Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 ✝ Geir GrétarPétursson fæddist 14. apríl 1937 í Stóru Hild- isey í Austur- Landeyjum. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 1. september 2015. Foreldrar hans voru Soffía Péturs- dóttir og Pétur Guðmundsson, bóndi á Stóru Hildisey í Austur-Landeyjum. Geir Grétar var yngstur af fjór- tán systkinum sínum sem öll komust á fullorðinsár. Af systk- inum Geirs Grétars eru nú látin Marta, Guðmundur, Kristín, Kristján, Jóhanna, Hallgrímur, Lovísa, Guðleif, Rósa, Sigríður og Guðrún. Eftirlifandi systkini hans eru Jónas og Pétur. Eiginkona Geirs Grétars var Kristín Anna Baldvinsdóttir, f. 20. ágúst 1938, d. 26. ágúst 2009. Börn hans eru: 1) Valur Smári Geirsson, f. 18. sept- ember 1957, d. 11. mars 1984. Geirsdóttir, f. 13. febrúar 1980. Barn hennar er Linda Sjöfn, faðir hennar er Alex Þor- steinsson. Geir Grétar fór sem ungur piltur að vinna og sótti hann sjóinn sextán ár af sinni starfs- ævi ásamt öðrum verkastörfum. Kynntist konu sinni Kristínu Önnu Baldvinsdóttir, húsmóður og verkakonu, um 17 ára aldur og Kristín þá 16 ára. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík skömmu eftir að þau kynntust. En fluttu búferlum til Vest- mannaeyja 1963 þar sem Geir Grétar sótti sjóinn. Einnig átti hann þátt í að stofna útgerð ásamt tveim félögum sínum. Geir Grétar kom að stofnun AA- samtakanna í Vestmannaeyjum og var liðtækur og virtur félagi þar alla þá tíð sem þau bjuggu í Eyjum. AA-samtökin í Eyjum voru gríðarlega öflug, þau virt- ustu á þessum tíma, og leituðu aðrir stofnendur uppi á landi til Eyja um hvernig ætti að stofna öflug AA-samtök. Geir Grétar og fjölskylda bjuggu í Eyjum til ársins 1980 en fluttu til Selfoss þar sem þau hjónin bjuggu alla tíð utan nokkurra ára í Þorláks- höfn. Útför Geirs Grétars fer fram í Selfosskirkju í dag, 12. sept- ember 2015, kl. 12.30. Eftirlifandi eig- inkona hans er Linda Sigurborg Aðalbjörnsdóttir og börn þeirra eru Aðalbjörn Þorgeir Valsson og Anna Dóra Valsdóttir. 2) Grétar Pétur Geirsson, f. 24. september 1958. Börn hans eru Guð- ríður, móðir henn- ar er Guðrún Guðfinnsdóttir, Kristín, Dagný, Díana, Geir Grétar, Eva, móðir þeirra er Laufey Þóra Ólafsdóttir, og Arndís Anna, móðir hennar er Brynhildur Fjölnisdóttir. 3) Steindór Guðberg Geirsson, f. 26. desember 1961, d. 1. októ- ber 1978. 4) Heimir Freyr Geirsson, f. 1. júní 1963. Börn hans eru Valur Smári og Sæþór Freyr, móðir þeirra er Eygló Guðmundsdóttir. 5) Sævar Helgi Geirsson, f. 18. október 1966. Barn hans er Sonja Rut, móðir hennar er Jóhanna Björg Halldórsdóttir. 6) Anna Lea Mig langar að þakka þér, elsku besti pabbi, fyrir allar stundirnar okkar saman. Ég veit að þú ert ekki maður einn þarna hinum megin. Elsku besta mamma og og strákarnir þínir sem létust langt um aldur fram, hafa tekið vel á móti þér. Já, sannarlega fagnað- arfundir. Mér er efst í minni húmorinn þinn sem var einstakur og grjótmyljandi skemmtilegur. Sögurnar sem þú sagðir og hvernig þú orðaðir hlutina var svo skemmtilegt. Allar stundirn- ar okkar saman, tveir á Foss- heiðinni, við eldhúsborðið. Þar fór fram mikið spjall og mikið hlegið. Ég gæti skrifað endalaust um þig, pabbi minn, en læt þessi minningarorð nægja. Með þessu fallega ljóði, sem var þitt uppáhaldsljóð og lag, kveð ég þig með tár á hvarmi og miklum söknuði, elsku besti pabbi minn. Hvíldu í friði og megi guðs englar vaka yfir þér Það var enginn eins og þú. Besti pabbi í heimi. