi Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra. Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ÍSLANDS PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7.2015 - 11.9.2016 VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS – FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 18.10. 2015 NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP Opnar 18.9. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 20. september 2015 Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Heimurinn án okkar Björg Þorsteinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Jónsson Gerður Helgadóttir, Marta María Jónsdóttir Ragnar Már Nikulásson, Steina, Vilhjálmur Þorberg Bergsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.