Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Barna- og unglingastarf. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. Aðventsöfnuðurinn á Akureyri | Í dag, laug- ardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður er Stefán Rafn Stefánsson. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Í dag, laug- ardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður er Eric Guðmundsson. Barna- og unglingastarf. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Í dag, laug- ardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Erling Snorrason. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hefjum starfsárið með leiksýningu í safn- aðarheimilinu. Hafdís og Klemmi og leynd- ardómar háaloftsins. AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestar eru sr. Sunna Dóra Möller, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Tekið verður við samskotum til aðstoðar flóttafólki. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Nýtt sunnudagaskólaefni, brúðuleikhús og mikill söngur. Prestar sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Þór Hauksson. Undirleik annast Kjartan Jósefsson Ognibene. Kaffi, djús og ávextir að lokinni guðsþjónustu. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11, brúð- ur, söngvar, sögur og bænir. Linda Jóhanns- dóttir djákni leiðir samverustund sunnudaga- skólans ásamt Jarþrúði Árnadóttur og Sigfúsi Jónassyni guðfræðinemum. Séra Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari við messuna. Sönginn leiða félagar úr Kammerkór Áskirkju. Organisti er Magnús Ragnarsson. Strax að messu lokinni verður haldinn kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syng- ur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Með- hjálpari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjart- an Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing á eftir. Sjá nánar á astjarnarkirkja.is BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar sér- staklega boðin velkomin, sr. Hans Guðberg og Margrét djákni þjóna fyrir altari. Álftanesskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga org- anista. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni hafa Fjóla, Sigrún Ósk og Jón Örn. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti er Steinunn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins kl. 11. Rannveig Ið- unn og Páll organisti leiða stundina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifsdóttur og Steinunnar Þorbergsdóttir Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. Tekið við gjöfum til styrktar flóttafólki. Kirkjukaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Gospelkór Árbæjar- og Bústaðakirkju undir stjórn Helgu Vilborgar. Félagar úr kór Bústaða- kirkju undir stjórn Jónasar Þóris. Kynning á nýju starfsfólki kirkjunnar. Þessi fjölskyldumessa markar upphaf vetrarstarfsins. ORÐ DAGSINS: Enginn getur þjónað tveimur herrum. (Matt. 6) Í lok sumarleyfis ber- ast fréttir af því að stjórnvöld vilji velta upp nýjum flötum á hval- veiðistefnu Íslendinga; kanna hvort ekki eigi að veiða minna af stór- hvelum en meira af smáhvelum. Útlend- ingar hafi áhyggjur af framgangi Íslendinga í hvalveiðum. Jón Gunnarsson, formað- ur Atvinnuveganefndar þingsins, er kallaður í fjölmiðla og sem endranær ver hann hvalveiðipólitík Íslendinga af röggsemi. Bendir á að við séum í full- um rétti. Skilur ekki alveg hvað sé hér á ferðinni. Fréttamaðurinn segir það kristaltært: Draga eigi verulega úr hvalveiðum til að friða hina áhyggju- fullu. Er líklegt að það takist? Stutta svarið er nei. Það er kominn tími til að stjórnvöld fari að greina þetta mál og skýra afstöðu sína á alþjóðavettvangi í stað þess