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. Þú veist að öll mín innsta þrá er ástarkossinn þinn, héðan af aðeins yndi ég í örmum þínum finn. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm. mín eina rós ert þú. (Ingólfur Þorsteinsson) Þinn sonur, Sævar Helgi Geirsson Elsku pabbi minn. Mikið er þetta tómleg tilfinning sem ég finn í hjarta mínu eftir fráfall þitt. Söknuðurinn er yfirgnæf- andi. Þú kenndir mér að vera sterk á svona stundu og ég skal vera dugleg og halda áfram. Elsku pabbi, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér eða Lindu okk- ar, sem ég veit þú varst svo stolt- ur af. Þið mamma hjálpuðuð mér mikið við uppeldið og samband ykkar var extra sérstaklegt, heiðarlegt og ástríkt. Ég mun hlúa að henni. Við munum standa okkur og það sem þú kenndir mér er svo dýrmætt í lífinu. Aldr- ei að gefast upp þó að á móti blási. Gullið þitt, hann Prins, er í góðum höndum og líður vel. Það var aðdáunarvert að sjá hversu frjáls þú varst fyrir áliti annarra eða „reglum“ samfélags- ins. Þú fórst ávallt þínar eigin leið- ir, sem oft voru skrautlegar. Seint sagt að einhver lognmolla hafi ráðið ríkjum í þessari fjöl- skyldu. Mikill húmor, dans og söngur einkenndu þig. Stærri karakter er erfitt að finna. Lífið lék þig oft grátt og ég ber mikla virðingu fyrir fortíð þinni og lífsreynslu, enda var ekkert sem ég gat ekki ráðfært mig við þig um. Einhvern veginn vissir þú allt- af hver lausnin var. Þessar örfáu línur ætla ég að láta duga. Ég elska þig elsku pabbi og sakna þín, alltaf. Nú ertu kominn til mömmu, í hennar hlýja faðm, strákarnir þínir, öll systkinin þín, foreldrar. Ég veit í hjarta mínu að þú ert kominn á góðan stað. Þín elskandi dóttir, Anna Lea Geirsdóttir. Elskulegi faðir minn, Geir Grétar Pétursson, lést 1. septem- ber síðastliðinn á Sjúkrahúsi Sel- foss. Hann fæddist 14. apríl 1937 í Stóru Hildisey í Austur-Land- eyjum. Hann fór snemma að heiman, aðeins 14 ára, og leiðin lá til Vestmannaeyja þar sem hann réri með Gauja í Hlíðardal. Síðan vann faðir minn við ýmis verka- mannastörf auk þess að hafa ver- ið í útgerð með bátinn Svan, einnig rak hann ásamt öðrum hellugerð, þá rak hann fiskverk- un á Selfossi. Hann var mikið í félagsmálum,var trúnaðarmaður á þremur vinnustöðum, einn af stofnendum AA-samtakanna í Vestmannaeyjum, söng í karla- kórum, mikill jafnaðarmaður og hafði sterka réttlætiskennd. Það eru margar minningarnar sem koma í hugann þegar sest er nið- ur. Faðir minn var mjög léttur í lund og gat verið mjög gaman- samur, hann átti líka sína spretti í hina áttina, þrjóskari manni hef ég ekki kynnst, en hann var sanngjarn. Faðir minn var mark- aður af því að hafa misst tvo syni sína, Steindór fórst 1. október 1998, en hann tók út á togaranum Klakka frá Vestmannaeyjum að- eins 16 ára gamall. Valur Smári fórst með Hellisey 11. mars 1994, 26 ára gamall, á þessum tíma var ekkert til sem heitir áfallahjálp. Presturinn rétt leit inn til að til- kynna andlátin og eftir sat fjöl- skyldan með sorgina og þurfti að vinna úr henni sjálf sem tókst misvel hjá hverjum og einum. Hann var mjög virkur í starfi AA-samtakanna í Eyjum, hann hefur hjálpað mörgum að sigra baráttuna við Bakkus. Ég ferðað- ist mikið með foreldrum mínum til sólarlanda og eru þær ferðir vel geymdar í minningabankan- um, enda faðir minn mjög góður ferðafélagi. Það verður skrítið að koma á Fossheiði 62 hér eftir, ég og krakkarnir fórum mikið aust- ur og þá var mikið hlegið, en faðir minn hafði þann eiginleika að geta talað við alla aldurshópa, hann stillti sig bara inn á þeirra bylgjulengd og var bara einn af þeim, þau sakna hans mikið. Að lokum vil ég þakka Sævari Helga bróður mínum fyrir frábæra umönnum síðustu mánuðina sem faðir okkar lifði, það mæddi mik- ið á honum þar sem hann bjó á Selfossi. Einnig þakklæti til starfsfólks sjúkrahúss Selfoss, þar sem hann var síðustu þrjá mánuðina, fyrir gott viðmót og góða aðhlynningu föður míns, þar leið honum vel. Kæri faðir, nú ertu loksins kominn heim, guð geymi góðan mann. Grétar Pétur Geirsson. Geir Grétar Pétursson ✝ Stefán Jónssonfæddist á Ketils- stöðum á Völlum þann 28. apríl 1927. Hann andaðist á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 6. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Hildur Stefáns- dóttir frá Ketils- stöðum á Völlum, f. 11. ágúst 1897,d. 30. desember 1965, og Jón Björgvin Guðmundsson frá Hryggstekk í Skriðdal, f. 13. ágúst 1904, d. 18. júlí 1976. Þau fluttu svo í Freys- hóla árið 1927. Stefán var elstur í systkina- hópnum en þau eru: Guðmundur, Stefán bjó á Freyshólum og tók þar við búi föður síns, hann stundaði þar búskap fram til haustsins 2004. Hann gekk í far- skóla í sinni heimasveit og fór síðan að vinna hjá Símanum, Grímsárvirkjun og hjá Vega- gerðinni ásamt því að aðstoða föður sinn í búskapnum á Freys- hólum. Stefán var til heimilis á Freyshólum til ársins 2005, þá flutti hann að Miðvangi 22, Egils- stöðum. Árið 2008 færði hann sig á Dvalarheimili aldraðra, Laga- rási 21. Því heimili var lokað vor- ið 2012, þá flutti hann fyrst í íbúð sína að Miðvangi og síðan í júní 2012 suður til Þorlákshafnar í íbúð eldri borgara. Þegar heils- an fór að gefa sig fór hann á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Útför Stefáns fer fram í Þor- lákskirkju í dag, 12. september 2015, og hefst athöfnin kl. 14. f. 7. mars 1930, d. 2. september 1992, eftirlifandi eig- inkona hans er Heiðrún Valdi- marsdóttir, sonur þeirra er Jón Krist- inn Guðmundsson, maki Magnea Vil- borg Þórsdóttir, eiga þau þrjú börn og fimm barna- börn. Hulda, f. 15. apríl 1931, d. 6. febrúar 2004, eiginmaður hennar var Gunn- steinn Stefánsson frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá, f. 23. júní 1930, d. 10. janúar 1986. Baldur, f. 16. október 1933, og Bragi, f. 16. október 1933. Jæja, elsku Stefán minn, nú ertu farinn frá okkur og minning- arnar hrannast upp í huga mín- um. Ég var með stóran hnút í maganum að koma í Freyshóla í fyrsta skipti að hitta bóndann þar, búið var að segja mér að hann væri ekki allra og gæti orðið viðskotaillur ef honum litist ekki á nýja fjárhirðinn. Mikið vorum við búin að hlæja að þessu seinna meir en þú reyndar viðurkenndir að þér væri ekki sama um hver væri að bjástra í húsum þínum, enda kom það á daginn. Fljótlega eftir að ég fór að bjástra þar varst þú mættur þangað þrátt fyrir að hafa ekki farið út fyrir hússins dyr í nokkra mánuði eftir mjaðmaskiptaaðgerð. En þú þurftir nú að kanna hvort þessi kvenmaður, sem kominn var til að sjá um sauðburðinn, kynni eitthvað til verka. Þetta var vorið 1998 og síðan þá hefur vinátta okkar verið óslitin og margt sem við höfum brallað saman, fyrst í sveitinni við sauðburð, heyskap, smalamennsku, kartöfluupptöku eða sláturtíð. Seinna, meira að segja, skruppum