að gæla við hug- myndir af þessu tagi. Hvalveiðipólitíkin snýst ekki um hvali. Hún snýst um þá stefnu sem þjóðir heims hafa sam- mælst um að fylgja varð- andi nýtingu lifandi auð- linda hafsins. Mótun þeirrar stefnu var bæði löng og ströng og þyrn- um stráð. Á síðustu áratugum hefur hins vegar tekist að leggja meginlín- urnar á alþjóðavettvangi – bæði póli- tískt sem og í vísindasamfélaginu. Seint á 19. öld upphófst gegndarlaus og stjórnlaus veiði á hvölum. Það er saga um ofveiði sem við þekkjum vel. Eftir seinni heimsstyrjöldina sáu menn að ýmsu þurfti að breyta í samskiptum þjóða. Nýlendustefnan hafði gengið sér til húðar og styrjaldir með öllum sínum hörmungum sem tæki til að leysa úr ágreiningi lágu ljósar fyrir. Þess vegna voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar sem og Alþjóðabankinn, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og urmull af öðrum stofnunum til þess styðja þjóðir til framfara og að leiða ágreiningsmál þeirra til lykta með siðuðum hætti. Alþjóðahvalveiðiráðið var sett á lagg- irnar 1946 til að stýra hvalveiðum og hafin var vinna við Alþjóðahafrétt- arsaminginn (UNCLOS). Frá byrjun voru Íslendingar í framvarðarsveitinni við að móta reglurnar. Þegar farið var að ræða framkvæmd og útfærslur innan þessara al- þjóðastofnana varð ljóst að vísindaleg nálgun væri í raun sá eini grunnur sem þjóðir heims gætu sameinast um: Að afla gagna um vandamálin, greina þau vísindalega og draga rökréttar álykt- anir af þeim í anda upplýsingarinnar. Nýtingu lifandi auðlinda eins og fiska og sjávarspendýra ætti að stýra þannig að ekki hlytist af ofveiði. Hins vegar varð leiðtogum þessarar alþjóða- samvinnu ljóst að aldrei myndi nást sátt um það hvaða lífverur mætti nýta. Til dæmis myndu hindúar aldrei sam- þykkja neyslu á heilögum kúm, múslím- ar ekki á óhreinu svínakjöti, gyðingar ekki á fiskum án hreisturs. Þannig var ljóst að enginn friður gæti orðið um neitt annað en það að nýting mætti ekki stofna dýrastofnum í hættu. Þetta var skýrt og framkvæmanlegt og í anda upplýsingarinnar sem tók við af kredd- um og ofstæki hinna ýmsu ,,æðstu- presta“ allra landa sem lagt höfðu lín- urnar í gegnum aldirnar. Þessi nálgun var síðan staðfest á stóra Ríó-fundinum um sjálfbæra þróun árið 1992: Þeim þjóðum sem stunduðu sannanlega sjálf- bæra nýtingu á dýrastofnum myndu standa allar dyr opnar á markaðstorgi heimsins. Þetta var í raun ,,loforðið frá Ríó“. Sjálfskipaðir æðstuprestar nútímans í umhverfismálum eru margir. Sumir berjast gegn því að villtir dýrastofnar séu nýttir til matar. Aðrir að einungis verði leyfð sportveiði með staðbundinni neyslu afurða. Almennt beita þessir að- ilar ekki fyrir sig trúarkreddum. Í orði kveðnu samþykkja þeir ,,hina vís- indalegu aðferð“, en draga einstakar vísindaniðurstöður í efa. Eða að var- færnisviðmiðin séu ekki nægjanlega vel ígrunduð. Þá er siðfræðin æ meira köll- uð til við að undirbyggja kreddurnar og rangtúlkanirnar. Til dæmis er hart deilt á Íslendinga fyrir að ákveða að leyfa veiðar á 154 langreyðum úr stofni sem vísindamenn hafa ítrekað staðfest að telji 50.000 dýr í norðurhöfum og þar af um 20.000 í grennd við Ísland. Hins vegar er stofn af langreyðum í suður- höfum í slæmu ástandi og veiðar úr honum því réttilega bannaðar. Þrátt fyrir það að enginn samgangur sé á milli þessara stofna, eins og ítrekað hefur verið bent á af færustu vís- indamönnum, þá ákveða stjórnvöld margra landa að túlka það svo að um einn stofn sé að ræða. Þess vegna séu langreyðar einfaldlega í hættu og því þurfi að refsa Íslandi. Þess má geta að sama röksemd er núna höfð uppi um tegundina þorskur, Gadus morhua: Að almennt og á heildina litið séu þorsk- stofnar heimsins í slæmu ástandi. Hér er að sjálfsögðu ekkert nýtt á ferðinni. Menn hafa haft og munu hafa ýmsar skoðanir á öllum hlutum. Áfram munu einstaklingar hafa sig í frammi sem telja sig vita hvað öðrum er fyrir bestu eða jafnvel hvað plánetunni er fyrir bestu. Einstök þjóðríki geta kom- ist að samkomulagi um friðun ein- stakra dýrategunda, óháð líffræðilegri stöðu þeirra, sem við höfum að sjálf- sögðu mörg dæmi um hér á landi. Hins vegar er enginn grundvöllur fyrir slíkri friðun á alþjóðavettvangi. Og verður sennilega ekki í þúsund ár. Eina leiðin til að koma slíku á er með ofbeldi eða nauðung af einhverju tagi. Það er því hart að þurfa að horfa upp á það að verið sé að eyðileggja þann grunn sem lagður hefur verið með ærinni fyr- irhöfn áratugum saman. Að sjálfskip- aðir sérvitringar geti fengið réttbær stjórnvöld ýmissa landa til þess að víkja frá þessum meginreglum, reglum sem virða rétt þjóða og einstaklinga til að njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða enda séu almennu kröfurnar um sjálfbærni og ábyrga nýtingu upp- fylltar. Það er hart að þurfa að sitja undir því að fulltrúar stjórnvalda í ríkjum sem við teljum okkur vinveitt, saki okkur um að gera lítið úr alþjóðasamn- ingum og í reynd að stunda veiðar á dýrastofnum í útrýmingarhættu. Allt byggt á hreinum útúrsnúningi og röng- um upplýsingum eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar taki þessi mál fyrir og veki á þeim athygli á alþjóðavettvangi. Skýri málstað Íslendinga þannig að eftir verði tekið. Þetta er grafalvarlegt mál, og ekkert lítilvægara en nýleg at- laga ýmissa hópa að málfrelsi í lýð- frjálsum ríkjum. Íslendingar hafa góð- an málstað að verja: Að staðið verði við þær meginreglur og samninga sem al- þjóðasamfélagið hefur þegar sam- þykkt. Að lönd komist ekki upp með það að svíkja þau loforð sem þau hafa undirgengist með undirritun alþjóða- samninga og láta undan sérlunduðum þrýstihópum. Verði ekki vikið frá þessari óheillaþróun mun ofbeldið í sínum ýmsu myndum taka völdin í stað virkr- ar alþjóðasamvinnu. Æðstuprestarnir komast á ný upp á dekk. Réttur Íslands til að nýta lifandi auðlindir sínar með sjálfbærum hætti er í húfi. Gerir Ísland rétt með því að veiða hvali? Eftir Grím Valdimarsson » Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar taki þessi mál fyrir og veki á þeim athygli á alþjóðavett- vangi. Grimur Valdimarsson Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is AUDI A6 2,0 TDI nýskráður 03/2013, ekinn 48 Þ.km, 2,0 diesel, sjálfskiptur. 19” felgur og ný dekk, leður og alcantaraáklæði, Bluetooth, Navigation, Stopp/start, Aux tengi, eyðsla aðeins 6L/100km innanbæjar. Lægra verð til leigubílsstjóra . Verð 7.890.000 kr. Raðnr. 254090 Fasteignasala Reykjaness auglýsir til sölu þriggja herbergja íbúð, 101m2, á þessum eftirsótta stað í Reykjavík. Íbúðin er á annarri hæð í þriggja íbúða fjölbýli að Grenimel 13. Í risi hefur verið innréttað lítið herbergi. Um er að ræða 2 svefn- herbergi með innbyggðum skápum, eldhús, stórt hol, salerni og stofa, inn af stofu er borðstofa sem auðveldlega má breyta í þriðja herbergið, þaðan er gengið út á suðursvalir. Parket og flísar á gólfum, innihurðir og innréttingar mjög vel með farnar. Í kjallara hússins er sameiginlegt þvottahús, þar er einnig lítil geymsla sem tilheyra íbúðinni. Upphitað eink- abílastæði fylgir íbúðinni. Mjög vel með farin eign á besta stað í borginni, steinsnar frá Háskólabíó og Þjóðminjasafni. Verð kr. 48.000.000 Opið hús þriðjudaginn, 15. september frá kl. 18.00 - 19.00 Reynir Þorsteinsson lögg.fasteigna & skipasali. Víkurbraut 27, Grindavík Sími 533 4455 www.netver.is Grenimelur 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.