við til útlanda eins og þú sagðir þegar við fórum til Vestmannaeyja sumarið 2009. Ferðalög hér um Suðurlandið, þegar þú komst í heimsókn til okkar eftir að ég flutti suður og að ógleymdu ferðlaginu að austan þegar við Gísli komum og sóttum þig þegar þú fluttir hingað til Þorlákshafnar. Þinn draumur var að sjá Foss á Síðu og tókst okkur að uppfylla þann draum á leiðinni suður. Að taka sig upp frá þeim stað sem maður hefur búið í 85 ár og flytja í annað landshorn til þess að eyða síðustu æviárun- um í nálægð við okkur fjölskyld- una segir bara allt sem segja þarf um okkar vináttu. Að eignast vin tekur enga stund en að vera góð- ur vinur getur tekið alla ævi. Vin- átta þín var mér mikils virði og sú hamingja sem ég upplifði í sveit- inni þinni þau ár sem ég hafði þar aðgang gleymist seint, vonandi gat ég og við fjölskyldan glatt þig og endurgoldið þér það síðustu árin. Þú varst okkur einn af fjöl- skyldunni og við vonum svo sann- arlega að þér hafi fundist það. Það var alltaf stutt í brosið hjá þér og hafðir þú gaman af því að grínast með hlutina. Elsku vinur, nú ertu kominn í faðm mömmu þinnar, pabba og systkina sem þér þótti svo vænt um og ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Dreymi þig vel þar til við hitt- umst næst. Hvíl í friði, þín vin- kona, Anna Aðalheiður og fjölskylda. Stefán Jónsson Elskuleg systir okkar og frænka, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hörðalandi 14, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 10.september. . Ragnar Þ. Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, SIGRÍÐUR S. ÞORSTEINSDÓTTIR, Borgarnesi, áður búsett í Giljahlíð, lést í Brákarhlíð þann 8. september, . Meinhard Berg, Jónína K. Berg, Jóhannes Berg, Sólveig Jónasdóttir, Jón Bjarnason, Pálína F. Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Ösp Berg og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG GEIRSDÓTTIR, frá Hallanda, Hraungerðishreppi, Garðatorgi 7, Garðabæ, lést fimmtudaginn 10. september á Landspítalanum Fossvogi. . Ingimar Örn Ingimarsson, Ella Kristín Karlsdóttir, Geir Ingimarsson, Una Hannesdóttir, Auður Ingimarsdóttir, Ómar Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær amma okkar, GUÐBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 9. september á Dvalarheimilinu Höfða. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. september kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða. . Guðmundur Ásgeir Sveinsson, Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR JÓNSSON, Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, þann 5. september 2015. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir og kveðjur færum við vinum og vandamönnum. . Ásrún Ólafsdóttir, Ragnar G. Þórhallsson, Kolbrún D. Kristjánsdóttir, Ólafur Þór Þórhallsson, Yrsa Sigurðardóttir, Snæfríður Þórhallsdóttir, Eggert Gunnarsson og afabörn. Elskaður eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR ARNÓR EYJÓLFSSON, flugvirki, lést 5. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. september kl 13. . Sigrún Ása Sigmarsdóttir, Einhildur Guðrún Einarsdóttir, Eva Mjöll Einarsdóttir, Gunnar Skúlason Kaldal, Ásta María Einarsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Elías Bjartur Einarsson, Ragnhildur H. Hannesdóttir, Arnar Vilhelm, Hrafn Ingi, Sigmar Kári, Elín Anna, Birkir Logi og Bjarki Steinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.